Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. september 201852 Ein tegund staðla sem hentar matvæla- fyrirtækjum í útflutn- ingi eru svokallaðir matvæla öryggis- og gæðastaðlar. ISO s tað lar komu fyrst fram á sjónarsviðið á níunda áratugnum og þóttu þau fyrirtæki framsækin sem innleiddu þá. Meðal algengustu staðlanna eru ISO 9001 sem er almennur gæðastaðall, ISO 14001 sem er umhverfisstaðall og svo er ISO 22000 sértækur matvælaöryggis- og gæðastaðall. Smásalar fóru smám saman að gera meiri kröfur til þeirra matvæla sem þeir kaupa af birgjum, meðal annars sem viðbrögð við matvælaskandölum og matvælasvikum sem skekið höfðu heiminn og við síauknum alþjóðaviðskiptum með matvæli. Á það einkum við um hráefni til framleiðslu undir eigin vörumerki (PL) því þá er mikið undir fyrir þeirra eigin ímynd ef eitthvað er að gæðum og öryggi matvælanna. Beggja vegna Atlantshafsins, hvort heldur sem er í Bandaríkjunum, Kanada, meginlandi Evrópu, Bretlandi eða Skandinavíu, fór af stað þróun ólíkra matvælaöryggis- og gæðastaðla sem verslunin hafði forystu um, en að þeirri þróun komu ólíkir aðilar úr aðfangakeðjunni og fleiri. Eins var fjöldi sértækra staðla þróaður fyrir ákveðna geira eins og skyndibitakeðjur, bæði af keðjunum sjálfum sem eru þá sértækir fyrir þær og af samtökum innan geiranna. Í Bretlandi var það British Retail Consortium staðallinn (BRC) sem náði mestri útbreiðslu; á meginlandi Evrópu (Þýskalandi/Frakklandi) staðallinn IFS Food, í Bandaríkjunum Safe Quality Food standard (SQF), og í Danmörku Global Red Meat standard (GRMS). Þá var GlobalG.A.P. þróaður af vinnuhópi evrópskra smásala og byggður á CanadaG.A.P. sem er sértækur fyrir ávexti og grænmeti og viðurkenndur af kanadískum yfirvöldum. Staðallinn FSSC 22000 sem inniheldur allar kröfur ISO 22000 plús viðbætur var svo upphaflega þróaður af hollenskri stofnun. Viðbæturnar voru viðbrögð við auknum kröfum smásala þar sem ISO 22000 var ekki talinn ganga nógu langt. Ofangreindir staðlar byggja á CODEX, HACCP, GMP, matvælalöggjöfinni og ISO 22000, en ganga eins og áður segir lengra. Allir þessir staðlar eru alþjóðlegir; í notkun um allan heim og lítið gert úr því hvar þeir voru upphaflega þróaðir. Ekki er tilviljun að þessir staðlar séu tilteknir hér umfram aðra. Eins og áður hefur verið nefnt urðu auknar kröfur til öryggis og gæða matvæla og rekjanleika í gegnum aðfangakeðjuna til þess að mikill fjöldi staðla var þróaður um allan heim sem gerði staðlaumhverfið bæði flókið og ógegnsætt. Til að bregðast við þeirri þróun voru GFSI samtökin stofnuð, en þau eru regnhlífasamtök hagsmunaaðila úr allri aðfangakeðjunni, opinberra- og alþjóðastofnana, fræðimanna og þeirra sem þjónusta iðnaðinn. Þau leggja mat á ákveðnar tegundir staðla og í kjölfarið hvort þeir fari á lista yfir viðurkennda staðla sem þá eru taldir sambærilegir. Samtökin hafa einfaldað staðlaumhverfið en markmið þeirra er að auka gagnsæi vottunar, auðvelda samanburð, efla þannig traust og stuðla að upplýstu vali í viðskiptum. Staðlarnir sem voru nefndir hér að framan eru þeir sem viðurkenndir eru af GFSI. Í kjölfar þess hafa smásalar í auknum mæli einungis gert kröfu um GFSI viðurkenndan staðal fremur en einn ákveðinn staðal. Sífellt algengara er að íslensk matvælafyrirtæki í útflutningi innleiði einn af GFSI stöðlunum, að þeirra sögn fyrst og fremst vegna kröfu frá kaupendum. Jákvæðar afleiðingar af innleiðingu slíkra staðla telja stjórnendur vera bættur rekstur og stjórnun, aukin gæði matvælanna, aukið traust, bætt ímynd og markaðsstaða – í raun aðgangasmiðinn að markaði. BRC er a lgengast i matvælaöryggis- og gæðastaðallinn á Íslandi, þar á eftir IFS, svo FSSC 22000 og lestina rekur GlobalG.A.P. skv. þeim greiningum sem hafa verið gerðar hér á landi. Greiningin sem höfundur framkvæmdi leiddi í ljós að ef fyrirtækin voru ekki þegar búin að innleiða slíkan staðal var fyrirtækið í innleiðingaferli eða með það á stefnuskránni. Á þetta fyrst og fremst við um stærri fyrirtæki, ekki litlu sérhæfðu fyrirtækin sem sögðust byggja upp traust fyrst og fremst með heimsóknum og því að aðlaga starfsemi sína að kröfum kaupenda. Nefnt var að líklega yrði þess ekki langt að bíða að innleiðing GFSI viðurkenndra m a t v æ l a ö r y g g i s - og gæðastaðla yrði lágmarkskrafa frá erlendum kaupendum en ekki eitthvað sem gæfi þeim sem þá innleiddu forskot á aðra. Dæmi voru um að fyrirtæki hefðu innleitt tvo, jafnvel þrjá sambærilega staðla til að uppfylla kröfur ólíkra kaupenda á ólíkum mörkuðum og töldu það ekki hafa verið mjög flókið því að megninu til væru þeir sambærilegir. Einungis þyrfti að kortleggja hvað skildi þá að og í framhaldinu sjá til þess að þær ólíku kröfur væru uppfylltar. Eins var dæmi um að fyrirtæki hefði farið frá einum staðli yfir í annan því stjórnendur hefðu talið þann staðal henta rekstri fyrirtækisins betur. Eins var nefnt að ef fyrirtækið hefði þegar innleitt HACCP sem er skylda samkæmt matvælalöggjöfinni væri það góður grunnur til að byggja á og innleiðing gæðakerfis eins og BRC ekki svo flókin þó það væri töluverð vinna. Taka skal fram að þessir staðlar útlista ekki nákvæmlega hvernig eigi að gera hlutina heldur hvaða markmiðum eigi að ná. Leiðir fyrirtækja að þeim markmiðum geta verið ólík en útkoman sambærileg. – Oddný Anna Björnsdóttir er bóndi og sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Greinar í Bændablaðinu um vottanir og upprunamerkingar byggjast á verkefni sem hún vann fyrir Íslandsstofu veturinn 2018. Greiningin er aðgengileg í heild sinni á vef Íslandsstofu. Oddný Anna Björnsdóttir objornsdottir@gmail.com VOTTANIR & UPPRUNAMERKINGAR MATVÆLA Matvælaöryggis- og gæðastaðlar Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Mikill breytileiki í byggingarkostnaði Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fékk stuðning úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins til þess að taka saman raungögn um byggingarkostnað. Til þess að hægt sé að áætla kostnað þurfa að vera til einhver haldbær gögn um raunbyggingarkostnað og hvernig hann verður til. Verkefnið var hugsað sem verkfæri til aðstoðar við kostnaðaráætlun við byggingar og/eða breytingar á landbúnaðarbyggingum. Mikil endurnýjunarþörf er á landbúnaðarbyggingum samfara nýjum aðbúnaðarreglugerðum. Vegna þessara ákvæða var samið m.a. um ákveðið fjármagn (fjárfestingastuðning) til kúabænda í gegnum samning um starfsskilyrði kúabænda á sínum tíma. Útfærslan hefur verið með þeim hætti að MAST auglýsir ár hvert eftir umsóknum um fjárfestingastuðning á kúabúum. Við lok hverrar framkvæmdar er óskað eftir því að bændur tilgreini heildarkostnað við einstakar framkvæmdir og helstu efnisþætti. Til að nálgast tölur um raunbyggingakostnað var því aflað upplýsinga í gegnum það gagnasafn sem safnað var út frá tölum sem bændur sendu inn. Þar sem greiddir eru styrkir fyrir tækjabúnað þá eru þær tölur inni í okkar gögnum. Gögnin nýtast til að kanna hvort það sé mikill breytileiki á milli einstakra bygginga, og þá hvar sá breytileiki liggur. Einnig ætti þessi gagnasöfnun að aðstoða fólk við ákvarðanatöku um hvernig og hve miklar breytingar eru mögulegar miðað við rekstrarforsendur. Með þessu verkefni gefst einnig tækifæri til þess að bera saman byggingarkostnað í öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Gögnin sem verkefnið skilar munu einnig nýtast í hagsmunagæslu bænda. Niðurstöður Gögnin sem unnið er með koma úr framkvæmdum sem fengu fjárfestingarstuðning og voru þessar framkvæmdir á mismunandi stigum og ýmist endurbætur og nýbyggingar. Töluverð vinna fór í að vinna gögnin þannig að hægt væri að nýta þau vegna þess hversu mislangt framkvæmdir voru komnar. Notuð voru gögn úr kláruðum fjósum og mun gagnasafnið stækka til muna þegar næstu gögn berast. Eins og sjá má á Mynd 1 var básafjöldi í nýbyggingum 70 básar og var breytileiki mjög lítill (staðalfrávik +/- 6 básar). Leiða má líkum að því út frá þessu meðaltali að í flestum tilfellum sé verið að byggja fyrir einn mjaltaþjón og e.t.v. geldkýr að auki. Breytileiki í básafjölda endurbygginga og viðbótum var mun meiri þar sem sumir voru að bæta geldneytisaðstöðu eða bæta við nokkrum básum en meðaltalið var 34 (staðalfrávik +/- 23 básar). Miðað við þessi fyrstu gögn er heildarkostnaður við nýbyggingu 970 þús. á bás fyrir mjólkurkýr að meðaltali (staðalfrávik +/- 110 þús.). sjá Mynd 2. Gögnin eru enn sem komið er takmörkuð en þau fjós sem voru fullsmíðuð og aðeins fyrir mjólkandi kýr sýndu samt töluverðan breytileika í verði á hvern bás. Þó svo að fermetrafjöldi í gólfplássi á hvern bás fyrir mjólkandi kýr sé breytilegur þá útskýrir það ekki nema að litlu leyti mun á byggingarkostnaði deilt á básafjölda. Breytileikinn var einnig nokkur þegar skoðað var verð á fermetra. Nýbyggingar voru að kosta 100 þús/ m2 að meðaltali (staðalfrávik +/-31 þús.). sjá Mynd 3. Erfitt var að átta sig á kostnaði vegna endur/viðbygginga, þar þurfum við að bíða þangað til gagnasafnið stækkar. Kostnaður við hauggeymslur er e.t.v. sá punktur sem vert að skoða sérstaklega. Í sumum tilfellum var kostnaður allt 317 þúsund á grip (staðalfrávik +/-31 þús.). Þennan breytileika má skýra með mismunandi mikilli aðkeyptri jarðvinnu, vegalengdum í steypustöð og mismunandi kröfum um járnamagn og burðarþol eftir landshlutum. Einnig má skýra þennan mikla kostnað með skort á tilboðum, og einnig skorts á verktökum. Yfirbygging var að kosta 33 þús/ m2 (staðalfrávik +/-14 þús.) en þessi liður er beintengdur við gengi evru, munurinn þarna liggur í mismunandi lausnum þar sem kostnaður við uppsteyptan einangraðan útvegg er mun dýrari en einfaldur steyptur veggur eða stálgrind/límtré. Þetta er síðan fljótt að breytast ef krónan veikist. Verð á innréttingum og innanstokksmunum var mjög svipað enda er samkeppni á þeim markaði mjög mikil. Hvar er hægt að lækka kostnað? Að okkar mati er vænlegast til árangurs að skoða fyrst og fremst kostnaðarliði eins og jarðvinnu og uppsteypu, best er að reyna að ná samkomulagi við verktaka um verð fyrirfram og einnig þarf að átta sig á að það er hægt að hanna húsin mun einfaldari og ódýrari en dæmin sýna okkur. Niðurlag Gagnasöfnun heldur áfram og á næsta ári munum við fá tölur úr mun fleiri fjósum sem búið er að byggja. Við hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins teljum að þessi gagnasöfnun muni reynast bændum vel í allri þeirra áætlanagerð og ákvörðunartöku til lengri tíma litið. Þessi gögn sem þó eru komin hafa reynst okkur vel í ráðgjöf til fólks í byggingarhugleiðingum og mun sú ráðgjöf eflast á komandi misserum. Höfundar: Anna Lóa Sveinsdóttir Sigurður Guðmundsson Sigtryggur Veigar Herbertsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.