Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Hafin er bygging húsnæðis fyrir starfsmenn í Hótel Flatey sem rekið er í samkomuhúsinu sem áður hýsti pakkhús og loftskeytastöð. Helgi Haraldsson var ásamt Halli syni sínum og tveim aðstoðarmönnum við að steypa grunn fyrir starfsmannabygginguna þegar blaðamann Bændablaðsins bar að garði. Húsið er talsvert frá meginþorpinu í Flatey en skammt frá bryggjunni. Helgi býr í Stykkishólmi en á húsið Grænagarð í Flatey ásamt konu sinni, Höllu Dís Hallfreðsdóttur. Segist Helgi dvelja mikið í Flatey. Í síðustu viku var búið að klára grunninn og segir Helgi að hafist verði handa við að reisa húsið sjálft í haust. Það verður byggt úr timbri eins og flest önnur hús í eyjunni. Hann sagði að heldur hafi dregið úr komu fólks til Flateyjar í sumar miðað við árið í fyrra. Mikið væri eigi að síður bókað á hótelinu. Þar var fólk mjög ánægt yfir aðsókninni þegar blaðamaður leit þar inn. Þar er einnig boðið upp á fjölbreyttar veitingar í samkomuhúsinu fyrir fólk sem leið á um eyjuna. /HKr. Byggt yfir starfsmenn Hótels Flateyjar Myndir / HKr. Verkefna- og rannsóknasjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum árið 2017. Veittir verða tveir aðalstyrkir kr. 300.000,- og ef stjórn ákveður svo, verður einnig veittur einn verkefnastyrkur kr. 100.000,-. Sjóðsstjórn getur ákveðið þegar umsóknir liggja fyrir að eingöngu verði veittir styrkir til aðalverkefna ársins og hækka þá þær styrkupphæðir í kr. 350.000,-. Heimilt er að fella úthlutun ársins niður telji sjóðsstjórn engar umsóknir hæfar. Úthlutað er til verkefna sem tengjast Fljótsdalshreppi, eða verkefna sem sjóðsstjórn telur að nýtast muni sveitarfélaginu. Háskólanemar með lög- heimili í Fljótsdalshreppi sem sækja um fyrir verkefni sem metin eru hæf af sjóðsstjórn, hafa forgang umfram aðra umsækjendur. Umsóknum skal skila á skrifstofu Fljótsdalshrepps, Végarði, 701 Egilsstaðir, fyrir 10. september 2017, eða á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Fljóts- dalshrepps www.fljotsdalur.is Verkefna- og rannsóknarsjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans Hækkun aksturstaxta hjá þremur fóðursölum – Engin áform hjá Bústólpa og SS um hækkanir Fóðurblandan tilkynnti þann 2. ágúst síðastliðinn, um hækkun á gjaldskrá vegna útselds aksturs á fóðri um allt að níu prósent. Að sögn Eyjólfs Sigurðssonar, forstjóra Fóðurblöndunnar, eru launahækkanir meginástæðan fyrir þessari gjaldskrárhækkun. Lífland hafði einnig áður tilkynnt um sams konar hækkun, eða þann 1. júlí síðastliðinn. Lífland gefur þær skýringar að 48 prósenta laun- hækkanir hafi orðið frá árinu 2012, en þá hækkaði fyrirtækið síðast aksturstaxta sína. Þá hafi olía og hjólbarðar hækkað um 25 prósent á þessum tíma og aðrir liðir í rekstri ökutækja um 14–25 prósent. Landstólpi hækkar um næstu mánaðamót Arnar Bjarni Eiríksson, framkvæmda- stjóri Landstólpa, segir hækkun verða á aksturstaxta hjá þeim frá og með næstu mánaðamótum – væntanlega á bilinu átta til tíu prósent. „Ástæðan er hækkun á vinnumarkaði á launum og launatengdum gjöldum og því er það nú óumflýjanlegt því miður,“ segir Arnar Bjarni og bætir við að síðast hafi orðið slík hækkun hjá þeim í október 2013. Hólmgeir Karlsson, fram- kvæmdastjóri Bústólpa, segir að aksturstaxtar þeirra hafi ekki verið hækkaðir nú og ekki liggi fyrir neinar ákvarðanir um breytingar á þeim. Í sama streng tekur Elías Hartmann Hreinsson, deildarstjóri búrekstrardeildar hjá Sláturfélagi Suðurlands, og segir að engin afstaða hafi verið tekin varðandi slíka hækkun. „Eins og staðan er í dag þá eru ekki áform um hækkun,“ segir Elías. /smh Mathöllin opnuð á Hlemmi Myndir / TB Hlemmur Mathöll var opnuð laugardaginn 19. ágúst á menn- ingarnótt. Átta veitingastaðir hófu starfsemi strax í höllinni og svo munu tveir bætast við til viðbótar á næstunni. Mathöllin sækir fyrirmynd- ir sínar til rómaðra matarhalla sem finna má úti um alla Evrópu. Margir Íslendingar þekkja til dæmis Torvehallerne í Kaupmannahöfn. Flestar bjóða þær upp á bæði tilbúna rétti og eins markað með gæða hráefni; kjöt, fisk og grænmeti. Hlemmur Mathöll hefur líka hug á því og hefur auglýst eftir bændum og smáframleiðendum sem hafa áhuga á að taka þátt í útimörkuðum í framtíðinni með ferska og unna matvöru. Afgreiðslutími veitingastaðanna er misjafn, en þeir sem hafa lengst opið loka ekki fyrr en klukkan ellefu á kvöldin. Bakaríið Brauð og Co. og kaffihúsið Micro Roast Te & kaffi opna klukkan átta á morgnana. Aðrir staðir í Mathöllinni eru taco-staður inn La Pobl ana, víet- namski staður inn Bánh Mí, Rabbar- bar inn, grillstaðurinn Kröst, ísbúðin Ísleif ur heppni og smáréttastaðurinn Jóm frú in. Stefnt er að því að Borðið, sælker- asérverslun og veitingastaður, opni 26. ágúst og SKÁL!, tilraunakenndur smárétta-, kokteila- og bjórbar, opni 2. september næstkomandi. Það er Íslenski sjávarklasinn sem rekur Hlemm Mathöll. /smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.