Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017
Gróffóður er grundvöllur búvöru-
framleiðslu af nautgripum og
sauðfé hér á landi. Skynsamleg
og markviss framleiðsla þessara
búgreina m.t.t. afurða og heil-
brigðis byggir á því að þekkja
gróffóðurgæðin, hvort held-
ur orkuinnihald / meltanleika,
próteinmagn og gæði eða stein- og
snefilefnainnihald.
Gróandinn í vor var með því hag-
stæðasta sem gerist, nánast um allt
land, og grasþroskinn því óvenju
snemma á ferðinni. Helstu vaxt-
arþættir jarðargróðurs, – raki, varmi
og næring voru með ákjósanlegasta
móti. Algengasta viðmið um heppi-
legan sláttutíma túngrasa; - við byrj-
un skriðs á vallarfoxgrasi – til þess
að ná hámarks fóðurgæðum, kann
því að hafa verið seinna á ferðinni en
hinn raunverulegi grasþroski.
Þrátt fyrir þessar jákvæðu ytri
aðstæður og fremur hagstæða hey-
skapartíð – á stórum hluta landsins
– er samt sem áður rík ástæða til þess
að afla upplýsinga um gæði gróffóð-
ursins og alls ekki ástæða til að draga
úr eða sleppa því að taka heysýni til
efnagreininga.
Efnagreiningaþjónusta
samningur við EUROFINS /
BLGG í Hollandi
Undanfarin fjögur ár hefur
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar-
ins, boðið bændum um allt land
að taka heysýni og senda til efna-
greininga, gegnum þjónustusamn-
ing við hollenska efnagreininga-
og rannsóknafyrirtækið BLGG
AgroXpertus AB í Wageningen
í Hollandi. Nýir eigendur
(EUROFINS Agro) hafa nú yfirtek-
ið reksturinn – en engar breytingar
verða á þjónustunni. Almenn ánægja
hefur verið meðal bænda með þessa
þjónustu, en samningurinn tryggir
mjög víðtæka, hraðvirka efnagrein-
ingaþjónustu, á hagstæðu verði og
sem er í fullu samræmi við þarfir
norræna fóðurmatskerfisins Norfór.
Samskiptaaðili um þjónustuna er sér-
stök umboðsskrifstofa; - Eurofins
Agro Testing Sweden AB, sem
staðsett er í Kristianstad í Svíþjóð.
Við njótum sömu kjara og þjónustu í
efnagreiningum og sænskir bændur.
Við hjá RML leggjum áherslu á
að greina fóðursýni úr verkuðu
fóðri, – rúlluböggum eða heystæð-
um eftir a.m.k. 5 til 6 vikna verkun.
Ráðunautar RML, víðs vegar um
land, munu annast heysýnatöku –
með þar til gerðum sýnatökubúnaði
– og sjá um að safna sýnunum saman
til sendingar. Ráðunautarnir sjá
einnig um að túlka niðurstöðurn-
ar, fyrir þá bændur sem þess óska.
RML annast og ábyrgist greiðslu á
greiningarkostnaði og innheimtir
síðan kostnaðinn hjá bændum.
Fjölþættar og greinargóðar
upplýsingar um heyfóðrið geta einnig
nýst til markvissari áburðarnotkunar
og áburðaráætlanagerðar og ekki
síður til þess að meta og skipuleggja
endurræktun túna.
Afhendingartími niðurstaðna:
Samkvæmt samningnum er stefnt
að því að skila niðurstöðum innan
10 vinnudaga frá því sýni berst til
greiningar. Ef til viðbótar venju-
legri fóðurefnagreiningu eru greind
bæði snefilefni (samtals 14 efni) og
að auki rokgjarnar, lífrænar sýrur
(mjólkur- edik- og smjörsýra) er
afhendingarfresturinn hins vegar eitt-
hvað lengri. Bóndinn getur valið um
hvort niðurstöðurnar berist honum
á rafrænu formi (með tölvupósti)
eða fá þær sendar með landpósti.
Niðurstöðurnar eru einnig lesnar
beint inn í norræna fóðurmatskerfið
NorFor (FAS) um leið og þær liggja
fyrir og eru þá þegar aðgengilegar
og tilbúnar til vinnslu fóðuráætlana í
ráðgjafarverkfærinu; TINEOptifor-
Island.
Sauðfjárbændur eru sérstaklega
hvattir til að láta efnagreina sitt
heyfóður!
Eins og á liðnu ári er ástæða til að
hvetja sauðfjárbændur til að láta
efnagreina sín hey. Markviss fóðrun
búfjár byggist á upplýsingum um
efnainnihald fóðursins sem gefið er.
Verð á efnagreiningum:
Upplýsingar um greiningarkostnað
liggja fyrir í sænskum krónum
(SEK) en endanlegt verð í íslenskum
krónum er að sjálfsögðu háð
gengisbreytingum. Sem dæmi
má gera ráð fyrir eftirtöldum
greiningarkostnaði á sýni eftir því
hvað greint er (verðdæmin miðast
við kaupgengi SEK 18. ágúst 2017
(1 SEK = 13,2 IKR) og eru án
virðisauka).
1. Gras- og hirðingarsýni,
fóðurefnagreining, án steinefna
kr. 5.400 til 5.600
2. Gras- og hirðingarsýni,
fóðurefnagreining, + 10 stein-
og snefilefni kr. 7.900 til 8.100
3. Vothey, fóðurefnagreining án
steinefna kr. 8.000 til 8.200
4. Vothey, fóðurefnagreining, + 10
stein- og snefilefni kr. 10 500
til 10.700
5. Vothey, fóðurefnagreining, + 14
stein- og snefilefni kr. 15.400
til 15.600
6. Heilsæði, fóðurefnagreining +
10 stein- og snefilefni kr. 11.300
til 11.500
7. Korn, fóðurefnagreining, + 10
stein- og snefilefni kr. 9.100 til
9.300
Hvert geta bændur snúið sér?
Við hvetjum alla bændur; – kúa-
bændur, sauðfjárbændur, hrossa-
bændur, – til þess að kynna sér þessa
mikilvægu þjónustu og nýta sér hana.
Þær upplýsingar sem fást gegnum
fóðurefnagreiningar nýtast ekki ein-
göngu varðandi fóðrun heldur ekki
síður við ákvörðun á áburðargjöf.
Þeir sem hafa áhuga á því að
taka þátt í fóðuráætlanagerð fyrir
mjólkurkýr með NorFor kerfinu, –
eða fóðurráðgjöf / fóðuráætlanagerð
fyrir sauðfé og jafnframt nýta sér
efnagreiningarþjónustu samkvæmt
samningi RML og Eurofins / BLGG,
vinsamlega hafi samband við ein-
hvern af ráðgjöfum RML í töflunni
hér að ofan.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Styrkir til rannsókna og
þróunarverkefna í nautgripa-
og sauðfjárrækt
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes
Sími 430-4300
Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir
umsóknum um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í
nautgripa- og sauðfjárrækt samkvæmt reglugerð um almennan
stuðning við landbúnað nr. 1240/2016.
Í nautgriparækt eru þau verkefni styrkhæf sem talin eru
styrkja íslenska nautgriparækt og fela í sér rannsóknir og
þróunarverkefni.
Í sauðfjárrækt eru hver þau verkefni styrkhæf sem talin
eru styrkja íslenska sauðfjárrækt og falla undir það að vera
kennsla, rannsóknir, leiðbeiningar og/eða þróun í sauð-
fjárrækt.
Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:
a) Yfirlit um tilgang og markmið verkefnisins, þ.m.t. rök-
stuðningur fyrir því hvernig það fellur að þeim mark-
miðum sem tilgreind eru hér að ofan og hvernig það
gagnast viðkomandi búgrein að öðru leyti.
b) Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninu.
c) Tímaáætlun verkefnisins.
d) Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild.
e) Hvar og hvernig niðurstöður verkefnisins verða kynntar.
Umsóknarfrestur er til 1. október n.k.
Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á www.
fl.is/þróunarfé. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum
sem þar er að finna.
Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins,
Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: Umsókn um þróunarfé.
Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Þorsteinsdóttir, framkvæmda-
stjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins hjá thorhildur@fl.is.
Gunnar Guðmundsson
verkefnisstjóri
hjá RML
gg@rml.is
Fóðurefnagreiningar:
Rétt fóðrun byggir á að þekkja gróffóðurgæðin
Baldur Örn Samúelsson Vesturland baldur@rml.is
Guðfinna L. Hávarðardóttir Norðurland vestra glh@rml.is
Harpa Birgisdóttir Norðurland vestra harpa@rml.is
Eiríkur Loftsson Skagafjörður el@rml.is
Sigurlína E. Magnúsdóttir Skagafjörður sigurlina@rml.is
Berglind Ósk Óðinsdóttir Norðurland eystra boo@rml.is
Elín Nolsöe Grethardsdottir Norðurland eystra elin@rml.is
Steinunn A Halldórsdóttir Norðurland eystra sah@rml.is
Anna Lóa Sveinsdóttir Austurland als@rml.is
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir Suðurland jona@rml.is
Hjalti Sigurðsson Suðurland hjalti@rml.is
Gunnar Guðmundsson Vesturland / Vestfirðir gg@rml.is
ER ÞITT BÚ
ÖRUGGUR
OG GÓÐUR
VINNUSTAÐUR?
ER BARNIÐ ÖRUGGT
Á ÞÍNU BÚI?
Börn eiga ekki að leika sér í
dráttarvélum eða í kringum
þær. Það getur reynst lífs-
hættulegur leikur.
Landbúnaðurinn er frábrugðinn
mörgum öðrum atvinnugreinum
að því leyti að býlið er jafnframt
heimili fjölskyldunnar. Þannig er
vinnustaður bóndans oft á tíðum
leikvöllur barnanna á sama tíma.
Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi
og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is
PO
RT
h
ön
nu
n