Bændablaðið - 09.02.2017, Síða 8

Bændablaðið - 09.02.2017, Síða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 Fréttir Heimsmeistarakeppni í rúningi, „The 2017 World Shearing and Woolhandling Championships“, hófst miðvikudaginn 8. febrú- ar og stendur fram á laugardag 11. febrúar. Tveir Íslendingar taka þátt í keppninni, þau Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og Hafliði Sævarsson. Alls voru skráðir til leiks kepp- endur frá 32 löndum víðs vegar um heim og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri, sem gerir þetta að stærstu h e i m s - meist ara- k e p p n i í rúningi allra tíma. Þarna var jafnframt um að ræða fertugustu heimsmeistarakeppn- ina og var þetta í fyrsta sinn sem keppnin er haldin á Suðureyju hins mikla sauðfjárræktarlands Nýja- Sjálands. Fór keppnin fram á leikvangin- um ILT Stadium Southland í Invercargill, syðst á eyjunni. Var keppnin send út beint á netinu um vefsíðuna www.worlds- hearingchamps.com og einnig á Maori-sjónvarpsstöðinni (www. maoritelevision.com). Fyrirtækið Kinetic Media sér um upptöku fyrir beinar útsendingar ásamt gerð klukkutíma sjónvarpsþáttar um keppnina sem sýndur verður á Maori-sjónvarpsstöðinni á Nýja- Sjálandi og verður einnig dreift víða um heim. /HKr. Metþátttaka í fertugustu heimsmeistarakeppninni í rúningi: Tveir Íslendingar mættir til leiks á Nýja-Sjálandi Fjárveiting til að byggja upp ljósleiðarakerfi í strjálbýli Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið með vísan til markmiða byggðaáætlunar og umsagnar stjórnar Byggðastofnunar að verja allt að 100 milljónum króna úr fjárveitingu byggðaáætlunar til að styrkja sérstaklega uppbyggingu ljósleiðarakerfis í strjálbýlum sveitarfélögum. Þessi fjárveiting kemur til viðbótar 450 m.kr. úthlutun fjarskiptasjóðs til verkefnisins Ísland ljóstengt 2017. Styrkir samkeppnisstöðu Tilgangur þessa viðbótarstyrks í ver- kefnið er að styrkja samkeppnisstöðu sveitarfélaga við umsókn þeirra til fjarskiptasjóðs til að hefja ljósleiðar- auppbyggingu að því er fram kemur í frétt á vef innanríkisráðuneytisins. Í ljósi þess að fjárhagur sveitar- félaga er mismunandi hefur verið ákveðið að styrkja samkeppnis- stöðu tiltekinna sveitarfélaga gagn- vart umsóknum í samkeppnispott fjarskiptasjóðs. Þetta er gert í þeim tilgangi að gera strjálbýlum sveitar- félögum hægara um vik að hefja ljós- leiðarauppbyggingu. Helstu forsendur við úthlutun styrkjanna voru þéttleiki styrk- hæfra svæða, hlutfall staða sem eru ótengdir, þróun íbúafjölda árin 2005 til 2015, ferðatími til þjónustu- kjarna og samgöngur, fjárhagsstaða sveitarfélags og meðaltekjur þess á íbúa. Gefin voru stig út frá þess- um forsendum og sveitarfélög með fæst stig lentu efst í forgangsröðun. Óráðstafaður byggðastyrkur getur flust milli ára. /MÞÞ Jón Gunnarsson. Haraldur Benediktsson, alþingismaður og formaður fjarskiptasjóðs, kynnti verkefnið ásamt Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook Invercargill. Með þekkingu ræktum við skóg Fagráðstefna skógræktar 2017 verður haldin dagana 23.–24. mars 2017 í Hörpu. Yfirskrift ráðstefn- unnar er „Með þekkingu ræktum við skóg“, en þetta er jafnframt afmælisráðstefna Mógilsár, sem fagnar 50 ára starfi sínu á þessu ári. Í ráðstefnunni kynna starfsmenn Mógilsár rannsóknir sínar og flutt verða ýmis erindi um skógrækt í sinni fjölbreyttustu mynd. Skráningargjald er kr. 9.000 og innifelur aðgang að öllum fyrirlestrum, ráðstefnugögn, kaffi og vettvangsferð á Mógilsá. Að auki verður hægt að skrá sig í hádegismat í Hörpu og kostar það kr. 5.800 fyrir báða dagana. Hátíðarkvöldverður verður í Súlnasal Hótel Sögu 23. mars og hefst kl. 20. Veislustjóri verður Gísli Einarsson og Sigurður Helgi Oddsson spilar undir borðhaldi og fjöldasöng. Hátíðarkvöldverður kostar kr. 11.900 og þarf fólk að skrá sig sérstaklega í hann. Vert er að vekja athygli á sérs- töku ráðstefnutilboði fyrir gistingu á Hótel Sögu, kr. 15.800 nóttin fyrir eins manns herbergi og kr. 18.700 fyrir tveggja manna herbergi. Til þess að nýta tilboðið þarf að bóka fyrir 1. febrúar 2017. /VH Hæstiréttur Íslands: Stjörnugrís vinnur mál gegn ríkinu Hæstiréttur Íslands hefur úrskurðað að íslenska ríkinu beri að greiða Stjörnugrís hf. tæpar 40 milljónir króna auk vaxta. Stefnda ber einnig að greiða stefnanda 1,5 milljónir króna í málskostnað. BÍ hefur sent ríkisendurskoðanda fyrirspurn um fordæmisgildi dómsins. Í málinu krafðist Stjörnugrís hf. endurgreiðslu búnaðargjalds sem fyrirtækið greiddi á árunum 2010 til 2014, en fyrir lá að gjaldinu var ráð- stafað til Svínaræktarfélags Íslands, Bjargráðasjóðs, Bændasamtaka Íslands og Búnaðarsambands Kjalarnesþings. Í úrskurði Hæstaréttar segir að Stjörnugrís hf. reisi kröfu sína á því að álagning og innheimta gjaldsins samkvæmt lögum nr. 84/1997 um búnaðargjald væri ólögmæt hvað hann varðaði, auk þess sem gjald- takan stangaðist á við ákvæði stjórn- arskrárinnar um félagafrelsi og skatt- lagningu og bryti í bága við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. BÍ kannar fordæmisgildi dómsins Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, sagði í samtali við Bænda blaðið í framhaldi af úrskurði Hæstaréttar að dómurinn snerist eingöngu um eitt fyrirtæki. „Í framhaldinu spyrja menn sig eðlilega hversu mikið for- dæmisgildi dómurinn hefur fyrir aðra. Bændasamtökin hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu fyrirspurn um hvaða augum það ráðuneyti og ráðuneyti fjármála líta málið og við væntum svara fljótlega. Afstaða ráðuneytanna getur verið með ýmsu móti. Hugsanlega meta þau dóminn þannig að hann sé eingöngu fordæm- isgefandi fyrir svínarækt, hugsanlega fyrir fleiri búgreinar eða jafnvel alla greiðendur búnaðargjalds. Þegar sú afstaða liggur fyrir verður svo ljóst hvort ríkið hyggst hafa frumkvæði að endurgreiðslum og þá hversu mikl- um. Þá afstöðu verður auðvitað hægt að bera undir dómstóla, verði menn ekki sáttir við hana. Almennt fyrnast svona kröfur á fjórum árum þannig að menn geta ekki vænst þess að fá endurgreiðsl- ur lengra aftur í tímann, fáist þær á annað borð. Mál Stjörnugríss var höfðað í desember 2014 og sner- ist um greiðslu búnaðargjalds frá 2010–2014.“ Sigurður segist ekki telja að ríkið eigi endurkröfu á Bændasamtökin eða önnur samtök bænda sem tekj- um af búnaðargjaldi var ráðstafað til. „Við létum vinna lögfræðiálit um það á síðasta ári og samkvæmt því getum við staðið fast á því að svo sé ekki.“ Dómsorð: Samkvæmt dómsorði ber stefnda, íslenska ríkið, að greiða stefnanda, Stjörnugrís hf., 38.974.412 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 af 3.073.734 krónum frá 30. desember 2010 til 1. desember 2011, af 8.949.513 krónum frá þeim degi til 1. janú- ar 2012, af 16.340.630 krónum frá þeim degi til 30. nóvember 2012, af 24.686.218 krónum frá þeim degi til 28. desember 2012, af 28.859.015 krónum frá þeim degi til 29. nóv- ember 2013, af 33.361.101 krónu frá þeim degi til 30. desember 2013, af 35.612.136 krónum frá þeim degi til 26. nóvember 2014 og af 38.974.412 krónum frá þeim degi til 18. desember 2014, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 38.974.412 krónum frá þeim degi til greiðslu- dags. /VH Samkvæmt dómsorði ber stefnda, íslenska ríkið, að greiða stefnanda, með vöxtum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.