Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 24.08.2017, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. ágúst 2017 Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardaginn 23. sept. kl. 16.00 Árhólarétt í Unadal, Skag. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudaginn 29. sept. Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. laugardaginn 7. okt. Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 30. sept. Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 7. okt. Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Sauðárkróksrétt, Skag. laugardaginn 16. sept. Selnesrétt á Skaga, Skag. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. sunnudaginn 24. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardaginn 16. sept. Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudaginn 17. sept. kl. 11 Staðarrétt í Skagafirði. laugardaginn 16. sept. Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardaginn 7. okt. Unadalsrétt í Unadal við Hofsós, Skag. föstudaginn 29. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardaginn 23. sept. kl. 9.00 Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 7. okt. kl. 11.00 Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit laugardaginn 7. okt. Stóðréttir haustið 2017 Mikill áhugi er fyrir stóðréttum ekki síður en fjárréttum. Hér er listi yfir stóðréttirnar sem að þessu sinni eru 19 talsins. Ekki voru þó fyrirliggjandi upplýsingar um þær allar þegar blaðið fór í prentun. Samkvæmt þeim upplýsingum sem blaðið hefur fengið eru síð- ustu stóðréttir haustsins þann 7. október í Víðidalstungurétt og Flókadalsrétt. Listi yfir fjárréttir er á blaðsíðum 32 og 33 ásamt korti sem sýnir staðsetningu réttanna. Fyrirvari er gerður á að einhverjar villur kunni að hafa slæðst inn og verður þá reynt að bæta úr því í næsta blaði eftir því sem kostur er. Sömuleiðis eru ábendingar vel þegnar ef einhverjar réttir hafa orðið útundan í upptalningu blaðsins. /TB „Það er allt að komast á fullan skrið hjá okkur, mikið um að vera og í mörg horn að líta,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Landstólpa, en til stendur að reisa alls tíu ný fjós frá félaginu á norðanverðu landinu nú á næstu mánuðum. Þau eru í Eyjafirði, Svarfaðardal, Skagafirði og Húnavatnssýslum. Fyrsta húsið er nýtt fjós að Stekkjarflötum í Eyjafjarðarsveit en einnig er í gangi vinna við annað slíkt að Sólheimum í Skagafirði. Þá verður einnig reist geldneytahús í Þingeyjarsýslu, en um það verkefni sér verktaki á Húsavík. Heilmikil lota sem stendur fram að áramótum Arnar Bjarni segir að um heilmikla lotu sé að ræða, en stefnt er að því að öll nýju fjósin verði risin fyrir áramót. Mannskapur frá Landstólpa er sem fyrr segir við störf á tveimur stöðum norðan heiða um þessar mundir, en hann býst við að þegar hjól fara að snúast af fullum krafti verði samtímis unnið við að reisa húsin á þremur stöðum í einu. „Við einbeitum okkur að Norðurlandi núna, verðum þar með mikinn mannskap fram að áramótum,“ segir Arnar Bjarni. Hann segir að álíka fjósbyggingalota hafi áður verið tekin á Suðurlandi og bændur á Norðurlandi beðið á meðan. „Nú erum við komin norður og gerum ráð fyrir að allt verði komið í fullan gang þegar kemur fram í september. Við munum sinna þessum verkefnum af fullum krafti fram að áramótum.“ Bændum umhugað um velferð dýranna Arnar Bjarni segir að þó nokkuð sé um að á bæjum sé verið að breyta eldri básafjósum fyrir 30 til 50 gripi í lausagöngu með einum mjaltaþjóni. „Það er mikill metnaður hjá kúabændum og hugur í mjólkurframleiðendum um allt land reyndar. Bændur horfa nú mjög til þess að standast kröfur laga og reglna um aðbúnað dýra, bændum er umhugað um velferð dýra sinna og koma sér í leiðinni og breytingar eru gerðar upp betri vinnuaðstöðu í leiðinni.“ Arnar Bjarni segir að öll Landstólpahúsin sem rísa á næstunni séu hátæknifjós, með mjaltaþjónuum, vélvæddum flórsköfum og jafnvel tölvustýrðu gjafakerfi. „Fjósin eru þó fyrst og fremst hönnuð með velferð dýranna í huga þó ég geti fullyrt að bætt vinnuaðstaða hafi líka áhrif á velferð bænda,“ segir hann. „Það er virkilega gaman að finna fyrir þeim mikla metnaði og bjartsýni sem ríkir meðal kúabænda, þeir sem ætla sér að halda búskap og þurfa að gera breytingar á sínum húsakosti eru nú í óða önn að vinna að þeim,“ segir Arnar Bjarni. /MÞÞ Landstólpi reisir 10 ný fjós fyrir norðan: Mikill metnaður og bjartsýni ríkjandi meðal kúabænda – segir Arnar Bjarni Eiríksson, framkvæmdastjóri Landstólpa Eitt af Landstólpafjósunum sem unnið verður við að reisa á næstu mánuðum norðan heiða er á Sólheimum í Skaga- Hópfjármögnun Anitar Hugbúnaðar- og tæknifyrirtækið Anitar ehf. er komið langt með þróun á örmerkjalesara til að auðvelda skráningu og utanumhald húsdýra. Lesarinn ber heitið The Bullet og er notaður samhliða snjallsímaforritum. „Með þessari samsetningu á lesaranum og snjallsímaforritum verður hægt að skanna og vinna með upplýsingar fjölda dýra, svo sem hesta, hunda og svína. Þegar unnið er með íslenska hestinn þá tengir snjallsímaforritið þig beint við gagnagrunn íslenska hestsins, WorldFeng,“ segir Karl Már Lárusson, stofnandi Anitar, sem stendur fyrir Animal Intelligent Tag Reader. „Tækni er tengist búskap er oft kostnaðarsöm eða gamaldags. Við vorum með tvö markmið við þróun á The Bullet örmerkjalesaranum. Annað var að hafa lesarann eins lít- inn og nettan og við kæmumst upp með og hitt var að stilla verðinu í hóf. Sem hestaræktandi langaði mig að þróa vöru sem hægt væri að nota daglega og myndi auðvelda hesta- mönnum, dýralæknum og bændum lífið,“ segir Karl Már en prófanir á örmerkjalesaranum hafa nú farið fram og hefur fyrirtækið hafið hóp- fjármögnun til að koma lesaranum í framleiðslu. Karl Már segist vonast til að safna 40.000 dollurum, eða rúmum 4 milljónum króna. Hægt er að styðja við bakið á verkefninu og um leið næla sér í eintak af örmerkjalesaranum til 8. september í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter, eða vefsíðu fyrirtækisins anitar.is. /ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.