Gríma - 01.09.1940, Page 60
58 GUÐMUNDUR ELDRI SKÁLD í ENNISKOTI
stokk, en um leið og Sigurður fer upp fyrir hann og
leggur sig fyrir, segir hann fremur lágt: „Við skul-
um nú lesa bænirnar okkar og biðja Guð fyrir okk-
ur, bróðir minn, áður en við förum að sofa“.
Steini verður hverft við. Rís hann upp í rúminu
og segir af mikilli reiði: „Alltaf finnur þú upp á ein-
hverjum a........til að kvelja mig með“. Var það
síðan haft að orðtaki: „Alltaf finnur þú upp á ein-
hverju til að kvelja mig með, sagði Steinn á Reykj-
um; bróðir hans sagði honum að lesa bænirnar sínar“.
Mörgum tilsvörum Sigurðar var haldið á lofti.
Einu sinni kom hann úr Víðidalstungu-rétt og var
þá drukkinn mjög og hestlaus. Fyrir neðan Stóru-
Ásgeirsá mætir hann manni, sem virðist honum vera
erfið gangan og hafði orð á. Sigurður svaraði: „Ójá,
hún er brött brekkan upp að Stóru-Ásgeirsá, — upp
á von og óvon“. Sagt var, að honum hefði þótt geta
brugðizt til beggja vona, hvernig sér, og öðrum
kannske líka, yrði tekið þar, eins og á stóð.
Einhverju sinni hafði Sigurður farið í kaupstað á
Borðeyri. Hann átti þá heima í Víðidal. Þetta mun
hafa verið að haustlagi. Leggur hann drukkinn á
Hrútafjarðarháls, fær þar þoku og myrkur og
bleytuhríð með morgninum. Segir ekki af ferðum
hans annað en það, að hann villist og er að sveima
á hálsinum alla liðlanga nóttina. Næsta dag, þegar
birti, áttar hann sig þó og kemst niður að Skarfs-
hóli í Miðfirði. Var hann þá hrakinn mjög og illa til
reika. Á Skarfshóli hjó þá Sigurður Halldórsson,
gáfaður maður, fróður um margt og góður hagyrð-
ingur. Þeir voru náfrændur, nafnar. Sigurður Hall-
dórsson tók vel á móti nafna sínum, hjúkraði honum
og lét vinna honum allan þann beina, er hann mátti.