Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 Á síðasta ári kom upp á Sikiley sýking af völdum nýs stofns af stöngulryðsvepp. Talin er hætta á að sýkingin geti haft alvarlegar afleiðingar á hveitirækt í Evrópu á þessu ári. Plöntusjúkdómafræðingar við Cambridge-háskóla segja að fram til þessa hafi þeir farið varlega í yfirlýsingum sínum um hættu á útbreiðslu sýkingar af völdum sveppsins og hrópa úlfur úlfur. „Í dag bendir samt margt til að sýk- ing af völdum stöngulryðsveppsins geti orðið sú alvarlegasta sem dunið hefur yfir hveitirækt í Evrópu í herra háans tíð.“ Hætta á útbreiðslu Bæði Alþjóðlega ryðsveppsvar- nar miðstöðin í Danmörku og Alþjóðlega maís- og hveitirækt- unarmiðstöðin í Mexíkó hafa sent frá sér viðvaranir vegna hættu á útbreiðslu sýkingarinnar og mögu- legum afleiðingum hennar. Sýking af völdum stöngulryð- sveppsins lýsir sér í að brúnleitir eða ryðleitir blettir koma á stöngul og blöð hveitiplantnanna. Bletturinn er í raun sveppasýking sem drepur plöntuna á stuttum tíma. Gró svepp- anna berast auðveldlega um langar vegalengdir með vindi. Á síðasta ári voru skemmdir af völdum sýkingarinnar aðallega bundnar við Sikiley þar sem sýkingin eyðilagði uppskeru á þúsundum hektara af hveiti. Sýking af völdum stöngul- ryðsvepps fór um hveitiakra í Evrópu eins og eldur í sinu um miðja síðustu öld. Í framhaldi af þeim sýkingum var unnið mikið kynbótastarf sem leiddi til þess að til urðu hveitiafbrigði sem voru að mestu ónæm fyrir stöngulryðsvepp. Síðan hefur Evrópa að mestu verið laus við sýkingar stöngulryðsveppi. Á níunda áratug síðustu aldar kom upp afbrigði af stöngulryð- sveppi sem kallaðist Ug99 og olli uppskerubresti víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum. Ein af ástæðum mikillar hræðslu á útbreiðslu sveppsins núna er að hann getur sýkt fjölda hveitiafbrigða sem hafa verið kynbætt til að þola sýkingar af völdum margra ólíkra stofna af stöngulryðsveppi. Gulryð breiðist út Auk stöngulryðsvepps hafa komið upp sýkingar af völdum tveggja stofna af gulryði í hveiti. Sýkingar af völdum gulryðs hafa í fyrsta sinn komið upp á stórum svæðum í Evrópu, Norður- og Austur-Afríku og Mið-Evrópu. Fyrir nokkrum árum olli sýk- ing af völdum gulryðs miklum skaða og uppskerubresti á stórum svæðum í Afganistan og Norður- Ameríku. Matvælaverð gæti hækkað Afleiðing sýkinga í hveiti af völd- um stöngulryðs og gulryðs gæti verið uppskerubrestur á stór- um svæðum sem mundi leiða til hækkandi verðs á hveiti og öðrum matvælum. Önnur afleiðing aukinnar útbreiðslu sveppasýkingarinnar er aukin notkun á sveppaeitri í landbúnaði. /VH Pokapökkunarvél ásamt skammtara og lyftubúnaði og þremur stærðarhólkum til sölu. Áhugasamir hafið samband við Leif Þórsson á E-mail: leifur@esja.is UTAN ÚR HEIMI Stöngulryðsveppur herjar á hveiti í Evrópu – Afleiðing sýkinga í hveiti af völdum stöngulryðs og gulryðs gæti verið uppskerubrestur á stórum svæðum og hækkandi hveitiverð Afleiðing sýkinga í hveiti af völd- um stöngulryðs og gulryðs gæti verið uppskerubrestur á stórum svæðum. Sýking af völdum stöngulryð sveppsins lýsir sér í að brúnleitir eða ryðleitir blettir koma á stöngul og blöð hveitiplantanna. Mótmæla hækkun á raforku „Eitt helsta baráttumál samtak- anna hefur verið að jafna hús- hitunarkostnað íbúa sem búa á köldum svæðum en frá janúar 2013, hefur raforkuverð hækkað um 12,6-22,63%. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs einungis hækkað um 8,85%,“ segir í bókun sem Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum sendi iðnaðar- og viðskiptaráðherra á dögunum. Kemur harkalega niður á íbúum Í bókuninni er lýst miklum vonbrigð- um með þær hækkanir sem orðið hafa á raforku frá árinu 2013, en sú hækkun er sögð langt umfram hækkanir á vísitölu. „Svo virðist sem sölufyrirtækin hafi nýtt sér þá staðreynd að hækkun hefur orðið á niðurgreiðslum til íbúa á köldum svæðum og hækkað gjaldskrár sínar óhóflega sem kemur harkalega niður á íbúum sem búa á þeim svæðum,“ segir í bókuninni. Stjórn samtakanna telur þessar hækkanir á raforkuverði algjörlega úr takti við eðlilegar hækkanir og mótmælir þeim harðlega. Jafnframt skora Samtök sveitarfélaga á köld- um svæðum á ráðherra orkumála að skipa starfshóp sem fari yfir málin og komi með tillögur til ráðherra hvernig hægt sé að ná þeim mark- miðum að jafna húshitunarkostnað á landinu óháð orkugjafa.“ /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.