Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201844 Möndlur eru með elstu ræktunar- plöntum og hafa fundist í grafhýsum egypskra faraóa og þær eru nokkrum sinnum nefndar í Biblíunni. Þær eru sagðar ríkar af B- og E-vítamíni og steinefnum. Í Mið-Austurlöndunum eru möndlur vinsælt snakk ásamt döðlum og í Íran þykir gott að dýfa þeim í sjávarsalt. Framleiðsla og neysla á möndlum í heiminum hefur aukist um 30% á síðastliðnum áratug. Samkvæmt FAOSTAD, tölfræðideild Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, var heimsframleiðsla á möndlum ríflega 3,2 milljónir tonna árið 2016. Mest er neysla þeirra í Banda- ríkjum Norður-Afríku, Indlandi, Þýskalandi, Spáni og Kína. Bandaríki Norður-Ameríku eru langstærsti ræktandi mandlna í heiminum og framleiddu árið 2016 rúmlega tvö milljón tonn, eða um 63% heimsframleiðslunnar. Áætluð landnotkun undir möndlurækt í Bandaríkjunum árið 2016 var 400 þúsund hektarar. Spánn sem var í öðru sæti framleiddi sama ár rúm 202 þúsund tonn sem var tæp 10% af framleiðslu Bandaríkjanna. Íran var í þriðja sæti með tæp 148 þúsund, Marokkó í því fjórða með tæp 123 þúsund tonn, Ítalía í fimmta sæti með 74,6 og Ástralía því sjötta með framleiðslu á um 73 þúsund tonnum. Í kjölfarið koma Alsír, Túnis og Kína með framleiðslu á 66,61 niður í 48 þúsund tonn af möndlum árið 2016. Eins og gefur augaleið eru Bandaríki Norður-Ameríku stærsti útflytjandi mandlna í heiminum með um 67% markaðshlutdeild. Spánverjar eru með um 11% markaðshlutdeild í útflutningi á möndlum, Ástralía 8% og Kína 4%. Það eru svo Spánn, Þýskaland og Indland sem flytja þjóða mest inn af möndlum. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt inn rúm 142,6 tonn af nýjum eða þurrkuðum möndlum með hýði og rúm 48,3 tonn af nýjum eða þurrkuðum afhýddum möndlum, eða samanlagt rétt tæp 191 tonn árið 2017. Langmestur er innflutningurinn frá Bandaríkjunum, rúm 125 tonn, Víetnam 40,5 tonn og tæp 8,7 tonn frá Spáni. Auk þess sem töluvert er flutt inn af möndlum í sælgæti, tilbúnum matvælum og sem möndlumjólk. Ættkvíslin Prunus Um 430 tegundir trjáa og runna sem eru sígrænir eða lauffellandi tilheyra ættkvíslinni Prunus sem er af rósaætt. Þar á meðal heggur, plómur, kirsuber, ferskjur, perur, apríkósur og möndlur sem allt eru plöntur sem vaxa á norðurhveli jarðar. Möndlutré Latneskt heiti möndlutrjáa er Prunus dulcis. Náttúruleg heimkynni möndlutrjáa liggja frá Indlandi til landanna við botn Miðjarðarhafsins og þau finnast meðal annars villt í Sýrlandi, Tyrklandi og Pakistan, auk þess sem þau eru ræktuð víða um heim. Líklegast er talið að möndlutré séu ræktunarafbrigði P. fenzliana sem finnast villt í Armeníu HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.