Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017
Landbúnaðarsýningin Libramont,
sem haldin er árlega fjóra daga
seinnipartinn í júlí í Libramont-
Chevgny í Suður-Belgíu, hefur
alltaf verið afar vel sótt og á því
var engin breyting í ár.
Rúmlega 200 þúsund manns, þar
af einnig hópur Íslendinga, skoðuðu
það nýjasta sem í boði er innan
landbúnaðar.
Þessi sýning er ein sú stærsta
sem haldin er ár hvert í Evrópu
enda afar fjölbreytt og höfðar til
afar fjölbreytts hóps gesta. Þannig
mátti sjá nánast allt sem tilheyrir
hefðbundinni landbúnaðartækni allra
helstu og þekktustu framleiðenda
heims en einnig óhefðbundna tækni
eins og húshitunartækni svo dæmi sé
tekið. Þá var sýningin að vanda með
þunga áherslu á kynbótagripi, sem
skiptu þúsundum. Þó svo að sýningar
hrossa, nautgripa og sauðfjár séu
veigamiklar þá mátti einnig sjá
geitur, asna, svín og alifugla.
Eins og við er að búast á sýningu
sem þessari er margt áhugavert að
skoða og hér á eftir má sjá brot af
því sem vakti áhuga greinarhöfundar
á þessari sýningu.
Snorri Sigurðsson, sns@seges.dk
Glæsileg landbúnaðarsýning
Rússneskir bændur í stórsókn:
Viðskiptabann veldur
uppgangi í ostagerð
Svar Rússa við viðskiptabanni
Bandaríkjanna og Evrópu-
sambandsins vegna deilna
um Úkraínu og Krímskagann
var innflutnings bann, m.a. á
landbúnaðar vörur frá Evrópu-
sambandinu. Nú er talað um að
þetta hafi verið happdrættisvinn-
ingur fyrir rússneska bændur.
Stefnan var sett á að Rússar
yrðu sjálfum sér nægir og virðist
það nú vera að skila sér í miklum
uppgangi í landbúnaði í Rússlandi.
Pútin forseti setti Rússum það
markmið að verða sjálfum sér nægir
í matvælaframleiðslu árið 2020 og
gætu þar með tryggt fæðuöryggi sitt.
Nú segjast rússneskir bændur
vonast til að viðskiptabannið vari í
að minnsta kosti tíu ár í viðbót. Þetta
hafi verið sannkölluð himnasending
fyrir rússneskan landbúnað.
CBC News segir að rússneskir
ostaframleiðendur segi að innan
nokkurra ára geti þeir farið að flytja
út osta til Evrópu, Bandaríkjanna og
Kanada. Þar er bæði um að ræða osta
sem framleiddir eru úr kúamjólk
og geitamjólk. Rússneskir bændur
viðurkenni að gæðin séu enn sem
komið er ekki fyllilega sambærileg
við bestu ostana í Evrópu, en gæðin
séu samt nokkuð góð þótt enn skorti
á stöðugleikann.
Viðskiptabannið veldur bændum
í ESB miklum skaða
Fyrir viðskiptabannið voru Rússar
að flytja inn osta fyrir um 1 milljarð
dollara á ári. Stór hluti af þeim
ostum kom m.a. frá Danmörku.
Rússnesk yfirvöld hafa varið
miklu fé til að styrkja landbúnað
í kjölfar viðskiptabannsins. Hefur
það leitt til þess að framleiðsla á
rússneskum ostum hefur aukist um
10% á ári. Til lengri tíma litið mun
viðskiptabannið því fyrst og fremst
leiða til mjög neikvæðra áhrifa fyrir
bændur í Evrópusambandinu sem
tapa miklum viðskiptum.
Mikil ostahátíð
í nágrenni Moskvu
Fréttastofa Reuters greindi m.a
frá því 9. ágúst að mikil ostahá-
tíð hafi verið haldin 65 km fyrir
utan Moskvu um síðustu mánaða-
mót. Þar voru kynntar rússneskar
útgáfur af cheddar- og feta-ostum
sem og rússneskum brie-ostum,
camembert og mygluostum (blue
sheeses).
Í fréttinni segir að þarna sé að
verða til mikill iðnaður og haft er
eftir einum af skipuleggjendum
sýningarinnar að margir
rússneskir bændur hafi byrjað að
fikra sig áfram í ostagerð fyrir
þrem árum. Fyrst hafi menn verið
að gera þetta í pottum, en síðan
með tækjabúnaði sem framleiddur
var í Rússlandi. Nú séu menn að
fara að framleiða osta í stórum
kerum.
Stoltir af hreinræktaðri
innanlandsframleiðslu
„Við erum mjög stolt yfir að vera
ekki einungis að framleiða osta
heldur líka að þeir séu framleiddir
með rússneskum tækjabúnaði,“
sagði Oleg Sirota, einn af
skipuleggjendum hátíðarinnar.
Reuters segir að sumir
matgæðingar geri lítið úr
ostaframleiðslu Rússa og segi
þá einungis vera að framleiða
lélegar eftirlíkingar af evrópskum
ostum. Eigi að síður hafi gestir
hátíðarinnar verið mjög ánægðir
með framleiðsluna. Rætt er við
einn gestanna, Önnu að nafni, sem
segir að þar hafi verið á boðstólum
mjög fjölbreytt úrval af frábærum
ostum. Þeir séu mjög svipaðir
ostum frá Frakklandi og Ítalíu.
„Það eru margar gerðir af
sam bærilegum ostum og ég hef
smakkað erlendis og þeir eru alls
ekki verri.“ /HKr
UTAN ÚR HEIMI Á FAGLEGUM NÓTUM
Rússneskir bændur fagna viðskiptabanninu og Rússar stefna á að verða
sjálfum sér nægir í framleiðslu á landbúnaðarvörum árið 2020. Mynd / pravda.ru
Sýningarsvæðið sem Libramont sýningin er haldin á er um 10 hektarar að stærð og á nokkrum stöðum eru stór
kynningarsvæði og hér er eitt þeirra þar sem reglulega, á meðan sýningunni stóð, voru haldnar margs konar kynn-
ingar á tækjum og tólum til notkunar í landbúnaði. Hverju tæki, sem sýnt var, var lýst í þaula svo gestirnir sem á
horfðu gætu áttað sig sem best á því sem verið var að sýna.
Á landbúnaðarsýningum vekja dráttarvélar alltaf mikla athygli og hér er
Libramont engin undantekning enda allir helstu og stærstu framleiðendur
dráttarvéla með mikið og fjölbreytt úrval véla. Hér má sjá eina af stærri
gerðinni frá New Holland.
fyrirtækið Lely sem framleiðanda á
mjaltaþjónum og heyvinnutækjum en
líklega vita færri að Lely framleiðir
einnig og selur litlar vindmyllur sem
kallast Lely Aircon. Vindmyllurnar
eru framleiddar í tveimur stærðum,
10 kW og 30 kW og eru sagðar
sérstaklega sterkbyggðar og geti
þolað allt að 60 m/s vindhraða.
Eitt af því sem fylgir þegar stórar sýningar eru haldnar er að það þarf að þjónusta gesti sýningarinnar enda koma
á Libramont um 50 þúsund gestir á dag. Til þess að metta allan mannskapinn þarf umtalsvert af veigum og var
hægt að fá allt frá skyndibita og upp í stórsteikur þar sem hver gat valið kjöt af mismunandi holdanautakyni, allt
eftir áhuga og smekk. Hér má sjá einn af ótal eldunarstöðum á sýningunni en hér var verið að grilla svínakjöt.