Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017
Framleiðnisjóður
landbúnaðarins auglýsir:
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes
Sími 430-4300
Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir
um sóknum um styrki til stuðnings við nýsköpun, vöru þróun
kynningar- og markaðsstarf til stuðnings íslenskri sauð fjár-
rækt. Sjá nánar inn á heimasíðu sjóðsins www.fl.is, undir
markaðssjóður/verklagsreglur.
Styrkþegar geta verið einstaklingar, hópar, félög, samtök,
rannsóknarstofnanir, háskólar eða fyrirtæki. Styrkhæf eru þau
verkefni sem talin eru styrkja íslenska sauðfjárrækt og falla
undir það að teljast nýsköpun, vöruþróun, kynningar- eða
markaðsstarf.
Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:
a) Listi yfir þá sem eiga aðild að verkefninu.
b) Yfirlit um tilgang og markmið verkefnis.
c) Tímaáætlun verkefnisins og upplýsingar um helstu
áfanga þess.
d) Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild.
e) Upplýsingar um hvernig niðurstöður verkefnisins verða
kynntar eða nýttar.
Umsóknarfrestur er til 1. október n.k.
Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á
www.fl.is/markaðssjóður. Aðeins er tekið við umsóknum á
eyðublöðunum sem þar er að finna.
Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins,
Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: Markaðssjóður.
Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Þorsteinsdóttir, framkvæmda-
stjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins hjá thorhildur@fl.is.
Öflug markaðsherferð Icelandic
lamb skilar árangri
Frá og með síðustu áramótum
hefur verið unnið öflugt starf
á vegum Icelandic lamb við
markaðssetningu á lambakjöti
og öðrum sauðfjárafurðum til
erlendra ferðamanna. Icelandic
lamb er sá hluti Markaðsráðs
kindakjöts sem sér um fram-
kvæmd verkefnisins.
Hugmyndafræðin gengur út á að
kynna sögu, menningu, hreinleika
og gæði í gegnum eitt merki. Til
að byrja með er sjónum beint að
erlendum ferðamönnum hér á landi
og undirbúningur samhliða hafinn
að sókn inn á sérvalda hágæðamark-
aði í útlöndum. Verkefnið hefur
þegar skilað árangri og jókst sala á
kindakjöti innanlands um rúm 5,%
í fyrra og rúm 6% á fyrri helmingi
þessa árs eftir nokkur samdráttarár
í röð.
Veitingastaðir
Nú eru um 100 veitingastaðir í
samvinnu við Icelandic lamb um
að setja íslenskt lambakjöt í önd-
vegi. Hafliði Halldórsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri íslenska
kokkalandsliðsins og sölustjóri hjá
Garra, heldur utan um þennan hluta
verkefnisins. Almenn ánægja er hjá
stöðunum og ýmis smærri verkefni
hafa sprottið upp úr samstarfinu.
Gengið var frá fyrstu samstarfs-
samningunum í tilraunaskyni í fyrra
og verkefnið skilaði strax góðum
árangri. Eins og fram kom í við-
tali við Stefán Viðarsson, yfirmat-
reiðslumeistara hjá Icelandair hótel-
um, í Bændablaðinu fyrir skömmu,
jókst salan þar um 20%. Hjá þeim
30 veitingastöðum sem voru með í
samstarfinu árið 2016 jókst sala að
meðaltali um fjórðung.
Samfélagsmiðlar
Þrátt fyrir að erlendum
ferðamönnum hafi fjölgað á Íslandi
undanfarin ár, skilaði sú fjölgun sér
ekki í aukinni sölu á lambakjöti fyrr
en ráðist var í sérstakt átak til að ná
til þeirra. Öflug verðlaunaherferð
hófst á samfélagsmiðlum á seinni
hluta síðasta árs. Gerð hafa verið
28 uppskriftamyndbönd og 9
önnur myndbönd sem dreift er
með skipulegum hætti á netinu.
Nú hafa notendur samfélagsmiðla
séð myndbönd og auglýsingar frá
Icelandic lamb um 14,5 milljón
sinnum. Ólíklegt er að nokkru sinni
fyrr hafi jafn margir séð auglýsinga-
og kynningarefni um íslenskt
lambakjöt á jafn skömmum tíma.
Herferðin var nýlega verðlaunuð af
FÍT og tilnefnd til norrænu Emblu-
verðlaunanna 2017.
Nýsköpun og smásala
Icelandic lamb hefur líka unnið
með smásölu- og sprotafyrirtækjum
og einstaka framleiðendum að
sértækum verkefnum í nýsköpun
og vöruþróun. Má þar nefna ýmis
nýsköpunarverkefni þar sem
merki og markaðsefni er nýtt til
að styðja við markaðssetningu
á fæðubótarefnum, gærum og
ýmsu fleiru. Þá hefur sérstakur
sérfræðingahópur unnið að
endurkortlagningu dilksins með því
að leita hugmynda að nýjum vörum
og nýjum skurðum. Á næstu vikum
mun fyrsti afraksturinn af þessu
starfi sjást í hillum verslana þegar
ný vörulína sem ætluð er erlendum
ferðamönnum fer í tilraunasölu í
10 verslunum á Suðurlandi og
höfuðborgarsvæðinu. Samhliða fer
í loftið sérstakt auglýsingaefni á
samfélagsmiðlum.
Verkefni erlendis
Icelandic lamb tók þátt í vörusýn-
ingu í Tókíó í byrjun þessa árs og
gekk í kjölfarið frá samstarfssamn-
ingi við japanskt innflutningsfyr-
irtæki sem sérhæfir sig í sölu og
dreifingu á hágæða matvöru til
veitingastaða og sérverslana. Í
gegnum þetta verkefni hafa þegar
verið seld á annað hundrað tonn
af lambakjöti til Japans. Unnið er
að þýðingu og staðfæringu á öllu
markaðsefni Icelandic lamb og
samfélagsmiðlaherferð á japönsku
hefst eftir fáeina mánuði. Á dögun-
um var gengið frá sambærilegum
samningi við þýskt fyrirtæki. Unnið
hefur verið að markaðsrannsóknum
og greiningu undanfarna mánuði og
reikna má með sölu í Þýskalandi
strax á næsta ári. Þá kemur
Icelandic lamb að svipuðu verkefni
í Bandaríkjunum og eins standa yfir
viðræður við Whole Foods versl-
unarkeðjuna um markaðssamstarf
og notkun á markaðsefni Icelandic
lamb. Fleiri sambærileg verkefni
eru í undirbúningi.
Framhaldið
Til viðbótar við þetta vinnur
Icelandic lamb að ýmsum verk-
efnum sem tengjast minjagripum,
ull og gærum í gegnum 30 samn-
inga við fyrirtæki í þessum hluta
sauðfjárafurða. Tilgangurinn er að
auka virði sauðfjárafurða varanlega
með vandaðri markaðssetningu inn
á hágæðamarkaði. Miklar vonir eru
bundnar við áframhaldandi árangur
gagnvart erlendum ferðamönnum
og ýmis ný verkefni í Japan, Evrópu
og Bandaríkjunum. Eins og stað-
an er nú treystir greinin of mikið
á ódýrari afsetningarmarkaði og
erfiðleikar þar valda tímabundinni
birgðasöfnun og verðlækkun til
bænda. Því er mikilvægt að bænd-
ur, afurðastöðvar og aðrir sem að
greininni koma hafi framtíðarsýn
og staðfestu til að byggja upp betur
borgandi markaði.
Svavar Halldórsson,
framkvæmdastjóri Markaðsráðs
kindakjöts og Icelandic lamb
Salka Restaurant Húsavík er meðal 100 veitingastaða sem hafa gert samning
um að setja lambakjöt í öndvegi. Talið frá vinstri: Guðrún Emilsdóttir, Börkur
Emilsson og Guðbjartur Benediktsson.
Birna Mjöll Atladóttir í Breiðuvík með skjöld Icelandic lamb sem vísar til þess
Á FAGLEGUM NÓTUM