Gríma - 01.09.1940, Síða 81
DRAUGURINN í KÁLFAVÍK
79
til lands í bráðhvössum beitivindi, svo að sauð á
keipum, en stundum var borðið til hlés undir sjó. Sá
hann þá allt í einu, hvar Móri sat yzt út við hléborð-
ið; hossaði hann sér mjög makindalega, rétt eins og
hann hlakkaði yfir því að skipinu hvolfdi. Jóhann
var við fokkuna og hafði nú hraðar hendur, festi
hana, snaraðist sem fljótast hann mátti að Móra og
hratt honum útbyrðis. Ekki bar annað til tíðinda í
þeirri sjóferð, og lentu þeir heilu og höldnu. Nótt
hina næstu á eftir dreymdi fanggæzlu þeirra, að
Móri kæmi til hennar og segði: „Nú var nærri farið
illa fyrir mér; helvítið hann Jóhann hratt mér út-
byrðis í dag, en mér vildi það til láns, að eg náði i
stýriskrókinn". Sumir segja, að Móri hafi bjargazt á
þann hátt, að hann hafi náð í dufl og flotið á því
upp í Stigahlíð, sem er utan Bolungavíkur og einna
illræmdust hafnleysuströnd og klettagjögur við
Djúp.
Mislingasumarið mikla 1882 lagðist fjöldi fólks í
sóttinni hér við Djúp; önduðust margir, en aðrir
voru þungt haldnir. Þá bjó í Unaðsdal á Snæfjalla-
strönd Kolbeinn Jakobsson; foreldrar hans voru þar
hjá honum í húsmennsku, en móðir hans var systir
Benedikts í Kálfavík. — Sóttin kom hart við í Un-
aðsdal, og var nálega allt heimafólk þar rúmliggj-
andi og illa haldið í langan tíma. Var gamla konan,
móðir Kolbeins, helzta hjálpin í þeim miklu veikind-
um. Einn dag kom hún að máli við Kolbein og kvað
það hugboð sitt, að nú væri Benedikt bróðir hennar
látinn. Spurði Kolbeinn, af hverju hún drægi það, en
hún kvað sig þá hafa dreymt það nóttina áður, að
strákurinn, sem fylgdi Benedikt, kæmi til sín og
bæði sig um að mega dvelja hjá henni, en hún af-