Bændablaðið - 08.05.2017, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017
Renault Agriculture S.A.S. var
stofnað sem deild í bílafram-
leiðslufyrirtækinu Renault árið
1918, en þetta þekkta bílafram-
leiðslufyrirtæki var stofnað
1989.
Upp úr þróunarvinnu Renault
með tæki til hernaðarnota var
stofnuð „Deild 14“ sem hannaði
m.a. Renault FT-17 skriðdrekann
og fyrstu dráttarvél fyrirtækisins
upp úr þeirri hönnun. Munurinn á
skriðdrekanum og dráttarvélinni
var að traktorinn var með vélina
að framan og var léttbyggðari en
skriðdrekinn.
Hófst framleiðsla dráttar-
vélarinnar Renault Model GP í
verksmiðju Renault í Billancourt
þann 11. nóvember 1918. Voru
þessar vélar framleiddar í 425
eintökum á sömu framleiðslulínu
og skriðdrekarnir. Þessar fyrstu
dráttarvélar Renault voru á belt-
um eins og skriðdrekarnir. Næsta
gerð dráttarvélar Renault var GU
og síðan kom HI á markað 1920.
Renault dráttarvél á stálhjólum
Árið 1920 kynnti Renault HO
gerðina sem var á stálhjólum í stað
belta. Árið 1926 var svo kynnt til
sögunnar PE gerðin með nýjum
mótor sem eyddi mun minna
eldsneyti og vatnskassinn var
staðsettur um miðja vél. Þegar
PE1 gerðin var kynnt árið 1931
var búið að færa vatnskassann
fremst á vélinni, framan við
mótorinn.
Fyrsti dísiltraktor Renault
Renault vann stöðugt að því
strax á upphafsárunum að reyna
að draga úr eldsneytiseyðslu
en dráttarvélarnar voru knúnar
með bensíni. Árið 1932 kom á
markað VI gerðin sem var fyrsta
dísilknúna dráttarvél Renault.
Árið 1933 var PE1 fyrsta
franska dráttarvélin til að vera
sett á gúmmíhjólbarða.
Ný verksmiðja var vígð
í Le Mans árið 1940 en
framleiðslan var stöðvuð vegna
heimsstyrjaldarinnar. Eftir stríð
og í kjölfar þjóðnýtingar á
verksmiðjum Renault í Le Mans
hófst framleiðslan að nýju.
Árið 1950 var Renault stærsti
dráttarvélaframleiðandinn í
Frakklandi með 8.549 framleiddar
vélar og 58% markaðshlutdeild.
Árið 1956 tók Renault upp
appelsínugulan lit sem einkennislit
á sínar dráttarvélar.
Árið 1961 var kynnt 385
módelið sem var með 12 gíra
skiptingu.
Fyrsta fjórhjóladrifna vél
Renault
Árið 1968 var kynnt fyrsta
fjórhjóladrifna dráttarvél Renault.
Renault hóf samvinnu við
Carraro 1972. Á árunum 1993
til 1998 var tekið upp náið
samstarf við Johnn Deere.
Árið 1994 settu Renault
Agriculture og Massey
Ferguson upp sameiginlegt
íhlutafyrirtæki sem nefnt var
Groupement International de
Mécanique Agricole (GIMA).
Keyptur var 16,6% hlutur í
fyrirtækinu Ravigo í Agritalia
árið 1997. Árið 2000 keypti
Renault hlut í indverska fyrir-
tækinu International Tractors
sem átti Sonalika dráttarvéla-
verksmiðjurnar.
Upphafið að endinum
Á árinu 2003 hófst upphaf að endi
dráttarvélaframleiðslu Renault
með sölu á 51% hlut á Renault
Agriculture til Claas. Árið 2005
var tegundarnafnið Renault afmáð
af dráttarvélunum eftir 87 ára feril
og Claas sett í staðinn. Árið 2006
jók Claas hlut sinn í 80% og var
komið með 100% hlut árið 2008.
Var þá skipt um nafn á fyrirtækinu
sem hét eftir það Claas Tractor.
/HKr.
Renault dráttarvélar
– 87 ára saga
Snorri Sigurðsson, ráðunautur
í Danmörku, mun verða farar-
stjóri í ferð íslenskra bænda
með ferðaskrifstofu Guðmundar
Jónassonar (GJ Travel) á
landbúnaðar sýningu í Kanada í
september. Um er að ræða land-
búnaðarsýninguna í Woodstock
í Ontariofylki sem er stærsta
sýning sinnar tegundar í Kanada.
„Já, þetta verður hörkuferð og
þarna verður farið um magnað
landbúnaðarsvæði í Kanada,“ segir
Snorri.
Landbúnaðarsýningin í
Woodstock
„Stóri punkturinn er auðvitað
landbúnaðarsýningin í Woodstock
í Ontariofylki sem er stærsta
sýningin í Kanada og afar vinsæl.“
Þetta er tuttugasta og þriðja árið
sem þessi sýning er haldin og mun
sýningin sjálf standa yfir dagana
12. til 15. september en ferðin með
GJ Travel stendur yfir frá 11. til 17.
september.
„Þetta er svona sýning sem er
blanda af hefðbundinni landbún-
aðarsýningu og svo sýningu sem
er með alls konar aðra áhugaverða
hluti sem sýndir eru. Ég hef eign-
ast marga kunningja í gegnum
hálflanga starfsævi og hef fengið
nokkra flotta heimamenn með mér
í að skipuleggja þetta, svo faglegt
innihald standist þau gæðaviðmið
sem ég hef alltaf í hávegum í ferð-
um sem ég kem að.“
Í heimsókn til kanadískra bænda
„Við munum því að sjálfsögðu
heimsækja marga bændur á svæðinu,
bæði með kýr og holdagripi, en
einnig fara í háskólann í Guelph
en þar eru stundaðar öflugar
rannsóknir sem verður áhugavert
að fræðast um.
Þá verður tími til að njóta, bæði
í Toronto og auðvitað við sjálfa
Niagarafossa, sem eru á mörkum
New York-ríkis í Bandaríkjunum
og Ontario-fylkis í Kanada. Ég hef
ferðast víða en aldrei komið að
Niagarafossum og hlakka mikið
til þess að sigla upp að þeim. Þar
sem fossaskoðun er vel utan míns
fagsviðs verður fengin aðkeypt leið-
sögn á þessum stað til þess að gefa
ferðafélögunum eins góða upplif-
un og mögulegt er,“ segir Snorri
Sigurðsson.
Það mun kosta 232.000 krónur
fyrir manninn í þessa ferð og
innifalið er flug, flugvallaskattar,
gisting með morgunverði og
kvöldverði fyrsta kvöldið. Einnig
allur akstur og skoðunarferðir og
fararstjórn undir tryggri handleiðslu
Snorra Sigurðssonar.
Skráning í ferðina hefst 1. júlí
Hægt er að senda fyrirspurnir á
netfangið autgoing@gjtravel.is.
Einnig er hægt að fá upplýsingar
um ferðina á vefslóðinni http://
www. fe rd i r. i s / pakka fe rd i r /
landbunadarsyning-til-kanada. /HKr.
Snorri Sigurðsson ráðunautur og GJ Travel:
Stefna á hörkuferð um magnað
landbúnaðarsvæði í Kanada
UTAN ÚR HEIMI
Landbúnaðarsýningin í Woodstock í Ontariofylki, sem er stærsta sýningin
af þessum toga í Kanada og er afar vinsæl.
Snorri Sigurðsson.
Lambakjöt hleðst upp í Noregi
Lager af frosnu lambakjöti er nú
orðinn svo stór að kjötiðnaður-
inn í Noregi og verslunin er farin
að hafa af því verulegar áhyggj-
ur. Um 2.200 tonn eru nú lag-
ervara í landinu, helmingi meira
magn en á sama tíma í fyrra, án
þess að verð fari niður á við.
Á lager heildsölufyrirtækisins
Nortura, sem er í eigu bænda, eru
nú rúmlega 2.200 tonn af lamba-
kjöti á lager og rúmlega 1.100
tonn af kindakjöti. Áætlanir gera
ráð fyrir að um þúsund tonn til
viðbótar muni bætast við fyrir lok
þessa árs. Geymsla á eftirlitslager
er ein af þeim ráðstöfunum sem
menn nýta sér í Noregi við mark-
aðsreglugerð á kjöti. Á tímabilum
þegar offramboð er af nýslátr-
uðu er hægt að setja það inn á
frysti geymslur vegna ákveðinna
forsendna. Í raun er það einungis
Nortura sem hefur það hlutverk að
stjórna þessum markaði og getur
selt og geymt nýslátrað kjöt inn
á lagerinn. Í nokkrum einstökum
tilfellum hefur einnig verið opnað á
að einkarekin sláturhús geti afhent
til lagersins.
Það er ekki lengra síðan en árið
2014 að skortur var á lambakjöti í
Noregi og þá þurfti að flytja inn slíkt
kjöt til landsins. Í kjölfar þess bauð
landbúnaðarráðuneytið þar í landi
fjármögnunarstyrki fyrir fjárhús og
fleiri bændur hófu byggingu á stærri
húsum. Þannig jókst framleiðslan til
muna á örfáum árum en matarvenjur
Norðmanna fylgdu ekki eftir þeirri
þróun.
• 2014: 23.600 tonn framleidd
/ 25.800 tonn seld (m. in-
• 2015: 25.000 tonn framleidd
/ 25.500 tonn seld (m. in-
• 2016: 25.400 tonn framleidd
/ 24.550 tonn seld (m. in-
(Tölur Nortura)
Mjög lítið af lambakjöti er flutt út
frá Noregi og er það einn vandi
markaðarins en undanfarin ár hefur
verið flutt inn meira af lambakjöti
til landsins en út. Annar vandi
greinarinnar er að um 80 prósent
af slátruninni á sér stað milli ágúst
og nóvember og neysla Norðmanna
á lambakjöti einkennist af þessum
tíma og páskunum. Því finnst mörg-
um í greininni að verslunin geti gert
meira til að selja lambakjöt allt árið
um kring.
Á dögunum ákvað Nortura að
auka svokallaðan «frosinn frádrátt»
fyrir frosna kjötið sem liggur á lager
hjá þeim þannig að vinnsluaðilar
fái lambakjöt á lægra verði en áður.
Verslunareigendur vara við því að
lækka verðið og segja að neytendur
sem eru vanir að borga lítið verð
fyrir vöru vilji ekki borga enn meira
fyrir hana eftir hálft ár. Þó að elsta
kjötið á Nortura-lagernum í dag sé
frá síðsumri 2015 telja menn að
hægt sé að komast hjá því að henda
lambakjöti í lok þessa árs einfald-
lega með því að hver fjölskylda í
-
máltíðir í ár en hún er vön að gera.
/nrk - ehg