Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201826
Bændablaðið birtir yfirlit um fjár- og stóðréttir.
Listinn er unninn með þeim hætti að leitað er til
sveitarfélaga um upplýsingar. Víða hafa bændur
og ráðunautar lagt hönd á plóginn. Á örfáum
stöðum eru gloppur í listanum þar sem umbeðnar
upplýsingar hafa ekki borist.
Á listanum er að finna upplýsingar um réttardaga
og sumum tilvikum tímasetningar. Víða eru fyrri og
seinni réttir og eru dagsetningar tilteknar í listanum
þar sem við á.
Heildarlista yfir fjár- og stóðréttir á landinu – auk
Íslandskorts með staðsetningum þeirra – má finna á
vef Bændablaðsins, bbl.is.
Leitið til heimamanna
Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í lista af
þessu tagi og eins geta náttúruöflin orðið til þess að
breyta þarf tímasetningum á smalamennsku og þar með
réttarhaldi. Eru lesendur því hvattir til að hafa samband
við heimamenn á hverjum stað til að fullvissa sig um réttar
dag- og tímasetningar.
Upplýsingar um viðbætur og leiðréttingar sendist á
netfangið tb@bondi.is. Uppfærslur á listanum eru gerðar
jafnóðum og eru aðgengilegar á vef Bændablaðsins,
bbl.is. /TB
Fjárréttir haustið 2018
Suðvesturland
Hraðastaðarétt í Mosfellsdal seinni réttir sun. 30. sept.
Kjósarrétt í Kjós seinni réttir sun. 7. okt. kl. 15.00
Krýsuvíkurrétt v. Suðurstrandarveg,
Gullbr.
laugardaginn 22. sept. kl. 13.00
Vesturland
Bláfeldarrétt í Staðarsveit, Snæf. laugardaginn 22. sept.
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. seinni réttir sun. 23. sept.
Fljótstungurétt á Hvítársíðu, Mýr. seinni réttir lau. 22. sept.
Fróðárrétt í Fróðárhreppi Ekki réttað lengur.
Grafarrétt í Breiðuvík, Snæf. laugardaginn 22. sept.
Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr.
seinni réttir mán. 24. sept. og mán.
1. okt.
Hellnarétt í Breiðuvík, Snæf. laugardaginn 22. sept.
Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr.
seinni réttir sun. 23. sept. og mán.
1. okt.
Hólmarétt í Hörðudal, Dalabyggð mánudaginn 24. sept.
Klofningsrétt í Beruvík, Snæf. sunnudaginn 23. sept.
Langholtsrétt í Eyja- og Miklaholtshr. seinni réttir lau. 29. sept.
Mýrdalsrétt í Hnappadal seinni réttir sun. 7. okt.
Núparétt í Melasveit, Borg. seinni réttir lau. 22. sept.
Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg.
miðvikudaginn 5. sept. kl. 9.00,
seinni réttir sun. 30. sept.
Ósrétt á Skógarströnd, Dal. föstudaginn 28. sept.
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. seinni réttir sun. 30. sept.
Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. seinni réttir lau. 29. sept.
Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. seinni réttir sun. 30. sept.
Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. seinni réttir mán. 24. sept.
Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr, Snæf. seinni réttir lau. 29. sept. kl. 16.00
Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr.
seinni réttir mán. 24. sept. og mán.
1. okt.
Ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæf. laugardaginn 22. sept.
Vestfirðir
Arnardalsrétt í Arnardal í Skutulsfirði laugardaginn 22. sept.
Grundarrétt í Reykhólahreppi, A-Barð. föstudaginn 21. sept.
Hjarðardalsrétt í Hjarðardal í Dýrafirði laugardaginn 22. sept.
Hraunsrétt við Hraun í Hnífsdal í
Skutulsfirði
laugardaginn 22. sept.
Innri-Múlarétt á Barðaströnd, V.-Barð. sunnudaginn 23. sept. kl. 14.00
Kinnarstaðarrétt í Reykhólahr., A-Barð. sunnudaginn 23. sept. kl. 11.00
Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand. seinni réttir sun. 30. sept.
Kirkjubólsrétt við Kirkjuból í Engidal í
Skutulsfirði
laugardaginn 22. sept.
Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. laugardaginn 22. sept., kl. 12.00
Króksfjarðarnesrétt í Reykhólasv.,
A-Barð.
laugardaginn 22. sept.
Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. laugardaginn 22. sept. kl. 14.00
Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði,
Strand.
seinni réttir lau. 22. sept.
Staðarrétt í Reykhólahreppi, A-Barð. föstudaginn 21. sept.
Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand. seinni réttir sun. 23. sept.
Stóra-Fjarðarhorn, Kollafirði í
Strandabyggð
seinni réttir lau. 29. sept.
Traðarrétt við Tröð í Bjarnardal í
Önundarfirði
laugardaginn 22. sept.
Norðvesturland
Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand. seinni réttir sun. 30. sept., kl. 13.00
Norðausturland
Miðfjarðarrétt föstudaginn 21. sept.
Austurland
Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl.
laugardaginn 22. sept.
kl. 13.00
Ormarsstaðarétt í Fellum,
Fljótsdalshéraði
sunnudaginn 23. sept.
kl. 13.00
Suðurland
Hraðastaðarétt í Mosfellsdal seinni réttir sun. 30. sept.
Húsmúlarétt við Kolviðarhól, Árn. seinni réttir lau. 29. sept. kl. 14.00
Kjósarrétt í Kjós seinni réttir sun. 7. okt. kl. 15.00
Krýsuvíkurrétt v. Suðurstrandarveg,
Gullbr.
laugardaginn 22. sept.
kl. 13.00
Landréttir við Áfangagil, Rang. fimmtudaginn 20. sept.
Seljalandsréttir
undir Eyjafjöllum, Rang.
seinni smölun lau. 6. okt.
Brúsastaðarétt í Þingvallasveit sunnudaginn 16. sept., kl. 17.00
Fossvallarétt við Lækjarbotna sunnudaginn 16. sept., kl. 11.00
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit laugardaginn 15. sept. kl. 15.00
Hraðastaðarétt í Mosfellsdal
sunnudaginn 16. sept. kl. 13.00,
seinni réttir sun. 30. sept.
Húsmúlarétt við Kolviðarhól
laugardaginn 15. sept. kl. 14.00,
seinni réttir lau. 29. sept. kl. 14.00
Kjósarrétt í Kjós
sunnudaginn 16. sept. kl. 15.00,
seinni réttir sun. 7. okt. kl. 15.00
Krýsuvíkurrétt v. Suðurstrandarveg,
Gullbr.
laugardaginn 22. sept. kl. 13.00
Selflatarétt í Grafningi mánudaginn 17. sept. kl. 10.00
Selvogsrétt í Selvogi, Árn. sunnudaginn 16. sept. kl. 9.00
Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardaginn 15. sept. kl. 14.00
Ölfusrétt í Reykjadal, Ölfusi sunnudaginn 16. sept. kl. 16.00
Samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr.733/2012 eru seinni leitir tveim
vikum síðar og er því réttað aftur í flestum framangreindum réttum dagana 29. sept.–1. október.
Hafa skal í huga að tímasetningar leita og rétta geta breyst, einkum vegna veðurs.
Helstu réttir í Landnámi Ingólfs Arnarsonar
Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. laugardaginn 22. sept. kl. 16.00
Árhólarétt í Unadal, Skag. föstudaginn 28. sept.
Deildardalsrétt í Deildardal, Skag. föstudaginn 28. sept.
Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardaginn 29. sept.
Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 6. okt. kl. 13.00
Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardaginn 6. okt. kl. 12.00
Unadalsrétt í Unadal við Hofsós, Skag. föstudaginn 28. sept.
Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardaginn 22. sept. kl. 9.00
Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardaginn 6. okt. kl. 11.00
Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 6. okt. kl. 10.00
Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardaginn 29. sept. kl. 12.30
Stóðréttir haustið 2018
Mikill áhugi er fyrir stóðréttum
ekki síður en fjárréttum. Hér
er listi yfir þær stóðréttir sem
upplýsingar lágu fyrir um þegar
blaðið fór í prentun. Fyrirvari er
gerður á að einhverjar villur kunni að
hafa slæðst inn og verður þá reynt að
bæta úr því í næsta blaði eftir því sem
kostur er. Sömuleiðis eru ábendingar
vel þegnar ef einhverjar réttir
hafa orðið útundan í upptalningu
blaðsins. /TB
Hundur þessi var ættaður
að norðan, en kom ungur að
Hlíð í Gnúpverjahreppi til
þeirra hjóna Lýðs hreppstjóra
Guðmundssonar og Aldísar
konu hans, og lifði
þar til elli, virtur af
meðhundum sínum fyrir afls
sakir og vaxtar, og vel metinn
af mennskum samsveitungum
sínum sakir þess frábæra andlega
atgervis, sem snemma bar á hjá
honum.
Þykir hlýða að hans sé hér að
nokkru getið ef verða mætti að
einhverju leyti til skemmtunar
þeim sem opin hafa augun fyrir
háttsemi dýranna en hinum til
fróðleiks er hættir um of við að
tala um „skynlausar skepnur“,
og þá auðvitað tilfinningasljóar.
Það er haft til marks um vit
Hrings að hann þekkti nöfn
manna á heimilinu. Væri honum
t.a.m. sagt að vitja matar síns
hjá einhverri af stúlkunum sem
nafngreind var kom honum
aldrei til hugar að snúa sér
að neinni annarri. Hann var
mannblendinn og hafði gaman
af kirkjuferðum, og hafði því
verið lokaður inni þegar fólkið
fór til kirkju. Tók hann þá það
ráð að hverfa brott af bænum
þegar hann sá kirkjuferðasnið
á fólkinu, en kom svo til þess
einhvers staðar á leiðinni.
Ef svo bar við að hann færi á
bæ með manni og týndi honum,
og væri maðurinn
ókominn þegar Hringur
kom heim aftur, þá lagðist
hann á hlaðið, horfði í áttina er
mannsins var von úr, og vildi
ekki éta fyrr en maðurinn var
heim kominn.
Smalamennska er örðug frá
Hlíð og smalaði Lýður bóndi
stundum og Hringur með
honum; var hann ófús að fylgja
öðrum en Lýð, en fékkst þó til
þess ef honum var skipað það.
Einhverju sinni, er menn
voru önnum kafnir við hirðingu,
fór Lýður ekki að smala, og
smalaði þá telpa þar á bænum
er Anna hét; átti Hringur að fara
meðhenni. Góðri stundu eftir að
þau voru farin kemur Hringur
til okkar þar sem við vorum að
hlaða úr, leggst fram á lappir sér
og er mjög makindalegur. Segir
þá Lýður við hann og nokkuð
snöggt: „Þú hefur svikið hana
Önnu, Hringur. Þú verður að fara
til hennar aftur!“
Eftir nokkra stund var
Hringur horfinn, en kom svo
um kvöldið með ærnar og Önnu.
Hafði hann þá komið hlaupandi
til hennar inni á miðju fjalli.
Atvik þetta, sem nú var sagt frá,
virðist mér greinilega lýsa því
sem nefnt er hugsun þegar um
menn er að ræða. Allir hundar
skilja þegar þeir eru sneyptir, en
afburðir Hrings lýsa sér í því að
honum hugsast fyrir hvað hann
er sneyptur, og að hann geti bætt
aftur það sem hann hafði brotið.
Enn má nefna til eitt dæmi
sem sýnir að Hringur skildi
mannamál. Það bar stundum
við að Lýður sat á rúmi sínu og
mælti: „Það er þá orðið mál fyrir
mig að fara að smala,“ og þó að
hann gætti þess að sýna ekki á
sér neitt fararsnið, þá labbaði
Hringur út og upp fyrir tún, og
beið þar húsbónda síns.
Ýmislegt fleira mætti telja til
að sýna hver vithundur Hringur
var, en verður það þó ekki gert
hér. Þó að ekki verði því neitað
að skepnur eins og Hringur séu
nokkuð viti bornar, þá væri samt
af tvennu illu í rauninni réttara
að tala um vitlausar skepnur en
skynlausar. Því að skynjun, það
er eins og kunnugt er sjón, heyrn
o.s.frv., og skynsemi það þýðir
eiginlega: að geta séð, heyrt,
kennt þef o.s.frv. En jafnvel
sá maður sem best sér er þó
sjóndapur sé farið í jöfnuð við örn
eða gamm, og allra þefvísustu
menn eru þeflausir að heita má
hjá hverjum meðalhundi. Mundu
því þessi dýr, ef þau hefðu málið
til þess, að öllum líkindum kalla
oss mennina skynlausar skepnur.
/Úr bókinni Forustu Flekkur
SÖGUR &SAGNIR ÚR SVEITINNI
Hringur
Félag sauðfjárbænda í Strandasýslu stendur fyrir héraðssýningu á
lambhrútum laugardaginn 6. október nk.
Sýningarhald verður á tveimur stöðum vegna varnarlínu
sauðfjárveikivarna. Norðan varnarlínu hjá Ragnari og Sigríði á
Heydalsá en sunnan varnarlínu hjá Gunnari og Þorgerði í Bæ.
Sýndir verða dæmdir lambhrútar í flokkum hyrndra, kollóttra og
mislitra. Hverju búi er heimilt að koma með allt að 5 hrúta sem bóndi
velur sjálfur til þáttöku.
Skrá þarf þátttöku hjá Samson á netfangið samsonastro@gmail.com
eða í síma 690-0475 fyrir fimmtudaginn 4. október. Skrá þarf ætterni
og stigun grips. Dómar hefjast kl. 11 að norðan og kl. 15 fyrir sunnan.
Veittar verða viðurkenningar og verðlaun þegar dómnefnd lýkur
störfum sunnan varnarlínu. Einnig verður veittur farandbikar í lok
sýningar.
Heimilt er að koma fallegar gimbrar á sýninguna. Best væri að börn 14
ára og yngri sýndu þær. Veittar verða viðurkenningar í gimbrarflokki í
lok sýningar á hvorum stað.
Bændur eru hvattir til að mæta til þáttöku svo sýningin verði sem
veglegust.
Nefndin
Héraðssýning laugardaginn 6. október
bbl.is F bace ook