Bændablaðið - 08.05.2017, Qupperneq 43
3Bændablaðið | Fimmtudagur 8. júní 2017
Þrátt fyrir vottanir og
opinbera stimpla af ýmsum
toga í matvælaiðnaði innan
ESB-landa, þá berast ítrekað
fregnir af svindli í þessum
geira. Það nýjasta er 44.000
punda sekt breskra yfirvalda
gagnvart umdeildu rúmensku
fyrirtæki fyrir sóðaskap og
ólöglega endurpökkun á
kjúklingahjörtum, lifur og
bringum. Þetta eru um 5,6
milljónir ísl. kr.
Greint var frá málinu í Express
& Star 27. maí. Þar kemur fram
að rúmenska fyrirtækið POE
Limited í Rugley í Staffordskíri
á Englandi hafi verið sektað eftir
heimsókn heilbrigðiseftirlitsins
í vinnslustöð fyrirtækisins í
Tower Business Park. Ástæða
sektarinnar var að fyrirtækið, sem
hafði ekkert opinbert leyfi til að
meðhöndla kjöt, var að endurpakka
kjöti fyrir breskan markað.
Var kjötvörunni endurpakkað í
smærri umbúðir og síðan límdir á
pakkningarnar falsaðir miðar með
upprunamerkingum og númerum
löglegs framleiðanda áður en varan
var sett á markað í Bretlandi.
Um var að ræða kjöt af ýmsum
toga auk þess sem þar voru
kjötfylltar vefjur, kjúklingahjörtu,
lifur og bringur. Þarna var líka verið
að útbúa kjötrétti til dreifingar,
þrátt fyrir að þessir réttir væru ekki
framleiddir samkvæmt kröfum um
þrifnað.
Um 160 kg af kjötvörum sem
voru metin varasöm til neyslu var
eytt. Þá voru á staðnum óskipulegar
stæður af pakkaðri kjötvöru á leið
á markað.
Var bæði POE Limited og
framkvæmdastjórinn, Calin
Poanariu, fundin sek um brot
á þrem matvæla-, öryggis- og
hreinlætisreglugerðum og fyrir
ólöglega framleiðslu og pökkun.
Einnig fyrir að setja falskar
merkingar á vöruna og fyrir að
nota ólöglega framleiðslunúmer
frá viðurkenndum framleiðanda.
Stjórnendur fyrirtækisins
gengust við þessum ásökunum og
viðurkenndu einnig að hafa enga
handþvottaaðstöðu á staðnum og
hafa sniðgengið hreinlætisreglur.
Fyrirtækið fékk sekt upp á 35.720
pund og framkvæmdastjórinn var
sektaður um 8.143 pund. /HKr.
Fyrirtæki af rúmenskum uppruna sektað
fyrir matarsvindl og sóðaskap í Bretlandi
Á matvælunum voru falsaðir límmiðar með nafni og númeri löglegs framleiðanda.
Hjá POE Limited ægði saman matvöru og ýmsu öðru og ekki var einu sinni handlaug á staðnum til að starfsmenn
gætu þvegið sér um hendurnar.
Meint trúarleg vörusvik á pepperónípitsu hjá Little Caesars í Bandaríkjunum:
Krafist 100 milljóna dollara skaðabóta
fyrir andmúslímskt pepperóní
Múslimi í Dearborn í Michigan í
Bandaríkjunum hefur krafist 100
milljóna dollara skaðabóta eftir
að hafa óvart neytt pepperónís á
pitsu frá Little Caesars sem inni-
hélt meint svínakjöt.
Maðurinn, sem kröfuna gerir,
heitir Mohamad Bazzi og er
múhammeðstrúar eins og fram
kemur í frétt Detroit Free Press.
Hann segist hafa pantað „halal
pitsu“ í tvígang frá Little Caesars
í Michigan í Bandaríkjunum. Á
pakkningunni utan um pitsurnar
sem hann fékk stóð orðið „halal“,
en Bazzi fullyrðir að pepperóníið
sem var ofan á pitsunum hafi verið
ósköp venjulegt pepperóní. Þess
má geta að svínakjöt er stranglega
bannað á matseðli múslima. Engum
sögum fer hins vegar af því hvernig
Mohamad Bazzi gat greint að pepp-
eróníið á pitsunni hans var úr svína-
kjöti en ekki af öðru dýri. Einnig
hvernig hann sá að kjötið var af
dýri sem ekki var slátrað samkvæmt
„halal“, slátrunaraðferð múslima.
Lögfræðingur pitsukaupandans,
Majed Moughini, flýtti sér að kvöldi
sama dags og við upphaf ramadam
að leggja fram kæru svo enginn
annar múslimi álpaðist fyrir slysni
til að borða svínakjöt frá pitsustaðn-
um.
„Þetta veldur okkur miklum
áhyggjum,“ sagði Moughni lög-
fræðingur. „Viðskiptavinur minn
vill að almenningur fái að vita
af þessu. Sérstaklega á meðan
ramadam stendur yfir. Það væri
hræðilegt ef múslimar í Dearborn
keyptu pitsur frá Little Caesars og
uppgötvuðu að þeir væru að borða
svínakjöt.“
Sagði hann að fyrir múslima væri
neysla á svínakjöti ein versta synd
sem hægt væri að fremja.
Í lok fréttarinnar segir að tals-
maður Little Caesars telji að engin
haldbær rök séu fyrir skaðabóta-
kröfunni. /HKr.
Pepperónípitsa frá Little Caesars. Mynd / Detroit Free Press
UTAN ÚR HEIMI
Í október fara bændur og búalið á
stjá og sækja lús þessa og egg henn-
ar. Þetta er oftar en ekki tengt við
einhverja ferðaþjónustuviðburði og
vinsælt meðal ferðamanna að slást
í för með bændum og aðstoða við
að safna þessu mikilvæga hráefni
til litunar.
Snorri Sigurðsson
sns@seges.dk
Teide – þriðja hæsta eldfjall í heimi.
Matvælakeppni í sérflokki
International Food Contest (IFC) í Danmörku verður haldin 3.–5. október
næstkomandi.
Það eru fáar alþjóðlegar keppnir í
matvælageiranum, þar sem mats-
ferillinn byggir á áliti og úttekt
samstarfsfélaga og annarra fag-
aðila í sömu atvinnugrein, en það
er einmitt það sem einkennir mat-
vælakeppnina IFC, International
Food Contest, í Danmörku.
Þessi matvælakeppni, sem hefur
fyrst og fremst byggst upp í kringum
mjólkurvörur, byggir fyrst og fremst
á faglegu mati fagfólks á ostum,
smjöri og öðrum mjólkurvörum.
Þessi uppbygging á keppni gefur
tilefni til þess að fagfólk getur hist
og spjallað um vörurnar og miðlað
reynslu og þekkingu sín á milli og
þar með í raun er hægt að endur-
mennta sig með því að taka þátt í
IFC.
International Food Contest
(IFC) í Danmörku verður haldin
3.–5. október næstkomandi.
Keppnin og sýningin er sú stærsta
á Norðurlöndum, og raunar í
norðurhluta Evrópu, þegar horft er
til keppni mjólkurvara en yfir 1.500
vörur taka þátt frá ótal löndum.
Keppnin með osta, smjör og aðrar
neysluvörur er með þeim stærstu
í heimi þegar litið er til gæða- og
fagmats varanna en keppt er í 40
mismunandi flokkum mjólkurvara.
Með afar nákvæmum matsskala er
hver mjólkurafurð metin og dæmd
af fimm manna dómnefnd. Alls eru
15 mismunandi dómnefndir og því
150 mjólkurvörusérfræðingar sem
dæma vörurnar og gefa einkunn.
Allir sérfræðingarnir starfa við
afurðavinnslu með einum eða
öðrum hætti en þau afurðafélög
og -fyrirtæki, sem taka þátt í IFC,
leggja til þessa sérfræðinga.
„Fyrir dómarana gefur IFC þeim
einstakt tækifæri til þess að verða
enn betri og nákvæmari við vinnu
sína. Við matið ræða dómararnir sín
á milli á faglegum nótum algjörlega
óháð samkeppni á milli afurðafélaga
og því hvaðan þeir koma. Þetta er
afar gott fyrir þróun mjólkurvaranna
og fyrir mjólkuriðnaðinn,“ segir
Søren Jensen, formaður IFC og
varaformaður í stjórn Arla Foods.
Að sögn Søren meta dómararnir
ekki vörurnar út frá eigin tilfinningu
heldur út frá fyrirfram gefnum
faglegum matsskilyrðum eins og
áferð, bragði, framsetningu, útliti,
lykt og ýmsum öðrum skilyrðum.
„Við höldum okkur fyrst og
fremst við handverkið hér og
ýtum undir hið faglega,“ segir
formaðurinn og bætir við að það
sé einmitt það sem þátttakendur
í keppninni og hinir 20 þúsund
gestir, sem er búist við að mæti,
sæki í og sé ein af ástæðum þess
að fagfólk í mjólkuriðnaði sæki í
að taka þátt í IFC. Þá geti gestir
og gangandi einnig smakkað
allar keppnisvörurnar og þannig
getur hver og einn borið saman
eigin upplifun og þá einkunn sem
viðkomandi vara fékk.
„Að geta smakkað vöruna og
borið saman við faglega einkunn
hennar gefur einstakt tækifæri
til þess að ræða faglega um
framleiðsluaðferðina og vöruþróun
og því gott tækifæri fyrir alla sem
vinna við framleiðslu mjólkurvara
að koma á IFC og hitta og ræða aðra
sem vinna í sömu atvinnugrein. Þá
er ekki úr vegi að nefna að IFC fer
fram á ensku,“ segir Søren og hvetur
um leið alla á Íslandi sem vinna við
vöruþróun og -vinnslu að kynna sér
keppnisflokka IFC og senda vörur
til þátttöku.
„Maður getur lært svo ótrúlega
mikið af því að hitta fagfólk úr
sömu atvinnugrein frá hinum
Norðurlöndunum, þar sem eru
einnig ríkar hefðir við framleiðslu-
og vinnslu mjólkurvara,“ segir
Søren Jensen að lokum.
Nánari upplýsingar:
• Matvælakeppnin IFC er haldin
3.–5. október í Messe Center
Herning (MCH).
• Mjólkurafurðir eru meginþáttur
þessarar keppni en undanfarin
ár hefur þó vægi annarra mat-
væla aukist einnig. Aðrir keppn-
isflokkar eru: kjöt, bjór, ávextir
og grænmeti, fiskur og vín.
• Í kjölfar skráningar í keppnina
er hægt að senda inn keppnis-
vörur til ágústloka.
• Keppnin í ár verður haldin
á sama tíma og HI-Messen,
Iðnaðar- og hátæknisýningin,
fer fram í Herning en þar koma
mörg hundruð fyrirtæki í tækni
og iðnaði og sýna vörur sínar og
þjónustu. Í ár er þess vænst að
um 20 þúsund gestir sæki sýn-
inguna heim. Árið 2018 verður
svo matvælakeppnin IFC haldin
samhliða FoodTech-sýningunni
sem er tæknisýning í matvæla-
iðnaði.
• Sjá nánar: www.foodcontest.dk