Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Fáar ef nokkur ættkvísl innan plönturíkisins inniheldur jafnmik- inn fjölda mat- og nytjajurta og ættkvílin brassica eða kál. Innan ættkvíslarinnar er fjöldi asískra og evrópskra nytjategunda. Afbrigði og blendingar teljast í hundruðum ef ekki þúsundum. Gróflega áætluð heimsframleiðsla af káljurtum af ættkvíslinni Brassica er tæplega 75 milljón tonn sam- kvæmt tölum FAOSTAD, tölfræði- deild Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Kínverjar rækta allra þjóða mest af káli, tæp- lega 35 milljón tonn, Indverjar eru í öðru sæti með um 10 milljón tonn, þar næst koma Rússar með tæp fjögur milljón tonn. Í Suður-Kóreu eru ræktuð tæp þrjú milljón tonn og í Úkraínu um tvö milljón tonn. Í kjölfarið fylgja svo lönd eins og Japan, Indónesía, Pólland, Rúmenía og Bandaríki Norður-Ameríku með framleiðslu sem er í kringum ein og ein og hálf milljón tonna á ári. Áætluð landnotkun til kálframleiðslu í heiminum eru um fjórir milljón hektarar í 150 löndum. Líkt og búast má við flytur Kína allra þjóða mest út af káli. Spánn er annar stærsti útflytjandinn, Bandaríki Norður-Ameríku er í þriðja sæti, Mexíkó því fjórða og Holland fimmta. Stærstu innflytjendur káls í heiminum eru Kanada, Bandaríkin Norður-Ameríka, Bretlandseyjar, Hong Kong og Þýskaland. Rússar neyta allra þjóða mest af káli, eða um 20 kíló á mann á ári. Belgar borða tæp fimm kíló á mann, Hollendingar og Bandaríkjamenn um fjögur kíló og Spánverjar borða tæp tvö kíló af káli hver að meðaltali á ári. Samkvæmt heimildum Hag- stofu Íslands og upplýsingum frá Sambandi garðyrkjubænda var landbúnaðarframleiðsla á káljurtum á Íslandi árið 2016 tæp 360 tonn. Árið 2016 voru flutt inn tæp 1.000 tonn af fersku káli og má gera ráð fyrir að innflutningurinn verði enn meiri árið 2017. Lang mest er flutt inn af fersku káli frá Spáni og Hollandi. Fjöldi tegunda, blendinga og afbrigða Kál er ættkvísl jurta af krossblómaætt sem á latínu kallast Brassica. Innan ættkvíslarinnar er fjöldi mat- og nytjajurta og líklega inniheldur engin ættkvísl jafnmargar matjurtir, blendinga og ræktunarafbrigði. Auk þess sem innan ættkvíslarinnar finnast margar villtar plöntur. Meðal tegunda innan ætt- -kvíslarinnar eru nytjajurtir eins og eþíópíumustarður B. carinata, asíumustarður B. juncea, gulrófa B. napus var. napobrassica, repja B. napus og svartmustarður B. nigra. Uppruni kálættkvíslarinnar er í tempraða beltinu í Evrópu og Asíu og er Brassica-tegundum stundum skipt eftir upprunanum í asískar og evrópskar káljurtir. Dæmi um asíska káltegund er Brassica rapa og undirtegundir hennar mizuna-kál Brassica rapa var. nipposinca, komatsuna-kála B. r. var. perviridis / komatsuna og pak choi B. r. var. chinensis. Af evrópsku káli er garðakál, Brassica oleracea, og fjöldi afbrigða þess algengast í ræktun. Flestar tegundirnar eru ein- eða tvíærar. Evrópsk garðakál Uppruni garðakáls er rakin til villu- jurtar sem kallast Brassica oleracea og vex við strendur Miðjarðarhafsins og Vestur-Evrópu. Villikál er saltþolin fjölær jurt með trefjarót. Blöðin stór, þykk með rauðleitum æðum og vaxlagi, til að varna uppgufun, smáþyrnótt á neðra borði, blágræn að lit og vaxa í lágri hvirfingu og upp af henni uppréttur stöngull sem nær um 60 sentímetra hæð. Blómin gul. Dafnar vel í kalkríkum malarjarðvegi. Ekki er vitað hvenær menn fóru að nýta villt kál til matar en kálfræ hafa fundist við fornleifarannsóknir í Alpafjöllum á mannvistarleifum frá síðbronsöld. Talið er að Keltar hafi fyrstir hafið ræktun þess 1.000 til 1.500 árum fyrir Krist. Plantan er því tekin tiltölulega seint til ræktunar miðað við aðrar Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Hvítkál. Mynd / Odd Stefán. Hvítkál tínt á Flúðum. Hnúðkál. Mynd / Odd Stefán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.