Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Hveragerði og nágrenni verða miðstöð sjálfbærni og umhverfis- vitundar samkvæmt viljayfir- lýsingu um verkefnið Sjálfbært Íslands sem fulltrúar Heilsu- stofnunar NLFÍ, Hvera gerðis- bæjar og Land búnaðar háskólans að Reykjum undirrituðu á dögun- um. Samkvæmt yfirlýsingunni verður staðið fyrir gerð könnunar á möguleikanum á því að sett verði á stofn upplýsinga- og fræðslumiðstöð um sjálfbæra þróun og lífræna ræktun í Hveragerði og nágrenni. Lögð verður áhersla á umhverfi, matvæli, lýðheilsu og orku í ferl- inu í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt. Sjálfbær þróun er þar áberandi þáttur og ein- setur Ísland sér að stíga afgerandi skref til breytinga sem nauðsynleg eru í því skyni að koma veröldinni á braut sjálfbærni og auka viðnámsþol hennar, samkvæmt yfirlýstum mark- miðum Íslands. „Með því skrefi sem stigið er varðandi könnun á möguleikum á upplýsinga- og fræðslumiðstöð um sjálfbæra þróun og lífræna ræktun er komið til móts við þennan ríka vilja ráðamanna til að standast markmið- in. Tilgangurinn er að vista á einum stað á landinu flest það er snertir áætlun hins opinbera um framgang sjálfbærrar þróunar,“ segir í viljayf- irlýsingunni. Þeirri þekkingu, sem fyrirhuguð miðstöð mun öðlast í ferlinu, verð- ur í framhaldinu miðlað til annarra sveitarfélaga. Hveragerði í fararbroddi „Okkur líst afar vel á verkefnið og allar hugmyndirnar falla vel að þeim markmiðum sem við höfum sett okkur um framtíðarþróun bæjarins. Við höfum lagt gríðarlega vinnu í að bæta umhverfi og efla umhverfisvitund hér svo ég held að það séu fáir staðir sem henta betur fyrir svona verkefni en Hveragerði,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Ef að verkefninu Sjálfbært Ísland verður er ljóst að allir bæjarbúar, sem eru nú 2.550 talsins, muni taka þátt í því á einn eða annan hátt. „Íbúar Hveragerðis munu finna fyrir aukinni áherslu á umhverfistengd verkefni. Við höfum alltaf verið í fararbroddi sveitarfélaga í umhverfistengdum verkefnum og stigum meðal annars stór skref í gegnum Staðardagskrá 21 þegar hún var og hét. Við vorum meðal annars eitt af fyrstu sveitarfélögum til að fara út í þriggja tunnu flokkun þar sem við sérflokkum endurvinnanlegan úrgang. Við erum eina sveitarfélagið sem er með fullkomna þriggja þrepa hreinsistöð á öllu fráveituvatni. Auk þess hafa fyrirtæki í Hveragerði verið mjög framarlega á sviði lífrænnar ræktunar. Við munum halda áfram á þeirri braut og hvetja íbúa til þátttöku í þessum verkefnum og vera þannig áfram til fyrirmyndar,“ segir Aldís. Hún nefnir sem dæmi að sveitarfélagið stefni nú að því að verða plastpokalaust, að farið verði í ítarlegri flokkun á rusli auk þess sem hönnun nýrra hverfa gera ráð fyrir hleðslustöðvum fyrir rafbíla við hvert hús og að hraðhleðslustöð verði opnuð í bænum innan skamms. Ungt fólk dregur vagninn „Draumurinn væri að geta komið upp aðstöðu hér á Reykjum þar sem fólk gæti nálgast heildstæða fræðslu um sjálfbæra þróun. Einn liður í slíkri fræðslu gæti verið kennsla á ýmsum hagnýtum atriðum sem leiða til sjálfbærara heimilishalds. Ef við horfum til dæmis á smærri verkefni þá getur þetta til dæmis falið í sér að nota það sem til fellur, jarðgera heimilisúrganginn, nota moldina svo í ræktun. Ef allir taka þessi smáu skref verður breytingin stór og mikil á endanum,“ segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum í Ölfusi. Hún er afar bjartsýn gagnvart verkefninu enda endurspegli það breyttan tíðaranda. „Fólk er að verða svo meðvitað um umhverfismál. Ég held að það sé fyrst og fremst því að þakka að ungt fólk í dag nálgast umhverfismál með öðrum hætti en eldri kynslóðir. Það virðist bera meiri virðingu fyrir náttúru og umhverfi og veltir fyrir sér þeim áhrifum sem við höfum á umhverfi, efnahag og samfélagið, sem eru allt þættir sem snúa að sjálfbærni.“ Á Landbúnaðarháskólanum á Reykjum í Ölfusi hefur verið kennd garðyrkjuframleiðsla í hartnær 80 ár. Nýjasta námsbraut skólans hverfist um lífræna ræktun matjurta en annar árgangur brautarinnar mun útskrifast vorið 2018. Guðríður skynjar mikinn áhuga á námsbrautinni og telur hann í takt við aukna umhverfisvitund. „Í garðyrkju felast ótrúleg tækifæri fyrir samfélagið í heild að vera sjálfbærara en það er í dag. Það er mikil eftirspurn eftir afurðum sem ræktaðar eru og framleiddar með heill umhverfisins að leiðarljósi. Neytandinn er tilbúinn til að greiða fyrir vöru hærra verði vitandi að hann er að fá vottaða afurð,“ segir Guðríður. /ghp Miðstöð um sjálfbæra þróun og lífræna ræktun í burðarliðnum – Hveragerði og nágrenni verða fyrirmynd um umhverfisvæn sveitarfélög Ef af verkefninu Sjálfbært Ísland verður er ljóst að allir bæjarbúar Hveragerðis, sem eru nú 2.550 talsins, muni taka þátt í því á einn eða annan hátt. Mynd / Aldís Hafsteinsdóttir Útilífsmiðstöðin Úlfljótsvatn: Fyrst tjaldsvæða til liðs við Vakann Útilífsmiðstöðin Úlfljótsvatn er nýjasti liðsmaður Vakans. Nýverið bættust við gæðaviðmið fyrir tjaldsvæði og hostel í Vakann og Úlfljótsvatn er fyrst allra að hljóta þær viðurkenningar. Kjarnastarfsemi Úlfljótsvatns snýst um að bjóða skátum, nemendum og öðrum æskulýðshópum vettvang fyrir ævintýri og fræðslu. „Samhliða því meginmarkmiði okkar höfum við undanfarin ár í auknum mæli opnað staðinn fyrir almenningi og góð dæmi um það eru fjölskyldutjaldsvæðið okkar og hostelið, sem bæði styðja við kjarnastarfsemi okkar,“ segir Guðmundur Finnbogason, framkvæmdastjóri Úlfljótsvatns, í frétt á vefsíðu Ferðamálastofu. Jákvæð og spennandi upplifun í öruggu umhverfi „Við leggjum áherslu á að bjóða jákvæða og spennandi upplifun í öruggu umhverfi. Þetta gerum við til dæmis með spennandi afþreyingu fyrir gesti um helgar, en líka með því að bjóða sérsniðna dagskrá fyrir hópa, bæði íslenska og erlenda. Í því samhengi njótum við líka góðs sam- starfs við marga ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi. Það er okkur gríðarlega mikilvægt að gestir okkar upplifi sig velkomna og örugga. Markmið Vakans falla því vel að okkar mark- miðum og innleiðingarferlið hefur reynst okkur gagnlegt við að festa í form ferla og starfshætti,“ segir Guðmundur. /MÞÞ Mynd / Ferðamálastofa Viljayfirlýsing undirrituð: Vináttusamband Yamal og Skagafjarðar Þann 7. ágúst síðast- liðin kom fjölmenn sendinefnd frá rúss- neska héraðinu Yamal til Íslands. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast landi og þjóð og koma á samstarfi og vináttusambandi við Íslendinga. Áður höfðu aðilarnir verið í samskiptum við Skagfirðinga og vildu gjarnan skrifa undir viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf og vináttusamband. Heimsóttu fyrirtæki og stofnanir Sendifulltrúarnir samanstóðu af þingmönnum, borgarstjórum og fleiri aðilum úr stjórnsýslu Yamal. Þeir heimsóttu ýmis fyrirtæki og stofnanir á Íslandi meðan á heim- sókn þeirra stóð. Meðal annars heimsóttu þeir forseta Íslands, fóru til Vestmannaeyja og skoðuðu framleiðslu á fiski og landbúnað- arvörum. Ferðin endaði síðan á því að fulltrúar úr Skagafirði og Yamal skrifuðu undir fyrrgreindan samning í rússneska sendiráðinu eftir góða kynningu á heimkynnum sínum. Ýmislegt sameiginlegt Ágúst Andrésson, ræðismaður Rússlands á Íslandi, sagði við undirritun samningsins í rússneska sendiráðinu að þegar menn fóru að bera saman bækur sínar hafi komið í ljós að ýmislegt var sameiginlegt með Yamal og Skagafirði. „Náttúra er stundum óblíð og atvinna sambland af tæknivinnu og búskap. Íbúar fundu einnig sam- hljóm í áhuga á veiði og sönggleði og ljóst að kraftur og bjartsýni íbúa beggja tengdi fólk beggja svæða saman.“ Í framhaldi af undirritun viljayf- irlýsingarinnar ætla báðir aðilar að kynna systursvæði á heimaslóðum sínum og hefja samtal og samstarf um áframhaldandi viðræður og jafnvel heimsóknir. Hátækniiðnaður og hirðingjar Yamal er tangi í Síberíu sem að megninu er innan hins svokallaða Arctic Circle. Svæðið er fámennt en þarna eru um 1/5 af olíu- og gaslindum heimsins. Vetrarríki er mikið í Yamal og er veturinn níu mánuði á ári í það minnsta og frost fer í -40 gráður og stundum enn lægra. Þrátt fyrir að í Yamal sé hátækniiðnaður sem tengist orkuframleiðslu eru flestir íbúar af hirðingjaþjóðflokkum og margir búa enn tjaldflökkulífi. Um 300 þúsund hreindýr eru í Yamal og eru þau helsta lífframfærsla bænda og hirðingja í héraðinu. /VH Undirritun vináttu- og samstarfsamnings í rússneska sendiráðinu. Sigríð- ur Svavarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar, Andrey Nikolaevich Kugaevsky, formaður héraðsstjórna Yamal, og Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs Skagafjarðar. Ágúst Andrésson, ræðismaður Rússlands á Íslandi, kynnir fundarmönnum tilurð og tilgang komu Yamal sendinefndarinnar til Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.