Bændablaðið - 09.02.2017, Qupperneq 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017
aði svo fyrstu kindina sína Klönku
eftir uppnefninu. Í framhaldinu
komu svo Gullklanka, Sjarmklanka
og fleiri gimbrar með Klönku-
nafninu.“
Viðar segir annað svona kyn eins
og þau kalla hálfnöfnurnar eða ær
sem bera skyld heiti sé vætukynið.
„Má þar nefna nöfn eins og Úrkoma,
Væta, Rigning, Suddavæta og
Slydda.“
Hæ-kynið
Stærst af þessum kynjum er
Hæ-kynið hennar Sigríðar. „Þegar
ég var barn gaf móðurbróðir minn
mér kind sem ég nefndi Hæ-Móru.
Sú kind varð reyndar ekki langlíf þar
sem hún rotaði sig þegar hún stökk
á dyrakarm í fjárhúsunum. Þá kom
önnur Hæ-Móra og út frá henni er
allt Hæ-kynið komið.“
Viðar segir að hægt sé að rekja
stóran hluta fjárstofnsins á Kaldbaki
til Hæ-Móru og í kjölfar hennar hafi
komið kindur sem báru heiti eins
og Hæ-Kola, Hæ-Gjöf, Hæ-Prýði,
Hæ-Vissa, Hæverska og ein sem hét
Hæ-Fósturlandsinsfreyja.“
Aðspurð segir Sigríður að fram til
þessa hafi engin kind fengið heitið
Hæ-Lux.
Einföld ættrakning
Nafnakerfið virkar þannig að þegar
ær af kyni sem ber fornafnið Hæ
eins, og til dæmis Hæ-Móra, eignast
gimbur fær gimbrin sjálfkrafa Hæ
sem fornafn og eitthvað annað eftir-
nafn eins og Gjöf, Prýði eða Óprýði
og heitir því Hæ-Gjöf, Hæ-Prýði eða
Hæ-Óprýði. Svipað er að segja um
ær sem bera nafnið Klanka nema
hvað Klanka er ávallt seinni hluti
nafnsins eins og Óvartklanka eða
Breiðholtsklanka.
Hæ- og Klönku-heitin eru því
nokkurs konar ættarnöfn en við-
bótin heiti viðkomandi einstaklings.
Þannig geta Hæ- og Klönku-nöfnin
teygst í margar kynslóðir og einfalt
er að rekja þau aftur til formæðranna.
Sigríður og Viðar segjast reyna að
skrá nöfnin í einu orði en að stundum
gangi það einfaldlega ekki upp eins
og í tilfelli Hæ-kynsins og að þá hafi
þau bandstrik á milli nafnanna.
Nöfnin hafa verið skráð
samviskusamlega í fjárbækur í
marga áratugi og í dag eru þau skráð
í Fjárvís.
Nafnarunur
Nöfn ánna á Kaldbak áttu fyrr á
árum til að verða nokkuð löng
eins og Hæ-Fósturlandsinsfreyja,
Úrkomaígrennd, Sjöundalautaskjól,
Hikasamaogtapaskúr, Haltukjafti-
klanka og Varsamtilklanka.
Dramatískasta nafnið til þessa er
Allarsorgirheimsins og þau lengstu
Allarmérdettadauðarlýsúrhöfði og
Flangsvesenoglætiklanka og allt í
einu orði.
Sigríður segir að undanfarin ár
hafi verið tilhneiging til að stytta
nöfnin svo þau komist fyrir í reitnum
fyrir ærnöfn í Fjárvís.
Uppruni nafnahefðarinnar
líklega á Heklubæjunum
Sigríður segist ekki viss hvað-
an nafnagiftahefðin sé upp-
runnin. „Í Hólum og Næfurholti á
Rangárvöllum hefur alltaf verið hefð
fyrir því að gefa ánum nöfn. Svipuð
nafnahefð og við notum þekkist á
bæjum á ofanverðum Rangárvöllum
og líklega má rekja uppruna hefðar-
innar til Heklubæjanna. Hingað kom
hefðin með mömmu frá Hólum sem
er einn af Heklubæjunum.“
Viðar telur að uppruna hefðar-
innar sé að leita í þeirri viðleitni að
halda til haga ættum og skyldleika
fjárins áður en formleg skráning
Massey Ferguson
Meiriháttar dráttarvélar fyrir meiriháttar bændur
Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar
og fáið sérsniðna vél að ykkar þörfum.
Til á lager MF5610 , MF5613 og MF6615 Það er ekki að ástæðulausu að Massey Ferguson er ein mest selda dráttarvél undanfarinna ára.
Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Glæsileg fjallasýn frá Kaldbak á ofanverðum Rangárvöllum með snævi þakta Heklu í bakgrunninum.
– Framhald á næstui síðu.