Bændablaðið - 08.05.2017, Page 7

Bændablaðið - 08.05.2017, Page 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 Fjölskylduhátíðin Fjör í Flóa markar eins konar upphaf fjölskylduhátíða sveitarfélaga landsins þetta sumarið. Hátíðin var haldin dagana 26. til 28. maí í og við félagsheimilið Þingborg í Flóahreppi. Fjöldi fólks mætti á svæðið til að upplifa það sem í boði var. Þar stóð sveitarstjórinn, Eydís Þ. Indriðadóttir, m.a. vaktina og grillaði uxakjöt frá Litla-Ármóti af miklum móð fyrir gestina. Við hlið hennar stóð og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis, og grillaði gómsætt lambakjöt. Á útisvæði var búið að koma fyrir upp- blásnum kastala fyrir börnin og á túninu var dráttarvélasýning. Þar gat að líta bæði gamlar og virðulegar vélar sem og glæný tæki frá fjölmörgum dráttarvélainnflytjendum. Eins mátti sjá þarna nokkra virðulega gamla bíla, eins og rússneskar Moskovich-bifreiðar og háfætt torfærutröll sem búið var að smíða upp úr gamalli Lödu-fólksbifreið. Brunavarnir Árnessýlu mættu einnig á svæðið með þrjá bíla. Þar gat að líta hefðbund- inn slökkvibíl, körfubíl og sjúkrabifreið. Fengu gestir að skoða gripina og börnin fengu líka að sprauta vatni, máta á sig hjálma og jafnvel að kveikja á sírenum. Þeir allra huguðustu fengu svo far upp í háloftin í körfu á körfubíl slökkviliðsmanna. /HKr. MÆLT AF MUNNI FRAM Fáar stökur komust að í síðasta vísnaþætti. Þar verður engu um kennt nema málæði umsjónarmanns. Fyrir það skal bætt í þessum þætti. Í tilvitnuðum bréfaskriftum við Guðmund B. Guðmundsson rifjast upp fleiri vísur eftir Steinbjörn Jónsson frá Háafelli í Hvítársíðu, ömmubróður Guðmundar. Orðfæri og málsnilld í vísum Steinbjarnar á sér samsvörun við margt í ritstíl Guðmundar B. Guðmundssonar sem svo oft er vitnað hér til. Steinbjörn orti svo fagurlega: Armur þinn mér hné um háls, hófust kynni fegurst, þín var inning ástarmáls eftirminnilegust. Röddin mild og höndin hlý hennar sem ég dáði. Enn er sól og sumar í svip og augnaráði. Staddur í kirkjugarði orti Steinbjörn: Feyskjast bein og fúnar hold flestra týnd er saga. Þessi gljúpa gróðurmold geymir liðna daga. Maður einn og kona sem unnust í meinum, gengu sig afsíðis eitt stundarkorn. Steinbjörn kvað: Ástin vökul værð þeim bjó væga sök því finnum, hófleg mök við hana þó hafði stöku sinnum. Svipuð efnistök og í vísu Steinbjarnar má finna í vísu eftir Arnþór Árnason frá Garði í Mývatnssveit: Lítið mína léttúð græt, lífinu er þannig varið. Ennþá finnst mér syndin sæt, sækir í gamla farið. Steingrímur Eyfjörð læknir orti um góðvin sinn, Lúðvík Kemp vegaverkstjóra, þessa vísu. Kallast þetta ekki að „ríða“ undir rós?: Lagt hefir vegi víða og mælt, veit ég þó ekki sannara en honum reynist rétt jafnsælt að ríða á vegum annarra. Ekki reynast þó allir vegir reiðfærir. Guðfinna Þorsteinsdóttir í Teigi orti svo: Ei mig gastu brögðum beitt, bauðst mér sæti á hnénu. Vissir þó að eg var eitt epli á skilningstrénu. Örn Snorrason fékk líka höfnun frá stúlku: Hefðarmærin lokkaljós leið hér út um dyrnar. Þetta er alveg einstök rós, ekkert nema þyrnar. Sr. Jón Þorláksson orti við skriftastólinn. Þar reka menn og konur víst áþekk erindi: Óskaplíkar eru þær, Anna má, en neitar. Imba vill en ekki fær eftir því hún leitar. Dýrólína Jónsdóttir var fædd á Hrauni í Tungusveit á seinni hluta 19. aldar. Það var ekki síður ort um öfugsnúin ástamálin á þeim tíma. Ólína orti á sinni tíð svo lipurlega: Yndi brjálar ástasjúk allt í málar glettum. Fátæk sál í fögrum búk full af táli og prettum. Þorbergur Þorsteinsson, fæddur á Ísafirði, en lengst af bjó í Skagafirði, var lipur hag- yrðingur. Lokavísu þessa þáttar er hans. Vísan er ort á Mánabar: Það var mælt af þrótti og krafti, það var orðið meira en grín, hann sagði bara: „Haltu kjafti, helvítis fyllibyttan þín.“ 179 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com LÍF&STARF 61 nemandi brautskráður úr Landbúnaðarháskólanum Föstudaginn 2. júní var 61 nemandi brautskráður frá Landbúnaðarháskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þar af voru 25 í búfræði frá starfs- og endurmenntunardeild, 29 nemendur með BS-próf, sex nemendur með meistarapróf og einn með doktorspróf. Gunnþór Bergsson frá Pétursey 2 hlaut viðurkenningu fyrir besta árangur á búfræðiprófi og í nautgriparækt. Bryndís Karen Pálsdóttir frá Fossi hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt og í hagfræðigreinum. Hafsteinn Ingi Gunnarsson frá Kvíum hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í bútæknigreinum og Sigríður Linda Hyström frá Ártúnum hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í námsdvöl. Einar Sveinn Friðriksson frá Valþjófsstað 2 hlaut verðlaun fyrir góðan árangur fyrir lokaverkefni. Af búvísindabraut voru útskrifaðir 10 nemendur og þar hlaut Sigríður Þorvaldsdóttir frá Hjarðarholti viðurkenningu fyrir bestan árangur á brautinni. Katharina Olga Metlicka frá Sviss var efst á BS-prófi í umhverfisskipulagi og Jón Hilmar Kristjánsson frá Reykjavík í skógfræði og landgræðslu. Björk Lárusdóttir frá Hvanneyri var efst á BS-prófi í náttúru- og umhverfisfræði. Hún hlaut jafnframt viðurkenningu fyrir frábæran árangur fyrir lokaverk efni á BS prófi, ásamt Olgu Dís Sævarsdóttur frá Reykjavík með einkunnina 9,5. Einnig hlaut Björk viðurkenningu fyrir bestan árangur á BS-prófi með einkunnina 8,93. Í ræðu dr. Björns Þorsteinssonar, fráfarandi rektors, kom fram að samkvæmt ársreikningi skólans fyrir árið 2016 hafi skólinn í fyrsta sinn í sögu sinni skilað jákvæðum höfuðstól. Niðurfelling Alþingis á stórum skuldum skólans skipti þar höfuðmáli. Nú er í gangi valferli fyrir eftirmann Björns í starf rektors. /ghp Föstudaginn 2. júní var 61 nemandi brautskráður frá Landbúnaðarháskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi, þar af 25 í búfræði frá starfs- og endurmenntunardeild, 29 nemendur með BS-próf, sex nemendur með meistarapróf og einn með doktorspróf. Mynd / Kristín Jónsdóttir Fjör í Flóa Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Suðurkjör- landbúnaðarráðherra, hvatti þau óspart til dáða. Myndir / HKr. Karen Eva Harðardóttir fékk að prófa græjurnar hjá Brunavörnum Árnessýslu.. hjá forföllnum dráttarvélaáhugamönnum.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.