Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201814 „Já, ég er búinn að fá nokkra laxa og silunga líka, þetta hefur verið gott sumar, veiðin er svo hrikalega skemmtileg alltaf,“ sagði Jógvan Hansen er við hittum hann fyrir skömmu á harðahlaupum, stutt í næstu skemmtun hjá kallinum. „Veiðin er að verða búin, svo fer maður á rjúpu um leið og það má,“ sagði Jógvan enn fremur. Laxveiðin er að skýrast verulega þessa dagana, Eystri- og Ytri- Rangá tróna á toppnum þetta árið, síðan kemur Þverá í Borgarfirði. „Já, veiðin gekk feiknavel hjá okkur í sumar,“ sagði Aðalsteinn Pétursson, en hann hefur verið að leiðsegja við ána stóran hluta sumars. Síðan koma Miðfjarðará og Norðurá í Borgarfirði. Laxinn kom snemma eins og fyrir ári síðan, en smálaxinn klikkaði fyrir norðan. Svona er þetta bara, allt getur gerst, en heildarveiðin yfir landið er í lagi á flestum stöðum. Veitt er fram í október í Ytri- og Eystri-Rangá og sjóbirtingurinn er að byrja á fullu. Stangveiðifélag Akureyrar (SVAK) hefur um árabil haft nokkrar silungsveiðiár á sínum snærum, ýmist á leigu eða í umboðssölu. Þessi veiðisvæði eru Hörgá, Ólafsfjarðará, Svarfaðardalsá og Hraunssvæðin í Laxá í Aðaldal. Við heyrðum aðeins í Guðrúnu Unu Jónsdóttur fyrir skömmu. „Sala veiðileyfa hefur gengið vel í ár, bæði í forsölu til félagsmanna og í almennri sölu. Leyfin eru seld á söluvef Veiðitorgs sem hentar félaginu vel. Greinilegt er að menn eru farnir að sækja meira í silungsveiðileyfi en áður enda verðlagning á laxveiðileyfum há. Veiðina skrá veiðimenn í rafræna veiðibók á vef Veiðitorgs og SVAK, sem er gott fyrirkomulag sem gefur góðar upplýsingar. Bleikjuveiðin undanfarin ár hefur dalað hér norðan heiða eins og víðar. Hörgáin tók þó nokkurt stökk upp á við í fyrra með yfir 700 skráðum bleikjum. Það er þó bara svipur hjá sjón miðað við veiðitölur sem sáust fyrir nokkrum árum en þá fóru þær yfir þúsund. Hverju um er að kenna er ekki gott að segja en mér þykir þó líklegt að ofveiði og breytingar á loftslagi og sjávarhita hafi þar áhrif. Ég tel að við þurfum öflugri friðun á aðal hrygningarsvæðum bleikjunnar, eins og gert hefur verið í Eyjafjarðará í nokkur ár, en hún hrundi algjörlega fyrir nokkrum árum en virðist vera að rétta úr kútnum sem er sannarlega gleðilegt. Þetta er undir veiðifélögum og veiðiréttarhöfum komið en það stendur ekki á okkur í SVAK að skoða einhvers konar friðunaraðgerðir á hrygningarsvæðum og setja kvóta á veiðina. Vonandi fara menn ekki í bleikjuveiði í dag til að fylla frystikistuna eins og áður tíðkaðist. Allt í lagi að taka nokkrar í soðið en stórbleikjan á alltaf að fá líf. Við þurfum að ganga varlega um náttúruna og bleikjuveiðin er þar ekki undanskilin. Silungsveiðin hjá okkur í ár er ekkert til að hrópa húrra fyrir ef rýnt er í rafrænu veiðibókina okkar en vonandi eiga menn eftir að færa inn aflatölur og svo er sumarið auðvitað ekki búið þó svo haustið sé verulega farið að minna á sig með hvítum fjallstoppum. Sjálf er ég búin að heimsækja árnar okkar í sumar með misjöfnum árangri. Stundum fær maður bingó meðan aðrir dagar gefa minna en það er það skemmtilega við bleikjuna, hún getur verið í brjáluðu tökustuði eða gefið manni langt nef. Ég fór nýlega í Hörgá svæði 4 b, sem er efsta svæðið í Hörgárdalnum, og hitti á vinkonu mína í tökustuði, 13 tökur á stuttum tíma og 11 bleikjum landað. Flestum var sleppt en tók þó 3 með mér heim í soðið. Frábær dagur í gullfallegu umhverfi og yndislegu veðri. Það er lífið,“ segir Guðrún Una í lokin. Þegar keyrt var inn Eyjafjörðinn fyrir skömmu voru veiðimenn að reyna víða í Eyjafjarðaránni. En veiðin í henni hefur verið góð í sumar og veiðimaður var að landa fallegri bleikju inn á á svæði 4. Það var tignarleg sjón. Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is ALHLIÐA VÉLAVERKSTÆÐI Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! HLUNNINDI&VEIÐI Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com Fátt betra en frábær dagur í gullfallegu umhverfi Gaman að veiða maríulaxinn „Það var gaman að veiða maríu- laxinn, fiskurinn tók vel í og ég var smástund að landa honum,“ sagði Einar Geir Ingólfsson, en hann veiddi maríulaxinn sinn úti á Mýrum fyrir nokkrum dögum á maðkinn. Næst ætlaði hann að reyna að fá lax á flugu. Það hafa nokkrir veitt maríu- laxinn sinn í sumar, veiði mönnum á öllum aldri fjölgar, fyrsti silung- urinn og laxinn er það sem skiptir máli fyrir alla veiðimenn. Að fá að renna fyrir fisk og veiða eitthvað, það skiptir öllu. „Mér finnst veiði svakalega skemmtileg,“ sagði Einar Geir og beit í veiðiuggann á fisknum. „Ég ætla að borða fiskinn þegar ég kem heim.“ Einar Geir kastaði flugunni fimlega fyrir laxana, sem ekki vildu taka, hann hnýtti flugur á námskeiði í skólanum í fyrra og fór á flugukastsnámskeið. Hann er allavega með verulegan áhuga á veiði, það fer ekki á milli mála. Styttist í enda veiðitímabilsins Mynd / María Gunnarsdóttir Mynd / María Gunnarsdóttir Margir að veiða við Pollinn á Akureyri „Já, ég er með mikinn áhuga á veiði, var í Skjálfandafljóti um daginn og er búinn að veiða nokkra laxa, veiði er svo skemmtileg,“ sagði Gísli Þórðarsson er við hittum hann við Pollinn á Akureyri. Gísli var þar að veiða ásamt fleiri ungum veiðimönnum sem voru að renna fyrir fisk en fiskurinn var frekar tregur. „Bleikjan er horfin í bili en var hérna í vor og þá veiddist vel af henni. Við reynum að veiða eins mikið og við getum hérna, þetta er svo gaman, en það er betra að fá eitthvað,“ sagði Gísli. Fiskurinn sem veiddist var notaður í beitu til að reyna að fá fiskinn til að taka. Þeir héldu áfram að reyna. Við héldum áfram inn Eyjafjörðinn. Svona er bara veiðidagurinn við Pollinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.