Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201834 Lífræn ræktun á Íslandi6 Í Hænuvík við Patreksfjörð er friðsælt og einstakt að koma. Utan bæjarhúsanna og túnanna í kring er útsýni til fjalla og niður í hvíta fjöruna þar sem selir velta sér í sólinni. Í þessu mikilfenglega umhverfi reka þau Guðjón Bjarnason og María Ólafsdóttir fjárbú ásamt dætrum sínum, sem og ferðaþjónustu sem notið hefur vinsælda. Launin ekki há en hlunnindin nokkur Guðjón er sauðfjárbóndi með 250 hausa á veturna. Hann segir að afurðirnar gefi þeim 120.000 króna mánaðarlaun samkvæmt framtalinu. „Launin eru ekki há en hlunnindin á jörðinni nokkur eru nokkur. Við erum sjálfbær með kjöt og fisk ofan í okkur og erum með rafstöð sem sér okkur fyrir rafmagni. Hún getur framleitt 40 kílówött en við höfum ekki not fyrir það allt,” segir Guðjón og þegar hann er spurður um hvað hann fái fyrir skrokkinn þá dæsir hann. „Ég fæ 6000-7000 krónur fyrir lambsskrokkinn sem vegur um 17 kíló í Sláturhúsinu á Blönduósi. Þetta er varla nokkuð, kjötverðið til bænda lækkaði um 35% haustið 2017 og hitt árið var lækkunin um 8-12%. Ég er orðin rosalega þreyttur á þessum verðhringlanda og mér sýnist hagur okkar ekki vera að batna. Sauðfjárrækt borgar sig ekki, maður er með féð til að skreyta náttúruna.“ Féð heilbrigðara í lífrænni ræktun Um 4-5 ár eru síðan sauðfjárbúskapurinn í Hænuvík var vottaður. Guðjóni finnst féð hraustara eftir að hann fór yfir í lífræna ræktun. Áður notaði hann ormalyf 2-3 á ári en í dag dugar ein gjöf. Féð hreyfir sig meira og kemst út ef vel viðrar á veturna. Í lífrænni ræktun má nota ormalyf einu sinni á ári. Það kom honum á óvart að frjósemin fór ekki niður þótt hann gæfi fénu engan fóðurbæti en það er mælt með því. Eins og kveðið er á um í vottuðum lífrænum búskap ber Guðjón lífrænan áburð á túnin. „Ég ber skít á túnin og sprettan er í engu frábrugðin því sem var áður en við fengum vottun. Ég slæ mín tún, nýti tún við Kollsvík og túnin á Geitagili. Uppskeran af túnunum er svipuð milli ára og svipaður rúllufjöldi og var áður en hann fór í vottaðan lífrænan búskap. Það kom mér á óvart.“ Auður I. Ottesen SAUÐFÉÐ GEFUR MESTAN ARÐ SEM SKRAUT Í NÁTTÚRUNNI Þau Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson búa og reka gistihús, kaffihús og viðburðarsetur á Karlsstöðum í Berufirði. Hún er alin upp í veitingar- og hótelbransanum, starfaði lengi í blaðamennsku og er nú komin í sveitarstjórn í Djúpavogshreppi. Svavar er grafískur hönnuður og gerir tónlist undir nafninu Prins Póló. Síðan þau fluttu á Karlsstaði árið 2014 hefur mikil uppbygging verið á jörðinni í kringum ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu. Í hlöðunni halda þau reglulega menningarviðburðir og þar er einstakt kaffihús þar sem lagað er lífrænt kaffi. Berglind og Svavar leggja sig fram um að hafa á boðstólum lífrænt hráefni og bera stolt á borð lífrænar kartöflur úr eigin ræktun. Berglind segir að það væri ánægjulegt að vera með kaffihúsið vottað lífrænt en verðið spilar inní. ,,En við erum með vottaða grænmetisrækt og nýtum kartöflurnar á kaffihúsinu og notum eigið hráefni í snakk sem við byrjuðum að gera tilraunir með árið 2013 og standa tilraunir enn yfir,“ segir hún. Auk snakksins framleiða þau hinar frægu Bulsur en þær eru unnar að mestu úr lífrænu hráefni. „Það tók um ár að þróa Bulsurnar en þá voru við ekki í eins mörgum verkefnum og nú og höfðum góðan tíma. Við höfum ferðast víða og spáum mikið í mat, uppruna hans og hvernig hann er útbúinn og hvað við setjum ofan í okkur. Við erum með sjö stöðugildi yfir sumarið og fínt væri að bæta við fleirum því verkefnin eru mörg,“ segir hún. Berglind segist vera bjartsýn á framtíð íslensks landbúnaðar. Ljóst sé hins vegar að gera þurfi róttækar breytingar á regluverkinu. ,,Það eru allstaðar tækifæri.“ Berglind segir að það hafi verið svolítil fyrirhöfn að fá vottun en henni finnst ferlið mega vera pínu flókið til að halda trúverðugleika. „En þetta er fín lína, þetta má ekki heldur vera fráhrindandi,“ segir hún og fullyrðir að lífrænn, umhverfisvænn og sjálfbær landbúnaður sé framtíðin. Með Bulsurnar og grænmetissnakkið Biobú er fyrirtæki sem er sérhæft til vinnslu á lífrænum mjólkurafurðum en það var stofnað í júlí 2002 af þeim Dóru Ruf og Kristjáni Oddssyni sem stunda lífræna mjólkurframleiðslu að Neðra Hálsi í Kjós. Biobú vinnur úr allri mjólk frá Neðra Hálsi, frá Búlandi í Austur Landeyjum og að hluta úr mjólk frá Skaftholti í Gnúpverjahreppi. Biobú framleiðir drykkjarmjólk, skyr, ost, jógúrt og gríska jógúrt. Engin mjólk í vörum Biobús er fitusprengnd, og það er í anda þeirra stefnu að vinna mjólkina sem minnst. Með því að velja lífrænar mjólkurvörur ert þú að forðast sjálfkrafa mörg hættuleg aukefni í matvælum – eins og gervi sætuefni (aspartam, súkralósa) og gervi matvælafitur, rotvarnarefni og fleira sem er bannað að nota í lífrænni matvinnslu. Öll aukefni notuð í matvinnslu verða að vera af lífrænum uppruna og allt sem er genabreytt er bannað. Bændurnir á Neðri Hálsi fengu lífræna vottun 1996. Kristján var sem unglingur í búskap með foreldrum sínum og tók við búinu þegar faðir hans féll frá. Hann hefur alltaf haft góða tilfinningu fyrir ræktun og segir að hún sé líklega meðfædd. „Ég hef hins vegar neikvæða tilfinningu fyrir tilbúnum áburði. Ég ólst upp við það að hræra áburðarefnunum saman í bílskúrnum þegar ég var unglingur áður honum var dreift á túnin. Maður andaði rykinu að sér og mér fannst þetta alltaf vera dálítil einföldun á veruleikanum. Grasið brann undan áburðinum ef hann fór á blautt grasið. Hjartað í mér sagði að þarna værum við á rangri braut. Þegar ég fór að heyra um lífræna ræktun sperrti ég upp eyrun,“ segir hann sem setur skítinn á túnið beint í ginið á gróandanum, þegar grasið er að byrja að grænka í maí. „Maður á að forðast að bera búfjáráburð á frosið land, því þá er hætt við að hann skolist burt og komi ekki að gagni. Öll ræktun snýst að mörgu leyti um eltingarleikinn við köfnunarefnið. Við þurfum að læra að fanga það. Maður þarf að fella skítinn niður í jarðveginn, ekki sprauta upp í loftið, heldur sprauta niður í svörðinn og þá finnst varla lykt eftir að borið er á túnið. Það er vísbending um minna köfnunarefnistap. Með skítnum er ekki verið að tjalda til einnar náttar eins og gert er með notkun á tilbúnum áburði sem skolast auðveldlega burt í rigningum. Ef við berum þessar áburðategundir saman, þá er búfjáráburður með langtímavirkni líkt og molta. Þú ert alltaf að byggja upp frjósemina, öfugt við það sem gerist með tilbúinn áburð. Þar rýrir þú frjósemina með tímanum, fælir í burt lífverur og jarðvegurinn tapar eiginleikum sínum til að gefa góða uppskeru og um leið eiginleikanum til að vinna kolefni úr andrúmsloftinu. Rannsóknir hafa sýnt að lífræn ræktun bindur allt að helmingi meira kolefni í jörðu en hefðbundin ræktun með tilbúnum áburði. Lífræn mjólk er rík af Omega 3 fitusýrum sem getur verndað okkur fyrir læknisfræðilegum vandamálum. Rannsóknarstofnun landbúnaðararins í Danmörku (Danmarks Jordbrugs Forskning 2004), rannsakað innihald andoxunarefna og vítamína í lífrænni og hefðbundinni mjólk og sýna þær rannsóknir að lífræn mjólk í níu af hverjum tíu sýnum inniheldur mun meira náttúrlegra E-vítamína en hefðbundin mjólk. Hefur það m.a. í för með sér að geymsluþol hennar er betra. Mjólkin er auk þess rík af próteini, kalki, og steinefnum. Til viðbótar við E vítamínið fylgja fitunni einnig fituleysanlegu vítamínin A og D. Auk þessa er að jafnaði minni mjólkursykur í lífrænni mjólk sem er jákvætt fyrir fólk með mjólkuróþol. Auður I. Ottesen Brautryðjendur í lífrænni mjólkurframleiðslu Segja má að það sé mjög í anda lífrænnar ræktunar að fjölbreytnin og litlar sérverslanir dafni sem hjálpa til við að upplýsa og fræða almenning um gildi lífrænnar ræktunar. Margir lífrænir bændur eru auk þess þátttakendur í þeirri hreyfingu að opna landbúnaðinn og gefa neytendum kost á að versla beint af bónda, jafnvel í gegnum áskriftarkerfi eða njóta afurðanna á staðnum. Flestar verslanakeðjur á Íslandi hafa tekið lífrænt vottuðum vörum fagnandi, í mismiklum mæli þó. Brauðhúsið Grímsbæ, Bændur í Bænum, Frú Lauga og Melabúðin eru líklega þær verslanir sem hafa mest úrval á höfuðborgarsvæðinu. Einnig má nefna Heilsuhúsið og Jurtaapótekið. Á Akranesi er rekið lífrænt kaffihús, Kaffi Kaja sem býður uppá lífrænar veitingar og ýmsar heilsuvörur og þar má fá ýmislegt umbúðarlaust eftir vigt. Rós í hnappagatið fá þau Þórður G. Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir sem hafa verið í áratugi ódrepandi drifkraftur í framboði á lífrænu hráefni. Þau reka matarmarkaðinn Bændur í bænum og selja matarkassa í áskrift allt sem þig langar að versla lífrænt og fá sent á bensínstöð Olís á Höfuðborgarsvæðinu og á Selfossi eða með flutningarbílum búi kaupandinn úti á landi. Í dag er val um að kaupa matvörur sem ræktaðar hafa verið án allra aukaefna og í sátt við umhverfið um land allt. Auður I. Ottesen Lífrænt aðgengilegt um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.