Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 2018 51 skiptir máli fyrir mjólkurframleiðsluna enda búa þar í dag 81% mannkyns og 86% mjólkurinnar er framleidd norðan við miðbaug. Ef þessi hluti jarðar heldur áfram að hitna mun það leiða til breyttra ræktunarskilyrða og aukinnar uppskeru á sumum landsvæðum en leiða til minni uppskeru annarsstaðar vegna þurrka. Þetta gæti gjörbreytt þeirri heimsmynd sem blasir við í dag þegar horft er til mjólkurframleiðslu og t.d. er því spáð að alvarlegur vatnsskortur muni hrjá stór svæði í Bandaríkjunum og m.a. þar sem 42% af mjólkinni er framleidd í dag! Á móti kemur að stór svæði í norðurhluta Bandaríkjanna, í Kanada og Rússlandi muni henta mun betur til mjólkurframleiðslu á komandi áratugum en þau gera í dag. Bætt nýting fóðurefna Nú þegar eru kúabú heimsins farin að nýta sem fóður fyrir mjólkurkýr margskonar aukaafurðir annarrar matvælavinnslu s.s. hrat sem verður til við sykurgerð, bjór- eða vínframleiðslu, djúsframleiðslu og margt fleira mætti tína til. Í framtíðinni verður þessi nýting að líkindum enn meiri og betri og mun það leiða til enn umhverfisvænni mjólkurframleiðslu en þekkist í dag þar sem þörf búgreinarinnar fyrir land mun ekki vaxa í sama hlutfalli og hin aukna framleiðsla. Þá er talið ljóst að mjólkurframleiðsla muni færast meira yfir á þau landsvæði sem eru grasgæf og land sem hentar til beinnar matvælaframleiðslu fyrir mannfólk verði síður notað sem fóðurframleiðslusvæði kúa. Stærri og tæknivæddari bú Mjólkurframleiðslan í framtíð inni mun þróast í átt að stærri og tæknivæddari búum en þróunin mun þó ráðast mikið af afkomunni í greininni. Nýleg rannsókn frá Írlandi bendir til þess að þau bú sem hafa mestar meðalafurðir á hverja kú og mesta mjólkurframleiðslu af hverjum hektara skili mestum hagnaði auk þess sem kolefnisfótspor þessara búa er minna en annarra. Telja greinarhöfundar að hagnaður kúabúa framtíðarinnar muni verða í samræmi við niðurstöður þessarar írsku rannsóknar, en það verði þó algjörlega háð þróun afurðastöðvaverðsins, sem muni þróast í takt við framboð og eftir- spurn á heimsmarkaðnum. Öflugri kýr Þó svo að kýrnar sem notaðar eru í dag við mjólkurframleiðslu víða í heiminum séu ágætar til síns brúks þá er talið að þær muni taka nokkrum breytingum á komandi árum. Sérstaklega þegar horft er til endingar þeirra og hreysti en kynbætur og aukin tæknileg þekking muni hafa verulega góð áhrif á þessa eiginleika á komandi árum og áratugum. Þá muni dýravelferð hljóta aukið vægi næstu áratugina og mun það fara saman með þróun á fjósbyggingum og hönnun á nærumhverfi nautgripa almennt. Þróun afurðasemi kúa mun einnig breytast verulega á komandi áratugum en áherslan verður frá því að framleiða mikið magn mjólkur og yfir í að framleiða aukið magn af verðefnum mjólkurinnar, þ.e. auka þurrefnishluta mjólkur með kynbótum og breyttri fóðrun. Óvissuþættir Mjólkurframleiðsla hefur verið tengd síðustu 360 kynslóðum mannkyns og er afar ólíklegt annað en að hún verði einnig nátengd næstu tveimur kynslóðum þ.e. næstu 50 árin eða svo. Ör þróun í framleiðslu á staðgönguvörum mjólkurvara gæti þó haft einhver áhrif á þetta samspil. Þá gæti ný tækniþekking, þar sem sjó er breytt í drykkjarvatn, gjörbreytt aðstæðum til mjólkurframleiðslu og stóraukið hana langt umfram þær spár sem gerðar hafa verið. Mest óvissa, varðandi framtíðar- þróun mjólkurframleiðslu, er þó sú fjarlægð sem hefur myndast og mun halda áfram að myndast á milli frumframleiðslu matvæla og neytenda. Margir neytendur telja að búfjárrækt spilli meira en hún gagnist náttúrunni og líta jafnvel á búfjárframleiðslu sem níð. Með aukinni tæknivæðingu og bættri nýtingu aðfanga verður hluta af þessum áhyggjum eytt en þó ekki að fullu og þetta skapar ákveðna óvissu um framtíðina. Þrátt fyrir og vegna þess sem hér að framan kemur fram, auk ótal annarra atriða sem of langt mál væri að taka fyrir í stuttri grein, telja greinarhöfundar að framtíðin sé í raun björt hjá mjólkurframleiðendum. Mjólkurframleiðslan í framtíðinni muni verða vistvænnni en kraftmikil og muni hlú bæði að búfé og umhverfinu og verða þörf mann- kyninu með framleiðslu sinni á mikilvægum næringarefnum. Heimild: Britt ofl., 2018. Learning from the future – A vision for dairy farms and cows in 1967. Journal of Dairy Science, 101(5):3.722-3.741. M est óvissa, varðandi framtíðar þróun mjólkur- framleiðslu, er þó sú fjarlægð sem hefur myndast og mun halda áfram að myndast á milli frum- framleiðslu matvæla og neytenda. Margir neytendur telja að búfjárrækt spilli meira en hún gagnist náttúrunni og líta jafnvel á búfjárframleiðslu sem níð. A ð mati SÞ mun 93% af aukningunni næstu 50 árin verða í Asíu og Afríku en að mannfjöldinn í Evrópu muni dragast saman. Vegna þessara fyrirséðu breyt inga, þar sem markaðurinn í Evrópu er talinn muni dragast saman, er ljóst að eigi kúabúskapur í Evrópu að halda áfram að vaxa og/eða standa í stað þarf að huga að enn frekari útflutningi mjólkurvara en nú er gert. Verkefna-og rannsóknarsjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans Verkefna-og rannsóknasjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum árið 2018. Veittir verða tveir aðalstyrkir kr. 300.000,- og ef stjórn ákveður svo , verður einnig veittur einn verkefnastyrkur kr. 100.000,-. Sjóðsstjórn getur ákveðið þegar umsóknir liggja fyrir að eingöngu verði veittir styrkir til aðalverkefna ársins og hækka þá þær styrkupphæðir í kr. 350.000. Heimilt er að fella úthlutun ársins niður telji sjóðsstjórn engar umsóknir hæfar. Úthlutað er til verkefna sem tengjast Fljótsdalshreppi, eða verkefna sem sjóðsstjórn telur að nýtast muni sveitarfélaginu. Háskólanemar með lögheimili í Fljótsdalshreppi, sem sækja um fyrir verkefni sem metin eru hæf af sjóðsstjórn, hafa forgang umfram aðra umsækjendur. Umsóknum skal skila til skrifstofu Fljótsdalshrepps, Végarði, 701 Egilsstaðir, eigi síðar en mánudaginn 1. október 2018, HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.