Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 19
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 2018 19 fagurskapaðar og geðprúðar eiga nú sóma síns vegna og í þágu íslenska hrossastofnsins hér á landi að hugsa vel sinn gang og koma merum undir Ellert. Þannig er best tryggt að þessi eiginleiki festist og nýtist í stofninum. Nú liggur þegar fyrir í grófum dráttum hvaða áhrif Ellert hefur í samspili við einlitar hryssur. Seinna kemur í ljós hvaða áhrif hann hefur þegar hann fer að blanda þessum einstöku erfðum sínum við genasafn hryssa sem bera önnur litmynstur. Það eru margir möguleikar í spilinu. Ellert hefur þegar þetta er ritað eignast átta afkvæmi og fjögur þeirra eru einlit á hefðbundinn hátt, en hin fjögur eru ýruskjótt, eins og Ellert og bera mynstrið með brúnum, móálóttum og bleikálóttum grunnlit. Eiginleikinn virðist því erfast svokölluðum ríkjandi erfðum, eins og grátt, litförótt og skjótt gera. Þegar hann fyljar eru sem sagt helmings líkur á því að fylið fái ýruskjótt mynstur. Sömuleiðis bendir grunnlitasafnið í folöldum hans til þess að ýruskjótt mynstur geti komið fyrir með hvaða grunnlit sem vera skal. Frábær sem reiðhestur og skapgæðingur Baldur Eiðsson, eigandi Ellerts, og hans fólk hafa tekið ákaflega skynsamlega á uppeldi og notkun hestsins og eiga hrós skilið fyrir. Þau hafa séð til þess að hann var ekki seldur úr landi eða settur í gróðabrall, heldur taminn vandaðri tamningu og notaður heima og af skynsemi. Það hefur leitt til þess að við vitum nú í grófum dráttum, að hann er frábær sem reiðhestur og skapgæðingur og einnig hvernig hann nýtist best til undaneldis með tilliti til þess hvernig hann skilar litum og hinu nýja litmynstri sínu. Nú er komið að okkur hinum öllum, sem erum gæslumenn íslenska hrossastofnsins í samráði við eigendur Ellerts, að sjá til þess að litmynstur hans festist í stofninum og verði þar til frambúðarnota. Það auðgar erfðamengi stofnsins og er gull að verðgildi. Nú ríður á að eigendur úrvalsgóðra hryssa sæki sér fyl til Ellerts og spili vel úr því sem þeir fá. Einkum liggur sú siðferðilega skylda á þeim sem mikið hafa sótt í stofninn að undanförnu að nota þetta tækifæri til að skila stofninum örlitlu til baka, greiða vextina, ef svo má segja. Páll Imsland Vantar þig: • • • • Sturla s. 899-3004 PIPA R\TBW A • SÍA • 183 0 89 ELKA fæst í verslun Rekstrarlands, Vatnagörðum 10, og hjá útibúum Olís um land allt. VEL BÚINN MANNSKAPUR VINNUR BETUR Elka vinnu- og hlífðarfatnaður er lipur og þægilegur og tryggir góðan hreyfanleika. Vertu viss um að velja rétta fatnaðinn fyrir starfsfólkið þitt. Söluráðgjafar Olís svara fyrirspurnum í síma 515 1100 og á pontun@olis.is. SENDUM HVERT Á LAND SEM ER.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.