Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Íslendingar komu klyfjaðir verðlaunum frá heimsmeistaramóti íslenska hestsins: Hestaveisla í Hollandi − Vaskleg framganga ungmenna á stórmóti íslenskra hestaíþrótta Alls sóttu 42.500 manns heimsmeistaramót íslenska hestsins sem fram fór í Oirscot í Hollandi dagana 7.–13. ágúst sl. Keppt var í fjórum hringvallar- greinum og þremur skeiðgreinum. Þrír íslenskir keppendur stóðu saman á palli í lok töltkeppninnar. Jakob Svavar Sigurðsson og Gloría frá Skúfslæk með glæsibrag, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem hryssa sigrar greinina. Jakob Svavar og Gloría hlutu hæstu einkunn keppenda í forkeppni töltsins, 8,57 og fylgdu því eftir með fumlausri glæsireið í úrslitum. Hlutu þau 8,94 í lokaeinkunn. Margfaldur heimsmeistari í greininni, Jóhann R. Skúlason, kom fram með ungan hest, Finnboga frá Minni-Reykjum, og urðu þeir í 2. sæti keppninnar með 8,33 í lokaeinkunn. Guðmundur Friðrik Björgvinsson og Straumur frá Feti urðu þriðju með 8,22 í lokaeinkunn. Erlingur Erlingsson, sem keppir fyrir Svíþjóð, varð fjórði á Herjólfi frá Ragnheiðarstöðum og Irene Reber frá Þýskalandi varð fimmta á Þokka frá Efstu-Grund, hestinum sem Kristín Lárusdóttir reið til sig- urs í greininni fyrir tveimur árum. Þokki í stuði Það mæddi reyndar mikið á Þokka á mótinu. Þau Irene fóru fjallabaksleiðina að úrslitum bæði í tölti og fjórgangi, með því að sigra B-úrslit og komu því sex sinnum fram á hringvellinum. Þokki var þó í feiknaformi og skilaði sínu með mikilli reisn. Þau höfnuðu í 2. sæti í fjórgangi eftir mikla keppni. Þar áttu Þjóðverjar sviðið, hlutu gull, silfur og brons í firnasterkum úrslitum þar sem átta keppendur öttu kappi. Hin ávallt skælbrosandi Jolly Schrenk sigraði greinina á Glæsi von Gut Wertheim og Johanna Tryggvason og Fönix frá Syðra- Holti fengu brons. Artemisia Bertus, sem býr og starfar hér en keppir fyrir heimaland sitt, Holland, varð fjórða á Korgi frá Ingólfshvoli og Guðmundur Björgvinsson og Straumur frá Feti í því fimmta. Johanna Beuk og Merkur von Birkelund frá Þýskalandi urðu sjöttu og Ásmundur Ernir Snorrason og Spölur frá Njarðvík í því sjöunda. Dennis Hedebo Johansen og Kolfaxi frá Blesastöðum 1A varð svo í átt- unda sæti. Sigursælir Þjóðverjar Þjóðverjar voru sigursælasta þjóð mótsins, hlutu sjö heimsmeistaratitla og fimmtán verðlaun alls. Þannig stal Frauke Schenzel og Gustur vom Kronshof sigrinum af Þórarni Eymundssyni og Narra frá Vestri-Leirárgörðum á lokametrum úrslitanna. Þórarinn og Narri, sem komu efstir inn í úrslitin, leiddu þau allt þar til keppendur sýndu skeið. Frauke og Gustur hlutu hærri einkunn fyrir sprettina og sigraði með 7,29 en Þórarinn og Narri hlutu 7,26. Lisa Drath frá Þýskalandi og Bassi frá Efri-Fitjum fengu brons og Viðar Ingólfsson og Kjarkur frá Skriðu í fjórða sæti. Þjóðverjar tóku einnig gull og silfur í slaktaumatölti. Þar sigraði Johanna Tryggvason og Fönix frá Syðra-Holti með glæsibrag eftir að hafa hlotið 9,17 fyrir afburðasýningu á tölti við slakan taum. Einnig urðu þau heimsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum. Önnur varð Jolly Schrenk á Glæsi von Gut Wertheim og Julia Christiansen frá Danmörku varð þriðja á Blika frá Efri-Rauðalæk. Titilverjandinn Vignir Jónasson, sem keppir fyrir Svíþjóð varð fjórði og Reynir Örn Pálmason á Spóa frá Litlu-Brekku fimmtu. Skeiðtitill til Bretlands Heimsmeistaratitill í samanlögðum fimmgangsgreinum kom í hlut Magnúsar Skúlasonar, sem keppir fyrir Svíþjóð, og hryssunnar Valsa från Brösarpsgården. Þau sigruðu einnig gæðingaskeið með nokkrum yfirburðum, fengu 9,09 í lokaeinkunn en Guðmundur Einarsson og Sproti frá Sjávarborg sem urðu í 2. sæti fengu 8,54. Titilverjandinn Teitur Árnason og Jakob Svavar Sigurðsson og Gloría frá Skúfslæk fögnuðu sigri í tölti. Myndir/ Marius MacKenzie Afburðarsýningar Johönnu Tryggvason og Fönix frá Syðra-Holti skilaði henni heimsmeistaratitli í slaktaumatölti og samanlögðum fjórgangsgreinum. Bretar eignuðust sinn fyrsta heimsmeistara í íslenskum hestaíþróttum þegar Charlotte Cook og Sæla frá Þóreyjarknúpi sigruðu 100 metra skeið. Agnar Þór Magnússon ásamt þeim Vigni Sigurðssyni í Litlu- Brekku og Gunnar Þorgeirsson á Efri-Fitjum en fulltrúar ræktunarbúanna stóðu sig með sóma á mótinu. Mynd/SS Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráð- herra ásamt hjónunum Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindar- dóttur, hrossaræktendum í Auðsholtshjáleigu. Mynd/SS Kristín Lárusdóttir mætti til leiks sem titilverjandi í tölti. Þrátt fyrir að hafa ekki keppt í úrslitum naut hún lífsins á mótinu og er hér ásamt Sigrúnu Ólafsdóttur og Skúla Skúlasyni. HROSS&HESTAMENNSKA Reynsluboltinn Jolly Schrenk á Glæsir von Gut Wertheim sigraði fjórgang og fékk silfur í slaktaumatölti. Magnús Skúlason og hin unga Valsa från Brösarpsgården sigruðu gæðingaskeið með 9,09 í lokaeinkunn. Takið eftir méllausa beislinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.