Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 2018 15 Íbúum fækkaði í alls 20 sveitar- félögum af þeim 72 sem í landinu eru á tímabilinu frá 1. desember 2017 til 1. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í yfirliti yfir íbúa í sveitarfélögum landsins sem birt er á vef Þjóðskrár. Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 1.370 á tímabilinu.Hlutfalls- leg aukning var um 1,1% í höfuðborginni. Það sveitarfélag sem kom næst í fjölgun íbúa var Reykjanesbær með 925 einstaklinga sem er 5,2% fjölgun í bæjarfélaginu frá 1. desember 2017. Hlutfallsleg aukning var mest í Mýrdalshreppi, eða um 9,1% en íbúum þar fjölgaði úr 626 í 683. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði íbúum mest í Mosfellsbæ, eða um 6,3% á umræddu tímabili, eða um 663. Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Reykhólahreppi, eða um 9,7% og í Norðurþingi um 7,3%. Fjölgun varð í öllum landshlutum nema Norðurlandi eystra. Hlutfallslega fjölgaði íbúum mest á Suðurnesjum, eða um 4,3% og á Suðurlandi um 2,5%. Á Norðurlandi eystra fækkaði íbúum hins vegar um 0,4% sem er fækkun um 112. /MÞÞ 569 6900 09:00–16:00www.ils.is Húsnæðismál á landsbyggðinni –Tilraunaverkefni Markmið verkefnisins er að leita leiða til þess að bregðast við þeim mikla húsnæðisvanda sem ríkir víðsvegar á landsbyggðinni, m.a. vegna óvirks íbúða- og leigumarkaðar og skorts á viðunandi íbúðarhúsnæði. Horft er til þess að 2-4 sveitarfélög taki þátt í tilraunaverkefninu og að verkefnið nái að fanga mismunandi áskoranir á ólíkum landsvæðum. Þannig geta þær lausnir sem verkefninu er ætlað að móta nýst á sem breiðustum grunni. Verkefnið tekur mið af stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar sem og stefnumótandi byggðaáætlun sem samþykkt var á Alþingi þann 11. júní 2018. Í byggða- áætlun er m.a. kveðið á um markmið um fjölgun íbúða á svæðum þar sem skortur á hentugu íbúðar- húsnæði hamlar uppbyggingu í sveitarfélaginu. Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins er grundvallar- forsenda fyrir þátttöku í verkefninu. Hafi sveitar- félagið ekki þegar unnið slíka áætlun og skilað til Íbúðalánasjóðs þarf það að hafa til þess vilja og getu að ljúka við gerð hennar. Þau sveitarfélög sem óska eftir að taka þátt í verk- efninu eru beðin um að hafa samband við Sigrúnu Ástu Magnúsdóttur, deildarstjóra á húsnæðis- sviði Íbúðalánasjóðs, á netfangið sigrun@ils.is fyrir 30. september 2018. Íbúðalánasjóður óskar eftir þátttöku sveitarfélaga í tilraunaverkefni um uppbyggingu húsnæðismála á lands- byggðinni Umsóknarfrestur: 30. september 2018 FRÉTTIR Íbúafjölgun í öllum landshlutum nema Norðurlandi eystra Fjaðrárgljúfur: Nýr göngustígur Unnið hefur verið við gerð göngustígs við Fjaðrárgljúfur frá Lakavegi að útsýnispalli við gljúfrið nú á liðnu sumri. Verklok eru óljós en þegar stígurinn verður fullbúinn verður hann fær hjólastólum og mun skapa aðgengi fyrir hreyfihamlaða sem annars ættu erfiðara um vik að njóta náttúruperlunnar. Fyrirtækið Stokkar og steinar gerir stíginn. Göngustígurinn er uppbyggður malarstígur, að jafnaði 1,6 metrar á breidd. Geogrid er notað á blautustu köflunum, þunnt plastnet, sem sett er undir mölina til að koma í veg fyrir að mold og möl blandist saman og að stígurinn sígi þannig að hann fljóti í raun ofan á votlendinu. Framkvæmdin er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar, landeigenda og sveitarfélagsins. Megintilgang- urinn er að draga úr álagi á náttúru svæðisins með stýrðri umferð og bæta um leið aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Göngustígurinn hefur verið opnaður og er hægt að ganga frá útskoti við Lakaveg. Þetta kemur fram á heimasíðu Umhverfisstofnunar og þar er jafnframt bent á að takmörkuð bílastæði eru við Fjaðrárgljúfur þegar mið er tekið af þeim gríðarlega fjölda gesta sem heimsækja svæðið dag hvern. Svæðið er illa farið vegna ágangs ferðamanna og hefur verið brugðist við því með aukinni landvörslu, uppbyggingu innviða og stýrðri umferð um svæðið. Gestir fara ekki allir eftir þeim reglum sem gilda á svæðinu og því gengur illa að græða upp sár í gróðursverðinum á hluta svæðisins og er þar helst að nefna brúnir Fjaðrárgljúfurs. „Mikilvægt er að við tökum höndum saman og upplýsum gesti um mikilvægi þess að fara eftir þeim reglum sem gilda á náttúruverndarsvæðum svo okkur takist að vernda þau gegn ágangi og koma í veg fyrir lokanir,“ segir á vefsíðu Umhverfisstofnunar. /MÞÞ Samningur um kaup á slökkvibúnaði Fram undan eru talsverðar breyt- ingar á starfsemi sameiginlegs slökkviliðs Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps í kjölfar þess að Vaðlaheiðargöng verða tekin í notkun síðar á þessu ári. Að undanförnu hafa sveitarfélögin átt í viðræðum ásamt Slökkviliði Akureyrar við Vaðlaheiðargöng hf. um búnaðarkaup. Fram hefur verið lagður samningur um framlag Vaðlaheiðarganga hf. til búnaðarkaupanna, en samkvæmt honum skuldbinda Vaðlaheiðargöng sig til að veita slökkviliðunum framlag að upphæð 80 milljónir króna vegna Vaðlaheiðarganga. Sveitarstjórnir beggja sveitar- félaganna, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahreppsr hafa staðfest samninginn. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.