Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017
Tindur
HANNYRÐAHORNIÐ
Heklað zik zak teppi með
fastapinnum.
Þetta munstur er gömul klassík
sem ófáar ömmur hafa heklað í gegn-
um árin. Eftir að hafa séð ótal mörg
teppi með þessu fallega munstri
ákvað ég að ég yrði að hekla eitt
sjálf. Þegar ég fór að leita að upp-
skriftinni fann ég hana hvergi á
íslensku, en fann fullt af bloggsíðum
þar sem uppskriftin var á ensku. Því
fannst mér tilvalið að þýða uppskrift-
ina og skella henni í Bændablaðið.
Þannig geta allir þeir heklarar sem
vilja notið góðs af þessari einföldu
og skemmtilegu uppskrift.
Heklkveðjur,
mæðgurnar í Handverkskúnst
Garn: Drops Merino Extra Fine
fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is
Ljós beige nr. 08, 200 gr.
Bleikur nr. 33, 150 gr.
Sinnep nr. 30, 150 gr.
Gráblár nr. 23, 150 gr.
Heklunál: 4,5 mm
Skammstafanir á hekli:
sl. = sleppa
L = lykkja
FP = fastapinni
Fitjið upp 180 lykkjur, gott er að nota stærri heklunál
þegar fitjað er upp.
Til þess að breikka teppið bætið við 25 L.
1. umf: Heklið 1 FP í aðra L frá nálinni, 1 FP í næstu
L, *sl. 1 L, 1 FP í næstu 11 L, 3 FP í næstu L, 1 FP í
næstu 11 L, sl. 1 L*, endurtakið frá * að * 6 sinnum
til viðbótar, heklið 1 FP í síðustu 2 L.
Hér eftir er aðeins heklað í aftari hluta lykkjunnar,
með því að gera það myndast þessi upphleypta áferð.
2. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í fyrstu 2 L, *sl. 1 L, 1 FP í
næstu 11 L, 3 FP í næstu L, 1 FP í næstu 11 L, sl. 1 L*,
endurtakið frá * að * 6 sinnum til viðbótar, heklið 1
FP í síðustu 2 L.
Endurtakið 2. umferð þar til teppið er orðið 136
umferðir, eða hefur náð æskilegri lengd.
Í teppinu á myndinni eru heklaðar 8 umferðir í
hverjum lit.
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
9 6 4 8 7
4 2 3 6
3 8 7 4 5
7 2 4 1
2 8 1 7 9
8 6 9 5
1 3 6 7 2
8 9 1 3
5 4 3 1 6
Þyngst
9 4 5 6 2
1 4
7 3 6 2 9
8 6 2 4 7
1 5
7 8 4 3 6
8 7 4 5 1
2 3
7 9 1 8 6
7 9 6 3 2
5 4
8 4 7 1
8 4 5
1 6
5 2 9
6 3 2 9
2 5
4 7 1 8 3
6 2 1 4
4 8 9
9 7
2 7 4 3
3 5 9 8
8 3
7 3 4
8 1 7 2
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Er mikið búinn að vera
í sveitunum mínum
Ísak Már er 6 ára fjörkálfur sem
finnst gaman að fara til ömmu og
afa í Svarfaðardal og til ömmu í
Skagafjörð.
Nafn: Ísak Már Sigursteinsson.
Aldur: 6 ára.
Stjörnumerki: Meyja.
Búseta: Akureyri.
Skóli: Lundarskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Stærðfræði og frímínútur.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Hundur.
Uppáhaldsmatur: Kótelettur í raspi.
Uppáhaldshljómsveit: Justin Bieber
og Emmsjé Gauti.
Uppáhaldskvikmynd: Algjör Sveppi
og leitin að Villa.
Fyrsta minning þín? Þegar ég fór með
fjölskyldu minni til Þýskalands.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á
hljóðfæri? Já, ég æfi handbolta og
fótbolta.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Bakari og fótboltamaður.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur
gert? Að renna í gulu rennibrautinni í
sundlauginni á Blönduósi.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í
sumar? Já,ég fór hringinn í kring-
um landið með fjölskyldunni og á
fótboltamót. Svo er ég mikið búinn
að vera í sveitunum mínum sem eru
í Skagafirði og Svarfaðardal.
Næst » Ísak ætlar að skora á vinkonu sína,
hana Lilju Karlottu Óskarsdóttur, sem á heima
á Öldu í Eyjafjarðarsveit.
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
bíður uppá alhliða lausn fyrir hótelherbergið eða gistiheimilið.