Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 53
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 2018 53 Á síðasta ári reit ég grein um vanda sauðfjárræktarinnar hér í Bændablaðið (www.bbl.is/ frettir/skodun/lesendabasinn/ er-saudfjarbaendum-fyrirmunad- ad-lifa-i-nutimanum/18151) . Helstu niður stöður minna vangaveltna voru að verulega þyrfti að draga úr framleiðslu svo verð til bænda hækkaði og að leggja þyrfti lausagöngu búfjár af á næstu árum til að land og þjóð gæti um frjálst höfuð strokið. Ég lét jafnframt í ljósi vantrú mína á að nokkuð breyttist, hvorki af hálfu bænda né stjórnvalda. Nú ári síðar er því miður svo að allt er við það sama. Afurðaverð stendur nánast í stað, fjárfjöldi einnig og neysla innanlands lítið breytt. Útflutningsmarkaðir áfram óhagstæðir. Stjórnvöld skipa nefndir á nefndir ofan, sauðfjárbændur álykta um loftslagsmál og erfðabreytt matvæli (sem er auðvitað ágætt en kannski ekki mest aðkallandi í stöðunni) og bændur og stjórnvöld telja sjálfum sér og öðrum trú um að það sé um eitthvað að semja. Gjörbreyttar neysluvenjur Að mínu mati er nú komið að þeim tímapunkti að aðilar máls, ekki síst fulltrúar löggjafarvaldsins, verði að gera sér grein fyrir að straumhvörf í sauðfjárrækt á Íslandi verða ekki umflúin. Fyrir 100- 150 árum urðu straumhvörf þegar nýting sauðfjárafurða færðist frá sjálfsþurftarbúskap aldanna frá landnámi þar sem nýting ullar, gæra, mjólkur og kjöts var grundvöllur framfærslu fjölskyldna, yfir í að vera frumframleiðslugrein þar sem meginhluti framleiðslunnar var seldur frá búunum. Lengst af á síðustu öld vógu ull og gærur töluvert á móti dilkakjötinu en hin síðari ár hefur kjötið verið aðal tekjustofninn. Að auki var dilkakjöt aðalkjöttegundin á borðum alls almennings lengi fram eftir öldinni. Stjórnvöld hófu niðurgreiðslur á dilkakjöti og mjólkurvörum undir því skyni að um stuðning við tekjulágan almenning væri að ræða. Upphaflega var gripið til þessa í sambandi við aðgerðir hins opinbera við gerð kjarasamninga en í áranna rás hefur þessi stuðningur þróast yfir í beingreiðslur til bænda og orðið að ígildi e.k. framleiðsluleyfis/kvóta sem lengst af hefur gengið kaupum og sölum milli manna. Því miður hefur þessi kvótasetning, þó breytt sé, orðið til þess að framleiðsluaðstæður eins og húsakostur, mannafli og ræktarland hafa mun minna vægi en eðlilegt má telja í framleiðslunni í dag. Aukin fjölbreytni til sveita Stjórnmálamenn hafa löngum keypt þau rök bænda að sauðfjárrækt sé hornsteinn byggðar í dreifbýli. Ef ekki væri stundaður sauðfjárbúskapur þá kæmi til landauðn og eyðibyggðir. Minna má á að fé í landinu hefur fækkað um nær helming frá því það var flest upp úr 1980 án þess eyðibyggðum hafi fjölgað sem neinu nemur. Ætli aflagning byggðar á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp á síðustu öld sé ekki síðasta stóra landsvæðið sem kalla má að hafi farið úr byggð? Vissulega hefur búseta breyst en mér virðast umfangsmiklar samgöngubætur síðustu áratuga og stórbætt fjarskipti oft ekki fá sanngjarnt mat þegar fjallað er um byggðamál hin síðari ár. Þá hafa orðið róttækar breytingar á atvinnulífi sveitanna síðustu áratugina og er þáttur ferðaþjónustu þar einna stærstur. Vægi sauðfjárræktar til viðhalds dreifðrar byggðar hefur því breyst mikið frá síðustu öld. Löngu úrelt löggjöf Eins og ég rakti í fyrri grein minni hafa verið samdir viðamiklir lagabálkar um sauðfjárhald eins og það er nú stundað, ekki síst um girðingar og fjallskil. Grunnstefið í þessari lagasetningu er að sauðfé skuli hafa frjálsa för um landið, óháð eignarhaldi, og öðrum sé skylt að verjast því. Ég lýsti miklum efasemdum um hvernig þessi lagasetning stæðist stjórnarskrárákvæðið um friðhelgi eignarréttarins og fleiri lög. Ég tel að það sé aðeins tímaspursmál hvenær kemur til umfangsmikils málareksturs því fjárlausir landeigendur munu ekki öllu lengur una því dæmalausa óréttlæti sem felst í nýtingu annarra á þeirra eignum. Vonandi sjá stjórnmálamenn sem kenna sig við jafnrétti, mannréttindi og opna og nútímalega stjórnunarhætti að sér í tíma og breyta lögunum til betri vegar áður en til hirtingar af hálfu dómstóla kemur. Þetta þrennt; stórminnkuð dilkakjötsneysla innanlands, gjörbreytingar á atvinnuháttum til sveita og löngu úrelt löggjöf um frjálsa för sauðfjár um landið, gerir það að verkum að stjórnvöld verða að þora að horfast í augu við breytta tíma. Það er ekki fallegt að gefa ungu fólki vonir um að grundvöllur sé til að lifa af rekstri sauðfjárbúa eingöngu við óbreyttar aðstæður. Staðreyndin er að langflestir sem stunda sauðfjárrækt í dag afla annarra tekna, annaðhvort með annarri framleiðslu eða þjónustu á búunum, ellegar stunda vinnu fjarri heimili. Þess utan stenst framleiðsla kjöts af sauðfé engan samanburð við framleiðslu af svínum og alifuglum. Meðan vetrarfóðruð kind skilar kannski tveimur dilkum og 30-40 kg af kjöti skilar gyltan allt að þrjátíu grísum og vart undir 1500 kg á ári. Sauðfjárrækt verður því seint talin hagkvæm framleiðsla á mat. Það er hins vegar ekki þar með sagt að sauðfjárhald eigi sér ekki tilverugrundvöll. En er samt sem áður ekki kominn tími til að horfast í augu við tilgangsleysi þessara búskaparhátta? Að sauðféð þurfi að leggja landið undir sig í 10 vikur á ári til að framleiða kjöt sem ekki er nægur markaður fyrir, með miklum opinberum fjárstuðningi og þar að auki meira og minna á annarra landi er auðvitað ekki í neinu samræmi við nútíma atvinnuhætti. Helst mætti líkja þessu háttarlagi við heilagleika indversku kýrinnar. Reyndar hef ég orðið þess var að hluti bænda lítur svo á að sauðfjárbeit á óræktað land sé nánast greiðasemi við guð og menn. Að það sé skylda bænda að beita allt land sem einhverja uppskeru gefur. Í fyrri grein minni gerði ég grein fyrir þeim eina tilgangi mínum, með þessum greinaskrifum um vanda sauðfjárræktarinnar, að sjá bættum hag sauðfjárbænda borgið til lengri framtíðar. Ég trúi því að bann við lausagöngu sauðfjár sé eina leiðin til að ná varanlegum árangri til að dragi úr framleiðslu. Það er miklu meira en nægt ræktað og ræktanlegt land á láglendi landsins til að fullnægja vaxtarþörf þess sauðfjárfjölda sem þarf vegna innanlandsneyslu á lambakjöti. Mýtan um fjallalambið og nýgræðinginn er hins vegar þrautseig. Túnarollurnar er samt sem áður löngu búnar að sanna að fé þrífst ágætlega á láglendisbeit sumarlangt auk þess sem fé er þegar víða í heimahögum allan vaxtartíma lambanna í mörgum sveitum. Þegar ég segi bann við lausagöngu sauðfjár er ég fyrst og fremst að kalla eftir breyttum búskaparháttum. Að greinin færist nær bóndanum sjálfum en hann komist ekki upp með að varpa ábyrgð á framleiðslu sinni á aðra. Hvorki með beit á annarra land né við afsetningu afurðanna. Auðvitað er ekkert að því að sauðfjárbændur nýti sameiginlega land svo fremi að um það sé samstaða og samþykki allra sem hlut eiga að umræddu landi. Þetta breytta búskaparlag, sem ég er hér að tala fyrir, þýðir að þeir einir sem til þess hafa getu og nægt heimaland halda áfram framleiðslu. Það er fullreynt að bændur komi sér saman um stjórn framleiðslunnar þar sem mönnum er mismunað eftir búsetu, aldri, annarri atvinnuþátttöku o.s.frv. Flestar aðgerðir stjórnvalda í þessa veru hafa litlu skilað. Standi núverandi sauðfjárbændur hins vegar frammi fyrir þeim veruleika að t.d. innan 10 ára taki bann við lausagöngu sauðfjár gildi, er það þeirra að meta möguleika sína til áframhaldandi framleiðslu. Láglendisbeit með tiltölulega litlar hjarðir og vonandi verulega hærra afurðaverð en nú er, er sú framtíð sem ég sé fyrir mér í sauðfjárræktinni.. Að auki tel ég að veruleg aukin tækifæri felist í frekari úrvinnslu afurðanna heima á býlunum. Ekki má láta endalausa umræðu um hagræðingu í rekstri afurðastöðva tefja þá þróun. Samspil með ferðaþjónustu veitir fjölda tækifæra við afsetningu margs konar afurða sem og bein sala til neytenda. Breytingin gagnvart öðrum landeigendum verður veruleg. Menn hætta að þurfa að girða sig af gagnvart fénu. Umferð um lönd og lendur verður greiðari. Mun auðveldara verður að hefja skógrækt og náttúrulegur skógur og annar gróður fá aukinn vaxtarfrið. Með breytingu í þessa veru skapast áður óþekkt tækifæri til að færa stuðning ríkisins frá frumframleiðslunni og til beinnar búsetustyrkingar. Sauðfjárbændur framtíðarinnar verða að hætta að hugsa sem frumframleiðendur og sætta sig við að sauðfjárrækt verður ekki stunduð nema sem hlutastarf þar sem aðrar tekjur verða að vera sú tekjujöfnun sem tekur yfir sveiflur í framleiðslu og afurðaverði milli ára. Hvorki er sanngjarnt né réttlætanlegt að greinin vísi þessum reikningum endalaust til ríkisins. Að öðrum kosti er eðlilegast að stuðningur við sauðfjárrækt færist til Tryggingastofnunar og verði þar skilgreindur sem sérstakur bótaflokkur. Núverandi stuðningur á fátt sameiginlegt með öðrum atvinnurekstri! Stefán Tryggva- og Sigríðarson Þóroddsstöðum, Svalbarðsströnd LESENDABÁS Stefán Tryggva- og Sigríðarson. Aukaársfundur 2018 Aukaársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn föstudaginn 28. september 2018 kl. 14 að Stórhöfða 23, 4. hæð, Reykjavík. Dagskrá: 1. Brottfall laga nr. 12/1999 um Lífeyrissjóð bænda. 2. Tillögur að breyttum samþykktum. Tillögur samþykktabreytinga sem ekki leiða af lögum liggja frammi á skrifstofu sjóðsins. Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu. Stjórn Lífeyrissjóðs bænda Sími 563 1300 - lsb@lsb.is - www.lsb.is Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyri – 311 Borgarnes Sími 430-4300 Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til stuðnings við nýsköpun, vöruþróun kynningar- og markaðsstarf til stuðnings íslenskri sauðfjárrækt. Sjá nánar inn á heimasíðu sjóðsins www.fl.is, undir Markaðssjóður/verklagsreglur. Styrkþegar geta verið einstaklingar, hópar, félög, samtök, rannsóknarstofnanir, háskólar eða fyrirtæki. Styrkhæf eru þau verkefni sem talin eru styrkja íslenska sauðfjárrækt og falla undir það að teljast nýsköpun, vöruþróun, kynningar- eða markaðsstarf. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á www. fl.is/markaðssjóður. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna. Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes, merktum: Markaðssjóður. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sjóðsins í síma 430 4300 og á netfangið fl@fl.is. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Fullbúin íbúðarhús Verð frá kr. 9.600.000 Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Gúmmíbelti - Fyrir smágröfur Ætla stjórnmálamenn endalaust að verja sauðfjárræktina á kostnað lands og þjóðar? – Ekki fyrir viðkvæma og fortíðarhyggjufólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.