Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Garðyrkjubýlið Engi í Laugarási hefur verið selt en við sögðum frá því í lok apríl á þessu ári að það hefði verið auglýst til sölu. Kaupendurnir eru Wales-búarnir og hjónin Peter og Benthan Cole, en þau hafa verið búsett á Íslandi í tæpt eitt og hálft ár. Þau ganga beint inn í ræktunina á Engi og ætla að halda áfram með óbreytt- ar áherslur fyrst í stað. Þau ætla að halda lífrænni vottun og áforma síðar að færa út kvíarnar í starfseminni og ræktun – og eru með ýmsar hugmyndir á lofti. Hjónin hafa verið búsett í Kópavogi undanfarin misseri, en hyggjast flytja á Engi undir lok ágústmánaðar. Blaðamaður hitti Peter á Engi þegar hann tók form- lega við rekstrinum og var augljóst að mikill hugur var í honum að fara að setjast þar að og hefja nýjan kafla í lífinu. „Við komum hingað til Íslands fyrst fyrir fimm árum í brúðkaupsferð. Við urðum svo hrifin af þessu fallega landi að við vildum setjast hér að. Við eignuðumst líka tvíbura fyrir tveimur árum og okkur langaði til að ala þá upp hérna. Það er kannski reyndar bara afsökun fyrir því að vilja búa hérna – sem við myndum hafa viljað þótt við værum barnlaus. Engi er algjör paradís.“ Frumkvöðull og athafnamaður „Við skoðuðum þó aðra staði í Reykholti og hér í Laugarási áður en við fundum Engi, en þegar það var fundið var þetta engin spurning. Við vorum ákveðin í því að setjast að í sveitinni og hefja búskap með ræktun í gróðurhúsum í huga, þannig að þetta var alveg fullkomið. Reyndar var Engi aðeins stærri og dýrari staður en við vorum að leita að í fyrstu, en við gátum ekki sleppt þessu tækifæri þegar það kom upp í hendurnar,“ segir Peter, en hann býr að því að hafa alist upp hjá foreldrum sem höfðu mikinn áhuga á matjurtaræktun og síðar rak Peter sjálfur fyrirtæki með foreldrum sínum sem sérhæfði sig í ræktun og sölu á skrautplöntum og fræjum – sérstaklega plöntum sem éta skordýr. Hann menntaði sig í stjórn- málafræði og segir hana lítið hafa komið að gagni varðandi sinn starfsfer- il. Hann hafi varið starfsævinni hingað til í frumkvöðlastarf ýmiss konar og nýtt sér viðskiptatækifæri. Í Wales á hann fyrirtæki sem sérhæfir sig í fram- leiðslu á ýmsum gerðum af níkótín- vökva sem notaður er í rafrettur. Hann segir að sá rekstur sé farsæll, enda hafi hann verið sá fyrsti á Bretlandseyjum sem fór út í slíka framleiðslu; hann sá tækifæri á þessum markaði og gat nýtt sér stöðuna til að koma fyrirtæk- inu á legg. Peter hefur nú eftirlátið öðrum reksturinn á fyrirtækinu, sem heitir Decadent Vapours , en hann njóti þess að fá tekjur úr þeim rekstri. „Ég var eiginlega bara hættur að vinna en það varð ljóst hérna á Íslandi eftir að við eignuð umst tvíburana að við þurftum að finna okkur eitthvað sem fjölskyldulíf okkar myndi snúast um – og það fundum við hér á Engi. Letilíf hentar mér mjög illa.“ Mörg tækifæri á Engi „Það hefði verið synd ef ræktun á Engi hefði lagst af,“ segir Peter. „Það er margt hér sem er alveg einstakt á Íslandi. Hér er til að mynda eina framleiðslan á lífrænt vottuðum kryddjurtum í pottum á Íslandi sem fer í verslanir. Svo er markaðssvæðið og völundarhúsið úr gulvíðinum sérstakt og við höfum áhuga á að nýta okkur það vel og þróa áfram til að taka á móti ferðamönnum. Ég ætla kannski ekki að upplýsa um smáatriði, en við stefnum á að bæta verulega í, bæði hvað varðar ferðaþjónustu en líka að breikka ræktunarflóruna. Við höfum áhuga á ýmsum svokölluðum framandi jurtum og við munum örugglega auka eitthvað ræktun í heitum gróðurhúsum; ýmis afbrigði af chili, engifer og svo vonandi suðræna ávexti svo ég nefni eitthvað. Við verðum hins vegar að taka eitt skref í einu og sjá hvernig gengur fyrsta árið áður en við förum að huga að því stækka við okkur að ráði. Við urðum strax hrifin af því hversu vatnið er hreint og gott – og matvælin – þegar við fluttum til Íslands. Við teljum að sú ímynd sé söluvænleg í útlöndum og stefnum jafnvel á að vera með einhvern útflutning. Þá sé ég til að mynda fyrir mér einhverjar góðar sósur og teblöndur. Við ætlum að setja upp tilraunaeldhús hérna til að byrja að vinna eitthvað úr hráefninu. Hér er góður rekstrargrunnur fyrir þannig að það verður gott að byggja á honum. Við finnum fyrir því að markaðurinn vill góðar og hreinar matvörur, ekki bara hér heldur um alla Evrópu. Fólk vill betri matvæli en boðið er upp á með verksmiðjuframleiðslu – það er að verða meðvitaðara um hvað það er mikið „rusl“ oft og tíðum að finna í hillum verslana, sem er afrakstur einhæfrar ræktunar og úðað hefur verið með alls kyns eiturefnum. Verslanirnar hafa ekki verið eins móttækilegar fyrir lífrænt vottuðum vörum, en það er að breytast. Þannig að ég held að þetta séu góðir tímar fyrir okkur. Við höfum verið í aðlögun hjá Sigrúnu og Ingólfi hér á Engi og það hefur verið mjög dýrmætt fyrir okkur.“ Stefna að hámarks sjálfbærni Peter segir að þau séu á kafi í hugmyndafræðinni á bak við lífræna ræktun og sjálfbærni í matvælaframleiðslu. „Það er gott að vera hér með grunninn, lífræna vottun. En það er svo margt fleira sem mig langar til að gera í umhverfismálum. Mig langar til að skera mjög niður alla plastnotkun – enda er mér mjög í nöp við alla plast- og jarðefnaeldsneytisnotkun. Ef það væri hægt að komast af án þess myndi ég glaður gera það. Við stefnum að hámarks sjálfbærni hér og ætlum að vera með eins lítið kolefnisfótspor frá okkar framleiðslu og hægt er. Þess vegna hentar Engi okkur svo vel, því hér hefur verið lífræn ræktun í langan tíma og ekkert misjafnt að finna í jarðveginum.“ Garðlönd á um þrjú þúsund fermetrum Í fasteignaauglýsingunni um Engi sem var birt í apríl á þessu ári kom fram að byggingar og lóð er samtals 1.700 fermetrar að flatarmáli. Landstærð er 5,6 hektarar í norðurhluta Laugaráshverfis. Völundargarðurinn er um 1.000 fermetrar og eini sinnar tegundar á landinu. Einnig sé nýstandsettur „berfótagarður“ þar hjá. Garðlönd fyrir matjurtir og jafnvel trjáuppeldi eru á um 3.000 fermetrum og möguleikar á töluverðri stækkun. Óvenjumikill tjrágróður er á Engi, allt að tíu metra hár. Gróðurhús og garðlönd njóta mikils skjóls af honum. /smh Nýir eigendur Engis í Laugarási – Ætla að halda lífrænni vottun og færa út kvíarnar FRÉTTIR Peter Cole tekur sig vel út í gróðurhúsunum á Engi. Myndir / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.