Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201830 Lífræn ræktun á Íslandi2
Hallur Hróarsson og Berglind Kristinsdóttir áttu sér þann draum að búa með börnin sín fimm
í sveit en þau eru bæði kennarar við
grunnskólann í Hveragerði. Þau festu
kaup á skógræktarjörðinni Gerðakoti
í Ölfusi fyrir fjórum árum og hafa
gert endurbætur bæði á jörðinni og
húsnæðinu. Tveimur árum seinna fluttu
þau þangað. Þau eru komin með hundrað
hænur og fimmtán endur og selja eggin í
áskrift, á brúsapallinum við innkeysluna að
Gerðakoti og Fiskibúðinni í Hveragerði.
Þau hafa áform um að bæta við
bústofnin kindum, rækta grænmeti og
halda áfram í skógræktinni og á tíu ára
planinu að vera með fjölbreyttan búskap
með litlum einingum og að annað þeirra
vinni eingöngu að búskapnum. Fyrr
á árinu fengu þau lífræna vottun fyrir
hænsna- og andaræktina.
Auður I. Ottesen
NÝLIÐARNIR
Lífræni geirinn á Íslandi hefur frá upphafi einkennst af mikilli framsýni og nýsköpun og hefur
fært Íslendingum ýmsar nýjungar í
matvælaframleiðslu svo sem nýjungar
í mjólkurvörum, fjölbreytt úrval af
fersku grænmeti og kryddjurtir, bygg-
og kornvörur, gerjað grænmeti og
ýmsa grænmetisrétti auk nýjunga í
náttúrulegum snyrtivörum svo eitthvað
sé nefnt. Gott samband við neytendur
er einkennandi fyrir þennan geira á
Ísland sem er að mestu samansettur af
sjálfstæðum bændum og fyrirtækjum
sem sjálfir annast sína sölu- og
markaðsmál. Þessi staðreynd gerir þessa
atvinnugrein mjög kvika og skilvirka í eðli
sínu. Árið 1993 var VOR, Verndun og
ræktun, félag framleiðenda í lífrænum
búskap stofnað af sjö frumkvöðlum sem
samstarfsvettvangur frumframleiðenda í
vottaðri lífrænni framleiðslu.
Ræktunaraðferðir kenndar við
lífræna ræktun eiga sífellt meira erindi í
landbúnaðarkerfi nútímans. Í heimi þar
sem mengun, gróður- og jarðvegseyðing
er vaxandi vandamál vegna þaulræktunar
og efnanotkunar er mikilvægt að hlúa
að kerfi þar sem heilbrigði jarðvegsins
er áhersluatriði. Í lífrænum landbúnaði
er jarðvegurinn ræktaður upp með
lífrænum áburði með langtímafrjósemi
að markmiði. Sýnt hefur verið fram á
að plöntur sem ræktaðar eru í slíkum
jarðvegi taka meiri næringu upp úr
jarðveginum og lífræn mjólk og kjöt
hafa meira af lífsnauðsynlegum fitusýrum
á borð við Omega 3 enda skulu dýrin
almennt alin á náttúrulegu fóðri eins og
grasi og heyi.
Eiturefnum úthýst og
velferð dýra tryggð
Í lífrænni ræktun er frumskilyrði að
næringarefni tapist ekki út úr hringrás
efnanna heldur sé skilað aftur í jarðveginn
og leggja lífrænir bændur almennt áherslu
á að nýta auðlindir úr sínu nærumhverfi og
allt sem fellur til á býlinu til ræktunar og
koma í veg fyrir sóun, enda frumskilyrði að
auðlindir séu nýttar með sjálfbærum hætti.
Kemísk efni eru ekki leyfð, svo sem gegn
skordýrum né illgresi og ekki tilbúinn
áburður. Að draga úr notkun tilbúins
áburðar í landbúnaði á Íslandi er mikilvægt
því þekkt er að köfnunarefni sem skolast úr
slíkum áburði út í sjó getur valdið súrnun
sjávar, auk þess sem framleiðsla tilbúins
áburðar krefst mikils jarðefnaeldsneytis
og hann fluttur um langan veg. Í lífrænum
búskap er velferð dýra tryggð með reglum
um rými og aðbúnað, strangar reglur eru
um notkun sýklalyfja og notkun hormóna
er bönnuð. Líffræðilegur fjölbreytileiki er
markmið sem stefnt skal að.
Eftirspurn birtist í
auknum innflutningi
Í Evrópu er mikil áhersla lögð á að auka
útbreiðslu lífrænnar ræktunar enda er
almenn sannfæring fyrir því að greinin
leggi mikið til sjálfbærrar þróunar. Í
Evrópu hafa lönd eins og Austurríki og
Lichtenstein náð um 30% af ræktarlandi
undir lífræna vottun. Sala lífrænt vottaðra
matvæla jókst í Evrópu um rúm 11% á
árinu 2016 og í nokkrum löndum nálgast
markaðshlutdeild lífrænt vottaðra
matvæla 10% markið. Danmörk er dæmi
um land hvar stjórnvöld hafa sett sér
skýra stefnu um þessa atvinnugrein.
Á Íslandi birtist þessi aukna eftirspurn
einnig en ekki síst í auknum innflutningi á
matvörum sem hægt væri að rækta eða
framleiða meira af hér á landi.
Fjölþætt tækifæri til
verðmætasköpunar
Lífrænn landbúnaður getur gengt
veigamiklu hlutverki í að Ísland uppfylli
skyldur sínar í loftslagsmálum því
jarðvegurinn í slíku kerfi bindur meira
kolefni til lengri tíma en þar sem
notaður er tilbúinn áburður. Vottun um
lífræna framleiðslu er heildstæðasta
gæðastýringarkerfi í matvælaframleiðslu
sem völ er á og tekur til umhverfislegra
og félagslegra þátta, framleiðsluaðferða
og innihalds matvæla. Sjálfbærni er
leiðarljós í gegnum alla virðiskeðjuna
og framleiðsluaðferðir vottaðar af þriðja
aðila. Áskoranir til framtíðar eru að fjölga
framleiðendum í lífrænum búskap á
Íslandi og falla þær undir umhverfismál,
neytendamál og byggðamál en innan
þessarar atvinnugreinar eru fjölmörg
tækifæri til verðmætasköpunar. VOR
er virkur þátttakandi í því verkefni
ásamt Bændasamtökum Íslands og
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
sem undirrituðu samkomulag í þá átt
nýverið. Á þessum síðum ber að líta
yfirlit yfirlífræna frumframleiðendur
á Íslandi sem nær til mjólkur- og
kjötframleiðslu, kornræktar,
grænmetisræktunar, þörungavinnslu
og ýmissa afurða úr jurtaríkinu.
Framleiðendur segja frá starfi sínu og
hvar afurðir þeirra er að finna. VOR mun
á næstu misserum eiga samtal við fólk
og fyrirtæki sem fræðast vilja nánar um
eða tileinka sér lífræna ræktun og við
bjóðum alla velkomna á básinn okkar í
Landbúnaðarsýningunni 12.-14. október í
Laugardalshöll.
Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður
VOR, Verndun og ræktun.
LÍFRÆN RÆKTUN – SJÁLFBÆRNI Í NÚTÍMA LANDBÚNAÐI
Gulrótabændurnir Stefán Gunnarsson og Sigurbjörg Jónsdóttir eru einna reyndust
bændur á Íslandi í gulrótarrækt. Árið 2017
fluttu þau fjölskyldufyrirtækið Akursel
yfir í Þistilfjörð og alla gulrótarvinnslu á
Þórshöfn. Þau Sara Stefánsdóttir og Árni
Sigurðson rækta nú með þeim Stefáni og
Sigurbjörgu og saman hafa þau byggt
upp gjöfula lífræna gulrótarrækt á Flögu
í Þistilfirði. Um tveir til þrír hektarar
lands eru notaðir hverju sinni undir
gulrótaræktunina við bæinn, sem stendur
við Sandá en þaðan er nægt vatn að hafa
til vökvunar.
Moldarjarðvegur er í Flögu og segir
Sara að hann virðist koma alveg jafn vel
út og sendinn jarðvegur í Akurgerði.
„Misjafnt er hversu margir eru að vinna á
vertíðum hjá okkur, fer það eftir magninu
sem við tökum upp hverju sinni. Venjulega
höfum við tekið upp á bilinu 120–150
tonn á ári en síðastliðin 2 ár hefur magnið
ekki verið svo mikið vegna vætu og
háttalagi veðurguðanna,“ segir hún og
að gulræturnar þoli dálítið frost en þegar
frostið er orðið nokkuð viðvarandi er
hætta á því að þær verði fljótt leiðinlegar.
Þær springa þá í toppinn og ef það gerist
kemst raki inn í þær og þá geymast
þær illa. Uppskerutímabilið hefur varið
í máuð en Sara segir hann líklega verða
styttra að þessu sinni.“ Við höfum verið
með lífrænar rófur en nánast einungis
fyrir heimamarkað, þær eru ræktaðar
hinumegin við hæðina eða á Katastöðum
í Núpasveit.“
Sara segir að í Flögu sé notast
við skiptiræktun eins og gjarnan er
gert í lífrænni ræktun. „Við erum þá
með einhvers konar kornrækt á móti
gulrótunum hvort í sínum helmingnum.
Skiptiræktunin virkar sem hluti af
áburðargjöfinni því kornið, í það minnsta
hálmurinn, er svo bara plægt niður.
Svo notum við lífrænt fiskimjöl sem við
kaupum nú hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á
Þórshöfn en gulrætur eru áburðarfrekar.“
Auður I. Ottesen
Gulrótaræktin á Flögu í Þistilfirði
Bakrunnur þeirra Guðmundar Ólafssonar og Guðnýjar Höllu Gunnlaugsdóttur sem reka lífrænt
mjólkurbú á Búlandi í Landeyjum
liggur í sveitirnar, hún er úr Eyjafirði og
Guðmundur frá Hvanneyri. Afi hans var
skólastjóri á Hvanneyri og langafi hennar
var einn af stofnendum Bændaskólans
á Hólum og var þar skólastjóri. Þau eru
bæði bændaskólagengin en hún er
sjúkraliði og lærð í náttúrulækningum.
Þau geta ekki hugsað sér að vinna við
neitt annað en lífrænan búskap.
Er hjónin keyptu jörðina í Landeyjum
1996 var hún komin í eyði. Túnin
þeirra voru vottuð 2003, þau fengu
nautgriparæktina vottaða tveimur
árum seinna og byrjuðu í vottaðri
mjólkurframleiðslu 2007.
Guðmundur segir að lífrænan búskap
krefist meiri vinnu og er dýrari en sá sem
almennur telst. „Fóðrið fyrir skepnunar
er dýrara og vinnan er meiri við ræktun
túnana en sú vinna skilar sér í frjósemi
fram í tímann. Við notum kúa- og
hrossaskít á túnin,“ segir hann og að þau
fari óhefðbundnar leiðir í umönnun kúnna
og má sem dæmi nefna hvítlauksolíuna
hennar Guðnýjar sem hefur gagnast
vel gegn júgurbólgu. Olíuna setja
þau yfir heyið og þeim þykir hún vera
ormahreinsandi líka.
Kaup á kvóta snúin
Mjólkursamsalan er eina fyrirtækið sem
má flytja mjólk frá bændum. „Þeir sækja
okkar mjólk, sem fer úr tankbílnum
þeirra beint til vinnslu í Biobú. Við seljum
alla okkar mjólk til þeirra og þeir geta
tekið á móti miklu meiri mjólk frá okkur
en við fáum ekki lán til að kaupa meiri
kvóta. Eftirspurnin virðist ekki ráða
kvótamálum og erfitt er að kaupa auka
kvóta,“ segir Guðný og að þau hafi verið
að rækta upp nýjan stofn sem gefur vel
af sér. „Í byrjun búskaparins keyptum
við kýr frá ýmsum bæjum. Kúnum hefur
fjölgað smátt og smátt, nú erum við
með 50 árskýr og eigum 190 þúsund
mjólkurlítra. En við gætum framleitt allt
að 300 þúsund lítra á ári án þess að
þurfa að gera miklar breytingar á fjósinu.
Kúabúið á Búlandi í Landeyjum
Útgefandi: Vor – Verndun og ræktun Umsjón: Auður I Ottesen Greinaskrif: Auður I Ottesen, Elín Eddudóttir, Eygló Björk Ólafsdóttir, Geir Gunnar Gunnarsson, Margarita Hamatsu Ljósmyndir: Auður I Ottesen,
Aya Arakaki, Áslaug Snorradóttir, Brauðhúsið, Eygló Björk Ólafsdóttir, Páll Jökull Pétursson, Gunnar Örn Þórðarson, Valdís Einarsdóttir o.fl. Umbrot: Davíð Þór Guðlaugsson Prófarkarlestur: Elín Eddudóttir.