Bændablaðið - 09.02.2017, Síða 37

Bændablaðið - 09.02.2017, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2017 eru ljós og fóðuraðgengi dýranna eftir pörun. Hvolparnir fæðast blindir, hár- og tannlausir og nærast á mjólk fyrstu fimm vikurnar. Sjón og tennur fá þeir um mánuði eftir fæðingu. Læðurnar sjá einar um uppeldi afkvæmanna. Minkar helga sér óðal og merkja það með þvagi og saur og búa sér til greni sem hafa marga útganga. Stundum er einn útgangurinn beint út í vatn, enda minkar góðir til sunds og geta verið í kafi og farið langar leiðir eftir botni vatna. Steggurinn er mest á ferðinni á nóttunni en læður allan sólarhringinn og mest eftir got. Fæðuval minka er fjölbreytt og bæði úr sjó og af landi. Í sjó veiða þeir ýmsar tegundir fiska eins og marhnút, sprettfisk, hrognkelsi, hornsíli, ufsaseiði, sandsíli, karfa, loðnu, síld, skötusel, tindaskötu, keilu og krabbadýr. Á landi veiða þeir fugla, mýs og hunangsflugur auk þess sem þeir ræna eggjum úr hreiðrum. Minkur á Íslandi Skömmu fyrir aldamótin 1900 var ljóst að minkaeldi í Norður-Ameríku skilaði hagnaði og í framhaldi af því fóru bændur og fjárfestar í öðrum löndum að huga að sams konar eldi. Fyrstu minkabúin í Evrópu með mink frá Norður-Ameríku voru sett á laggirnar í Noregi árið 1927 og í Svíþjóð ári seinna. Næstu ár og áratugi þar á eftir voru minkar fluttir til flestra annarra landa í Norður- Evrópu. Fyrstu árin slapp fjöldi minka úr eldi og lifa í dag víða villtir í Evrópu norðanverðri. Fyrstu minkarnir voru fluttir til Íslands haustið 1931 og komu þeir frá Noregi. Dýrunum var komið fyrir að Fossi í Grímsnesi þar sem þau fjölguðu sér hratt. Nokkrum mánuð- um síðar voru minkarnir orðnir 75 og þeir fluttir á nýtt minkabú á Selfossi. Ári síðar voru minkabúin tvö en fjölgaði ört eftir það. Fyrstu minkarnir sem vitað er að hafi sloppið úr eldi á Íslandi sluppu haustið 1932 frá Fossi í Grímsnesi. Næstu árin slapp talsvert af mink frá nokkrum búum. Fyrsta minkagrenið í náttúrunni hér á landi fannst við Elliðaárnar í Reykjavík árið 1937. Annað greni fannst við Leirvogsá í Mosfellssveit vorið eftir og fjölgaði fundum þeirra hratt eftir það, samfara því að mink- urinn náði fótfestu um allt land. Villiminkur var kominn austur undir Skeiðarársand árið 1958 en sandarnir og Skeiðará virðast hafa verið honum náttúruleg hindrun því lengi vel var Öræfasveit eina sveit landsins sem var laus við mink. Minkurinn var þó ekki lengi að skjót- ast yfir Skeiðará og sandana og yfir í Öræfasveit eftir að áin var brúuð árið 1974. Ekki er vitað hvað minkar geta orðið gamlir hér á landi en elsti minkur sem aldursgreindur hefur verið á Íslandi var sjö ára steggur og elsta læðan var sex ára. Minkaeldi á Íslandi Þrátt fyrir nokkur vandræði varð- andi fóður og frjósemi á fyrstu árum loðdýraræktar hér á landi lof- aði í upphafi góðu enda verð hátt. Fljótlega syrti samt í álinn. Skömmu eftir að loðdýraeldi hófst hér skall á heimskreppa og í kjölfarið verðfall á skinnum. Í kjölfar kreppunnar kom seinni heimsstyrjöldin og eftirspurn eftir skinnum engin. Vegna þess var öllum minkum í eldi slátrað fyrir 1940 og bannað með lögum að reisa ný minkabú árið 1951. Banni við loðdýrarækt var ekki aflétt fyrr en 1969 og í kjölfar þess fluttur inn minkur frá Noregi sem komið var fyrir á fimm búum á Suðvestur- og Norðurlandi. Að nokkrum árum liðnum kom í ljós að dýrin voru langflest sýkt af alvar- legum vírussjúkdómi sem hafði letj- andi áhrif á frjósemi og vöxt þeirra. Rekstur þessara fimm búa var því erfiður og flest þeirra hættu rekstri. Vírussýkingin, sem nefnist Plasmacytoses, er enn viðvarandi í villtum mink á landinu og smitast auðveldlega í búrdýr komist villtur minkur í samneyti við þau. Á Íslandi hafa verið ræktuð nokkur litaafbrigði minka og veiðst hafa villtir minkar með hvítan, dökkbrúnan og svartan feld. Skipt var um minkastofn í landinu 1981 og flutt inn dýr frá Danmörku. Minkabúum á landinu fjölgaði hratt á níunda áratug síðustu aldar og þá meira af kappi en for- sjá. Verðfall á skinnum um miðjan áratuginn varð til þess að langflest þessara búa lögðu upp laupana um 1990. Íslenski búrminkastofninn í dag er sá sami og notaður er í flestum öðrum löndum við minkaeldi. Fjöldi litarafbrigða búrminka hér á landi er svipaður og í nágrannalöndunum en í heildina eru yfir 20 litarafbrigði til á íslenskum minkabúum, en öll þessi litarafbrigði eiga sömu for- feður enda teljast þau öll til sömu ættkvíslarinnar. Á minkabúum er oftast stunduð hreinræktun litaraf- brigða en einnig er litum blandað saman í ræktunarstarfinu til að færa ákveðna eiginleika milli lita, draga úr skyldleikaræktun eða þegar verið er að fjölga í einhverri tegundinni. Um helmingur minka á minkabúum á Íslandi er svokallaður „standard minkur“ en hann er brúnn að lit. Hinn helmingurinn skiptist á margar litategundir en af þeim fjölda er hvítur fjölmennastur eins og staðan er í dag. Þessi hlutföll innan búanna breytast í takt við aðstæður og kröf- ur á markaði séð yfir lengri tíma. Séu gæði íslensku minkaskinna- framleiðslunnar borinn saman við aðrar þjóðir út frá því skinna- verði sem bændur hafa verið að fá að meðaltali á markaði þá hefur íslenska framleiðslan verið í öðru sæti fjórum sinnum síðustu sex árin en danskir minkabændur hafa vermt fyrsta sætið. Síðustu 10 til 15 ár hefur því mjög jákvæð þróun um gæði íslensku skinnanna átt sér stað sem fyrst og fremst má þakka meiri fagmennsku bænda, auknum innflutningi kynbótadýra og betri fóðurframleiðslu. Refur, melrakki, tófa eða lægja Refir eru lítil og meðalstór rándýr af hundaætt. Refir skiptast í 27 tegund- ir og þá er að finna í flestum heims- álfum og rauðrefir, Vulpes vulpes, algengastir. Heimskautarefur er sá refur sem hefur lifað villtur hér á landi frá því á ísöld og kallast á latínu Vulpes lagopus. Refir eru einu spendýrin sem fyrir voru á landinu við land- nám. Búsvæði heimskautarefsins er nyrst allra refategunda. Talið er að heimskautarefurinn hafi fært sig norðar með hopandi jöklum við lok ísaldar og að hluti þeirra dýra orðið eftir hér á landi, einnig er líklegt að hann hafi borist til landsins með rekís frá Grænlandi. Refir fylgja stundum hvíta- björnum á hafís langt út á haf. Í VÍNYL PARKET – frábær lausn fyrir heimili, sumarhús, skóla ofl. Flugumýri 34 • 270 Mosfellsbæ Sími 896 9604 vinyl golfefni • Viðhaldsfrítt • Níðsterkt • Þolir vatn og þunga trafík • Margir litir Vínyl parket fæst smellt, niðurlímt eða lauslagt og í mörgum tilfellum er hægt að leggja það yfir önnur gólfefni. − Framhald á næstu síðu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.