Bændablaðið - 08.05.2017, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017
Úrgangur frá mönnum, eða saur
og hland, kallar á úrlausnir við
að losa sig við það sem menn
almennt líta á sem viðbjóð. Í
þessum úrgangi geta þó líka
falist mikil verðmæti, m.a. fyrir
ræktun nytjaplantna. Hann má
einnig nota sem orkulind, m.a. við
matseld.
Eigi að síður er þessi úrgang-
ur víðast hvar til vandræða og
veldur m.a. mikilli mengun á dýr-
mætu drykkjarvatni. Þá eru opnar
skólplagnir uppspretta alvarlegra
sjúkdóma víða um lönd.
Í síðasta Bændablaði var frétt
sem vakti mikla athygli um aðferð
sem norska fyrirtækið Hias hefur
þróað með svokallaðri Cambi-aðferð
við að dauðhreinsa og endurnýta
mannasaur sem áburð. Hans Emil
Glestad, efnafræðingur hjá Hias,
segir að unninn mannasaur sé fyr-
irtaks áburður og innihaldi mikið
af fosfór. Það er einmitt efni sem
bændur eru að kaupa í stórum stíl í
formi tilbúins áburðar. Hafa norskir
bændur tekið þessum tilraunum Hias
fagnandi.
Um allan heim hafa menn mikl-
ar áhyggjur af sívaxandi mengun
umhverfisins. Úrgangur frá mönnum
er þar á meðal og sendi heilbrigðis-
stofnun Sameinuðu þjóðanna m.a.
frá sér leiðsögn árið 2006 um hvern-
ig hægt væri að nýta mannasaur með
öruggum hætti. Nýting mannasaurs
til áburðar er svo sem engin nýlunda,
því hann hefur hefur víða verið
nýttur á ýmsa vegu um langan aldur.
Sólorkudrifið salerni og
framleiðsla arinkubba
Ekki ómerkari maður en Bill Gates,
stofnandi tölvu- og hugbúnaðar-
veldisins Microsoft hefur látið sig
saurmálin varða í gegnum Gates-
stofnunina, eða Bill & Melinda
Gates Foundation. Einkunnarorð
stofnunarinnar eru „Allt líf hefur
jafnmikið gildi“. Segjast þau, á
heimasíðu stofnunarinnar, trúa því
að með því að láta fólk fá réttu verk-
færin í hendur til að auka heilbrigði
og tryggja uppbyggilegt líf, þá geti
þau hjálpað fólki til að hjálpa sér
sjálft út úr fátækt.
Árið 2012 verðlaunaði Bill &
Melinda Gates Foundation stofn-
unina RTI international með 1,3
milljóna dollara framlagi til að búa
til frumgerð af vatnslausu salerni,
sem meðhöndlar og endurvinn-
ur saur og hland. Var það hluti af
samkeppni sem hafði það að mark-
miði að draga fram nýjar hugmyndir
varðandi úrlausnir við að meðhöndla
úrgang frá mannfólkinu. Auk RTI
hlutu þrjár aðrar stofnanir styrki
fyrir sínar lausnir. Var heildar verð-
launaféð til stofnananna fjögurra
samtals upp á 3,4 milljónir dollara.
Hafa flestar þessar stofnanir síðan
gengið til liðs við RTI.
RTI hóf þetta verkefni þó í raun
í september 2012 með það að mark-
miði að ljúka hönnunarvinnunni í
nóvember 2013. Fyrsta hugmyndin
gekk út á að skilja þvag og saur og
þurrka síðan saurinn sem eytt var
með bruna. Úr hitanum sem þar
fékkst var framleitt rafmagn til að
knýja snigla og annan búnað kló-
settsins. Þvagið var síðan hreinsað
þannig að það væri nothæft fyrir
áveitu við ræktun matjurta. Hver
klósetteining átti að kosta 2.500
dollara og átti að geta þjónað um
50 manns á dag. Þessi hugmynd
þróaðist síðan út í salerni sem skil-
ar hráefni úr saurnum til framleiðslu
á eldsneytiskubbum eða eins konar
arinkubbum. Þá kubba má síðan nýta
til eldunar á mat þar sem eldiviður
er af skornum skammti.
Er þetta afrakstur af vinnu vís-
indamanna við RTI, Duke háskól-
ann, Colorado háskóla í Boulder,
NASA Ames rannsóknarmiðstöð-
inni og rannsóknarstöð sjóhers
Bandaríkjanna. Höfðu þeir fengið
það verkefni að búa til frumeintak
af öruggu salerni sem um leið væri
ódýr leið til að meðhöndla úrgang.
Úr þessu varð sólardrifið klósett til
að umbreyta mannasaur í hráefni
fyrir lífeldsneytiskubba. Þannig er
hugsunin að geyma orku um lengri
eða skemmri tíma. Um leið er þvagið
sem til fellur hreinsað og vatnið má
síðan nýta til vökvunar nytjaplantna.
Sjálfstæðar og sjálfbærar
klósetteiningar
Salernið er kallað „RTI
International‘s Itegrated Waste
Treatment Systems“. Hvert klósett
getur staðið sem sjálfstæð eining
og þarf ekki að tengjast neinum
pípulögnum, hvorki hvað varð-
ar aðrennsli né frárennsli og ekki
heldur rafmagn. Takmarkið var
að það kostaði ekki meira en sem
næmi 5 sentum, eða sem nemur um
5 íslenskum krónum fyrir hvern
notanda að setja upp og viðhalda
búnaðinum.
Þvagið hreinsað og saurinn
þurrkaður
Í salerninu skilar saurinn sér úr
klósettinu um rafdrifna snigla í
sérstakan tank. Sniglakerfið er
síðan knúið með rafmótorum sem
fá orku sína úr sólarsellum á þaki
salernisins. Í leiðinni skilst þvag
og vatn frá og er saurinn þurrkað-
ur í brunahólfi líkt og Íslendingar
þekkja vel að gerist við framleiðslu
á fiskimjöli. Í þessu tilfelli er líka
notuð tækni sem hönnuð er af RTI og
kölluð; „Thermoelectric Enhanced
Cookstove Add-on device“. Það er
sjálfknýjandi búnaður sem umbreyt-
ir um leið hluta hitans sem fæst við
brunann og umbreytir honum í raf-
orku. Raforkan sem þarna vinnst
verður geymd á rafgeymum og fer
síðan til að knýja vatnshreinsunar-
búnaðinn í salerninu.
Þurrkaður saur fellur síðan niður
í geymslutank en hluti af honum er
nýttur til að mynda bruna til þurrk-
unar.
Síðan er þurrkaður saurinn nýttur
til að móta úr honum blokkir í eins
konar arinkubba sem síðan eru nýttir
sem eldsneyti.
Þvagið og annar vökvi fer í
sérstakan hrávökvatank og síast
þaðan í gegnum rafefnasellu
(Electrichemical Cell) og fæst
þannig hreinsað vatn sem m.a. má
nota til vökvunar.
Það er sótthreinsað með sérstakri
rafeindaefnafræðilegri aðferð sem
þróuð hefur verið í samvinnu við
Advanced Diamond Technologies,
Inc. og Duke University. Verður
vatnið þá nothæft bæði sem hreinsi-
vatn fyrir klósettið og til vökvunar.
Með þessu salerni er búið að
hanna sjálfbært klósett sem getur
hentað mjög vel á stöðum þar sem
bæði er skortur á vatni og brenni m.a
til eldunar. Þá er ekki síðri kostur
að með slíku salerni munu opnar
skólplagnir verða úr sögunni sem
annars yrðu gróðrarstía fyrir smit-
sjúkdóma af ýmsu tagi. Klósettið
er líka þannig úr garði gert að það
krefst lágmarks mannafla og búnað-
ar vegna umhirðu. Þannig má segja
að verið sé að slá margar flugur í
einu höggi.
Dr. Jeff Class hjá Duke háskól-
anum og meðstjórnandi í verkefn-
inu og tæknilegur leiðtogi í hönnun
sótthreinsibúnaðarins, segir að þarna
verði um að ræða búnað sem taki
mið af ströngustu kröfum um með-
ferð úrgangs. Á sama tíma verði
hann ódýr og öruggur.
Fyrirtaks lausn í vaxandi
ferðamennsku á Íslandi
Vel mætti hugsa sér að slík salerni
gætu leyst hluta þess vanda er lýtur
að salernisaðstöðu fyrir ferðamenn
á Íslandi og umhverfisvænni gerast
salernin varla. Öll umhirða um slík
klósett mun líka verða mun þrifa-
legri og auðveldari en nú þekkist
við notkun rotþróa. Þá gæti þetta
Hörður Kristjánsson
hk@bondi.is
FRÉTTASKÝRING
Gamli góði útikamarinn var svo sem
engin hátæknihönnun en hann gerði
sitt gagn. Þá er slíkt apparat allavega
betra en opnar skolplagnir.
Hönnun RTI á „Alþjóðaklósettinu“, klósetti sem hreinsar úrgang manna án
þess að þurfa að tengjast skolplögnum, vatni eða rafmagni.
Einfaldari útgáfa af hönnun RTI.
Ekki geðfelldasta lausn á salernis-
málunum, en einfaldara gerist það
varla.
Opnar skolplagnir og skurðir af þessum toga eru víða uppspretta alvarlegra
sjúkdóma sem klósett RT geta komið í veg fyrir.
Tækni sem getur leyst ótal vandamál sem skapast af saurlosun frá mönnum:
Einstakt „sjálfbært“ og vistvænt salerni
sem endurnýtir úrganginn
– Indverjar staðráðnir í að ljúka uppsetningu á 75 milljón klósettum fyrir 150 ára árstíð Mahatma Gandhi 2. október 2019