Bændablaðið - 08.05.2017, Side 26

Bændablaðið - 08.05.2017, Side 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017 Gróðursett óvenjusnemma í Fnjóskadal Rúnar Ísleifsson, skógarvörður á Norðurlandi, telur óhætt að full- yrða að aldrei hafi gróðursetning norðan heiða hafist jafn snemma árs og nú. Starfsfólk í starfsstöð Skóg- ræktarinnar á Vöglum í Fnjóskadal hófst handa um miðjan maí við gróðursetningu í jarðunnið land á Hálsmelum norðan Vaglaskógar. Eindæma góður vetur að baki Á vef Skógræktarinnar segir að nýliðinn vetur hafi verið með eindæmum góður á Vöglum, veð- ursæll og snjóléttur. Þar eru menn vanir miklum snjóþyngslum sem iðulega tefja fyrir vinnu í skógin- um langt fram á vor. Í vetur bar hins vegar svo við að hægt var að vinna í skóginum í öllum mánuð- um við grisjun og önnur störf. Óvenju auðvelt var að sækja jóla- tré fyrir jólin og vinna að umhirðu birkiskógarins og öflun eldiviðar. Ekki kom til skorts á birki til eldi- viðargerðar og tókst að koma upp góðum birgðum. Vinnuafl hefur því nýst mjög vel enda dýrmætt að geta notað veturinn til grisjunar og annarrar umhirðu. Birkiskógurinn kemur vel undan vetri og lítið ber á snjóbroti. Hálsmelar verða Hálsskógur Vinna heldur áfram við að breyta Hálsmelum aftur í Hálsskóg. Á síðasta ári var jarðunnið rýrt mólendi á austanverðum melun- um og gróðursetning hófst þar 15. maí síðastliðinn. Gróðursett verður stafafura í alls um þriggja hektara svæði á Hálsmelum, að mestu leyti Opphala-yrki sem er sænskt frægarðaefni kynbætt. Einnig verður sett niður svolítið af kvæminu Skagway. Því má búast við að þarna vaxi upp fyrsta flokks nytjaskógur, annars vegar bein- vaxin kynbætt fura með hentuga greinabyggingu til timburvinnslu og hins vegar nýtist Skagway- kvæmið vel sem jólatré. Þegar gróðursetningu lýkur á Hálsmelum verður sett fura í svipað svæði og álíka stórt að Skuggabjörgum utar í Fnjóskadalnum. Fjölbreytilegt vistkerfi Jafnvel þótt Hálsmelar hafi nú verið friðaðir fyrir beit í þrjá áratugi er tiltakanlegt hversu lengi svo illa farið og blásið land er að gróa upp af sjálfu sér. Víða sést lítil breyting ef nokkur frá ári til árs. Þrátt fyrir mikið fræframboð nær birkið ekki að ræta sig á stórum flákum en þó eru inn á milli hrísmóar sem verða heldur gerðarlegri með ári hverju. Ekki er gróðursett í öll slík svæði og því verður skógurinn á Hálsmelum fjölbreytilegt vistkerfi sem til dæmis hentar ólíkum fuglategundum, bæði þeim sem sækja í skóg og tegundum sem fremur kjósa opnari en þó vel gróin svæði. Í stað fábreytilegrar auðnarinnar kemur því þróttmikið vistkerfi með mikilli líffjölbreytni. /MÞÞ SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Erna Sigrún Valgeirsdóttir gróðursetur stafafuru af sænska frægarðayrkinu Opphala í jarðunnið land á Hálsmelum í Fnjóskadal. Gróðursetning hófst 15. maí, fyrr en vitað er um áður þar um slóðir. Myndir / Pétur Halldórsson Benjamín Örn Davíðsson aðstoðarskógarvörður og Rúnar Ísleifsson skógarvörður skeggræða jarðvinnslu og gróðursetningu í jarðunnið land. Í baksýn vex lerki á landi sem fyrir 20 árum var aðeins sandur og grjót. Um allt land virðist mikil blómgun á ýmsum tegundum, til dæmis birki. Horfur eru á því að í haust verði hægt að safna miklu fræi. Mikið er af bæði kven- og karlreklum á Vaglabirkinu. Nýsprottið lauf á hengibjörk í starfsstöðinni á Vöglum um miðjan maí. Rúnar skógarvörður tekur mynd af blómstrandi lerkitré á Hálsmelum. Saga skógræktar og Gömlu Gróðrarstöðvarinnar á Akureyri á gömlum veggspjöldum Bjarni E. Guðleifsson náttúru- fræðingur kom færandi hendi í Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri á dögunum með gömul veggspjöld sem gerð voru í tilefni af áttræðisafmæli Ræktunarfélags Norðurlands. Frá gjöfinni er greint á vef Skógræktarinnar. Veggspjöldin sýna í grófum dráttum sögu Ræktunarfélagsins frá stofnun þess 1903 til ársins 1983 og sú saga er samofin sögu Gömlu- Gróðrarstöðvarinnar á Krókeyri þar sem Akureyrarskrifstofa Skógræktarinnar er nú. Ræktunarfélagið reisti húsið á sínum tíma. Systkinin Anna Torfadóttir og Ólafur H. Torfason unnu vegg- spjöldin fyrir sýningu sem haldin var í Búgarði á Akureyri í tilefni af 80 ára afmæli Ræktunarfélags Norðurlands 1983. Spjöldin eru að sjálfsögðu handunnin á pappír með skærum, lími, ljósmyndum og list- rænu handbragði þeirra systkina enda gerð fyrir tíma tölvutækni í grafískri hönnun. Á veggspjöldunum eru m.a. upplýsingar sem eru áhugafólki um skógrækt forvitnilegar, til dæmis mælingar sem sýna að trjátegundin sem óx best á árunum 1909–1936 var hlynur. Tengist upphafi skógræktar á Íslandi Gamla-Gróðrarstöðin tengist mjög upphafi skógræktar á Íslandi enda var þar rekið plöntuuppeldi um árabil og gerðar ýmsar tilraunir og rannsóknir sem hjálpuðu til við að leggja grunn að skógræktarstarfinu í landinu. Ræktunarfélagið sinnti hvers kyns búvísindum og margvíslegum náttúruvísindum og tilraunum sem tengdust landbúnaði og ræktun, rak um árabil rannsóknarstofu, tilraunabú og fleira. Á veggspjöldunum kemur margt forvitnilegt fram, meðal annars um trjárækt, rannsóknir á jarðvegslífi og fleira og fleira. Engin starfsemi en félagið enn til Bjarni hefur sýnt sögu Ræktunarfélags Norðurlands ræktarsemi og sjálfur var hann lengi starfsmaður félagsins og starfaði í Gömlu-Gróðrarstöðinni um hríð. Félagið seldi ríkinu eignir sínar í Gróðrarstöðinni 1963 en Akureyrarbær eignaðist húsið 1975. Ræktunarfélagið rak umfangsmikla starfsemi í áratugi og var með hana á nokkrum stöðum, síðast í Búgarði. Aðrir hafa nú tekið við hlutverki Ræktunarfélagsins og félagið hefur enga starfsemi lengur þótt það hafi aldrei verið lagt niður. /MÞÞ Eitt veggspjaldanna. Hér má meðal annars sjá mælingar á ársvexti nokkurra trjátegunda í Gróðrarstöðinni á fyrstu áratugunum. Hlynur hefur vaxið best, um hálfan metra á ári. Mynd / Pétur Halldórsson Hallgrímur Indriðason tekur við veggspjöldunum af Bjarna E. Guðleifssyni, náttúrufræðingi og fyrrverandi starfsmanni Ræktunarfélags Norðurlands. Mynd / Bergsveinn Þórsson

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.