Bændablaðið - 09.02.2017, Qupperneq 29

Bændablaðið - 09.02.2017, Qupperneq 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 um Borgarfjörð, m.a. með viðkomu í brugghúsinu á Steðja. Bjórferðamennska meiri en fólk gerir sér grein fyrir „Bjórferðamennska í heiminum er mun meiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir, það eru hópar á ferð og flugi yfir Atlantshafið til að upp- lifa bjór og bjórmenningu í öðrum löndum. Sú mikla þróun sem orðið hefur í brugghúsamenningu á Íslandi hefur vakið athygli erlendra ferða- manna og opnað á þann möguleika að þessi tegund af ferðamennsku geti þrifist hér á landi og jafnvel komið sterk inn á afþreyingamarkaðinn sem ný vara,“ segir Karl. Ferðirnar eru í grunninn dæmigerðar náttúru- skoðunarferðir um Ísland en með þessu bjórþema. Lengsta ferðin sem verður í boði er 10 tíma ferð þar sem allur Tröllaskagahringurinn verður tekinn með bjórsmakki fjögurra brugghúsa og heimsókn á Bjórsetur Íslands á Hólum. „Þetta er spennandi ferð um Tröllaskagann. En hún er löng og frekar dýr og verður bara í boði sem sérferð fyrir hópa sem panta hana sérstaklega.“ Coast Line Beer Tour Stærsta dagsferðin er svokölluð Coast Line Beer Tour. Þar er farið upp og niður ströndina Eyjafjarðarmegin. Komið er við hjá nýju brugghúsi á Siglufirði, Segli 67, þar sem tekið er á móti hópum í gömlu frystihúsi. „Það eitt að verið sé að endurnýta frystihús vekur strax áhuga þátttak- enda, en húsið á sér langa sögu í öðrum atvinnurekstri.“ Fyrirtækið er yngsta svonefnda craft-brugg- húsið hér á landi, en fyrstu fram- leiðsluvörur þess komu á markað í desember árið 2015. Bruggsmiðjan á Árskógssandi er elsta brugghúsið í hópnum, átti 10 ára afmæli á liðnu ári. Þar er verið að reisa svonefnd bjórböð þar sem bjór og efni til bjórgerðar eru notuð til að endur- næra húðina. Stór pottur verður utandyra fyrir hópa auk þess sem hægt verður að fara ofan í einkapotta inni. Veitingastaður verður einnig á staðnum þar sem þátttakendum gefst kostur á að snæða hádegisverð. „Við eigum frekar von á því að þetta verði vinsælasta ferðin okkar, enda hefur hún upp á margt að bjóða,“ segir Karl Ferðin heldur svo áfram inn eftir Eyjafirði og komið við í gömlu síldarverksmiðjunum á Hjalteyri þar sem þátttakendur smakka á afurðum Viking/Einstök brugghúss. Hluti af síldarverksmiðjunum gegnir nú hlut- verki listasmiðju og gallerís. „Það eykur enn á upplifun ferða- manna að koma við á þessum stað, í gróskumikið og skapandi umhverfi,“ segir Karl. Gamli bærinn á Öngulsstöðum og veitingastaðurinn Lamb inn gegna einnig hlutverki í bjórþema- ferðunum, en í boði er gönguferð þar sem í boði er bjórsmakk í Gamla bænum og að því loknu snæddur kvöldverður á veitingastaðnum. Þriðja ferðin sem í boði er felst í heimsókn í Gamla bæinn og máltíð hjá Lamb inn. Leikum okkur með fleiri hugmyndir „Við vinnum þessar ferðir í nánu samstarfi við brugghúsin sem tekið hafa þessari nýjung í ferðaþjónustu á svæðinu fagnandi. Við erum að leika okkur með ýmsar fleiri hug- myndir sem ef til vill gætu orðið að veruleika síðar á árinu,“ segir Karl, en eitt af því sem til stendur er að efna til málþings um bjórbruggun og bjórmenningu á Norðurlandi og efna til bjórhátíðar þar sem brugg- húsin koma vörum sínum á framfæri á eigin forsendum. „Það á þó allt eftir að koma í ljós hvort af verður,“ segir Karl. Lamb inn hefur alla tíð gert brugghúsunum á svæðinu hátt undir höfði og ætlunin að gera enn betur í þeim efnum á komandi sumri. „Okkar erlendu gestum þykir merkilegt að í nágrenni við okkur séu starfandi fjögur brugg- hús sem hvert og eitt framleiðir hágæða vöru úr íslensku vatni, sem er undirstaðan í þeirra góðu framleiðslu.“ Lengri ferðir á teikniborðinu Karl er nú í sambandi við banda- ríska bjórferðaskrifstofu sem hefur áhuga á að efna til bjórferðar til Íslands og segir Karl að með beinu flugi Flugfélags Íslands frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar, sem senn verður í boði, opnist sá möguleiki að ferðamenn geti ferðast beint norður, stoppað þar í nokkra daga og þá m.a. notið þeirr- ar bjórþematengdu starfsemi sem finna má á svæðinu en haldið að því loknu aftur suður til Keflavíkur. „Við munum áfram vinna í vöru- þróun á okkar dagsferðum og að auka og efla samvinnu við brugg- húsin á svæðinu með margvísleg verkefni. Þar sem góð reynsla er komin á margra daga bjórferðir okkar á ég von á því að við sækjum fram á mörkuðum þar úti um allan heim,“ segir Karl að lokum. /MÞÞ Oliver Dawson, bjórferðaskipuleggjandi frá Kanada, á Bjórhátíðinni á Hólum í fyrra. Karl Jónsson á Mannamóti, sem haldið var í Reykjavík á dögunum, en þar kynnti hann bjórferðir sem í boði eru á vegum Lamb inn Travel. Aldís Aðalbjarnardóttir leiðsögumaður er hér á spjalli við Karl. Mynd / TB

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.