Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna í garðyrkju Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes Sími 430-4300 Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir um- sókn um um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í garð yrkju samkvæmt reglugerð um almennan stuðning við land búnað nr. 1240/2016. Styrkhæf eru ráðgjafarverkefni, kynningarverkefni, rannsókna- eða tilraunaverkefni, vöruþróunarverkefni og endur mennt- unarverkefni. Sjá nánar inn á heimasíðu sjóðsins www.fl.is, undir þróunarfé/verklagsreglur fagráðs í garðyrkju. Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar, eftir því sem við á: a) Yfirlit um tilgang og markmið verkefnisins, þ.m.t. rök- stuðn ingur fyrir því hvernig það fellur að þeim mark- mið um sem tilgreind eru hér að ofan og hvernig það gagnast viðkomandi búgrein að öðru leyti. b) Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninu. c) Tímaáætlun verkefnisins. d) Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild. e) Hvar og hvernig niðurstöður verkefnisins verða kynntar. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á www. fl.is/þróunarfé. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna. Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: Umsókn um þróunarfé. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins hjá thorhildur@fl.is. Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Kletthálsi 3 |110 Reykjavík | sími 540 4900 www.yamaha.is TRAKTOR SEM LÉTTIR ÞÉR STÖRFIN GRZZLY 700 EPS FJÓRHJÓL MEÐ TRAKTORSSKRÁNINGU Ný útgáfa með dráttarspili, LED ljósum og 26“ dekkjum. Aukin burðargeta og lækkaður þyngdarpunktur gerir gott hjól enn betra. TILBOÐSVERÐ KR. 1.950.000,- M/VSK. Einnig fáanlegt tveggja manna með farangurskassa að aftan. TILBOÐSVERÐ KR. 1.995.000,- M/VSK. VERKSTÆÐISÞJÓNUSTA! Tímapantanir í síma 540 4900 Vinnuþjarkur! Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 540 4900 til að kynna þér lánamöguleika. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Gróffóður er uppistaðan í því fóðri sem notað er til mjólkur- og kjötframleiðslu, því skiptir miklu máli að vanda vel til verka við framleiðslu á gróffóðri. Ef gróffóðrið nýtist vel til framleiðslu þarf minna aðkeypt fóður sem þýðir hagkvæmari fóðrun. En til þess að gera sér grein fyrir því hversu vel gróffóðrið nýtist þurfum við að vita efnainnihald þess. Þegar við vitum efnainnihald gróffóðursins getum við fundið kjarnfóður sem hentar að gefa með gróffóðrinu okkar og getum þannig lágmarkað kostnaðinn. Það er nefnilega líka óhagkvæmt að offóðra eins og það er að vanfóðra. Við vanfóðrun fær skepnan ekki þau næringarefni sem hún þarf (til viðhalds, vaxtar, fósturvaxtar og framleiðslu) og við sjáum afleiðingarnar í aflögn, smærri gripum, vanhöldum og minni framleiðslu. Við offóðrun hinsvegar er framboð næringarefna meira en það sem gripurinn þarfnast, eða samsetning næringarefna röng. Í þeim tilfellum nýtir skepnan næringarefnin ekki og við sjáum afleiðingarnar á feitum gripum, háu úrefni í mjólk og vannýtt orka í skít. Ef samsetning fóðursins er þannig að hún passi þörfum gripanna þýðir það einfaldlega heilbrigðari gripi og meiri framleiðslu. Mismunandi næringarinnihald Gróffóðrið getur haft mjög mismunandi næringarefnainnihald sem fer meðal annars eftir því hvar það er ræktað, hvaða tegundir eru notaðar, sláttutími og fl. Til þess að gera sér grein fyrir efnainnihaldi gróffóðursins er nauðsynlegt að láta efnagreina það. Það er hinsvegar ekki nauðsynlegt að senda sýni úr hverri einustu spildu, hægt er að skipuleggja sýnatökuna og halda þannig kostnaði í lágmarki. Það er nauðsynlegt að senda inn sýni sem gefa sem besta yfirsýn á það fóður sem gefa skal komandi vetur. Ef þú hefur ekki tekið hirðingarsýni í sumar ættir þú að velta fyrir þér möguleikanum á verkuðu sýni. Ráðunautar fara um sveitir landsins næstu daga og taka sýni úr rúllum og stæðum hjá bændum og koma þeim til efnagreininga á rannsóknarstofu. Það er hægt að panta heysýnatöku á heimasíðu RML eða með því að hafa samband við ráðunaut. Val á rúllum til sýnatöku Hvernig veljum við rúllur í sýnatökuna svo sýnið verði sem mest lýsandi fyrir fóðrið? Góð regla er að senda sýni úr fyrri slætti sérstaklega og öðrum slætti einnig, senda sýni úr rýgresi eða ef eitthvað sérstakt einkennir hluta fóðursins sem er til á bænum. Þá er hægt að flokka túnin niður í nýræktir og gömul tún og svo eftir því hvenær slegið er. Þannig má taka eitt sýni úr nýræktum sem eru slegnar á sama tíma og annað úr gömlum túnum sem slegin eru á sama tíma. Það eina sem þarf að hafa í huga er að sýnið samanstandi af einsleitu fóðri þ.e. túnum sem eru með svipaða tegundasamsetningu og svipað þroskuð. Þegar taka á eitt sýni sem á að vera lýsandi fyrir nokkur tún er mikilvægt að taka af fleiri en einu, blanda því í bala og taka samsýni sem er sent til greiningar. Við erum því kannski að taka úr 2-3 rúllum í hvert sýni af mismunandi spildum. Best er ef bóndi hugsar fyrir þessu strax þegar rúllunum er keyrt heim og taki frá þær sem eiga að fara í sýnatökuna að hausti, þá er minnst hætta á að einhver ruglingur verði í sýnatökunni þegar erfitt getur verið að lesa á merkingar rúlla í stæðu, og þá er líka hægt að gefa strax þær rúllum sem voru gataðar og losna við þær á stuttum tíma. Hirðingarsýni eða verkuð sýni? Það er sennilega of seint hjá flestum að velja hirðingarsýnin núna ef ekki er búið að taka þau. En kostir við hirðingasýni eru að það er hægt að senda þau fyrr en verkuðu sýnin og bóndi getur valið í sýnið af spildunni þvert yfir, safnað af þeim spildum sem eiga að vera saman í sýni, blandað því í bala heima og búið til eitt samsýni sem fer til greiningar. Gallinn er að verkunin hefur ekki átt sér stað og því náum við ekki höndum yfir það sem gerist eftir að fóðrinu er pakkað þangað til það er gefið. Ef fóðrið er frekar þurrt þegar það er pakkað verður mjög lítil verkun og hirðingasýni fínn kostur fyrir þá sem vilja. En ef verka á fóðrið með lægra en 50% þurrefni er alltaf betra að velja verkuð sýni, vera bara þolinmóður og taka sýni eftir að verkunin hefur átt sér stað. En ef allt gengur eins og það á að gera er komið jafnvægi í rúlluna/stæðuna eftir 4 – 6 vikur frá pökkun. Ráðunautar geta hjálpað til við að velja hversu mörg sýni er æskilegt að taka og hvernig greining hentar. Þegar niðurstöður liggja fyrir geta ráðunautar líka hjálpað til við að lesa úr niðurstöðunum, hvað þýðir þetta eiginlega. Fyrir þá sem vilja ennþá meira vinnum við svo líka fóðuráætlanir hvort sem er fyrir kýr, naut eða sauðfé. Heyefnagreiningar og fóðuráætlanir Berglind Ósk Óðinsdóttir Fóðurfræðingur hjá RML boo@rml.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.