Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 20182 FRÉTTIR Bændur í EFTA-ríkjunum brýna ráðherra sína um að semja ekki af sér í Mercosur-viðræðum: Landbúnaði í EFTA-ríkjunum verði ekki fórnað með ívilnunum – Ekki verði samið við Mercosur ríkin í Suður-Ameríku ef það skaði landbúnað og fæðuöryggi EFTA-landanna Samtök bænda í EFTA-ríkjunum hafa sent þeim ráðherrum sem fara með málefni landbúnaðar í þeirra löndum alvarlegar athugasemdir varðandi hugsanlegar ívilnanir um innflutning landbúnaðarvara í viðskiptasamningum við ríki í Suður-Ameríku. Málið snýst um viðskipta- samninga EFTA-ríkjanna við svonefnd Mercosur-ríki í Suður- Ameríku sem eru Brasilía, Argentína, Úrúgvæ og Paragvæ. Þar er verið að fara inn í sjöttu lotu þeirra viðræðna og óttast formenn bændasamtaka í EFTA- löndunum Liechtenstein, Sviss, Íslandi og Noregi að samningarnir geti haft mikil áhrif á verðlag með neikvæðum afleiðingum fyrir landbúnaðarframleiðslu í sínum ríkjum. Rauð strik af hálfu bænda Setja bændur í EFTA- ríkjunum því rautt strik hvað varðar slíka samninga og segja að bændur muni ekki samþykkja ívilnanir er snerta landbúnaðarframleiðslu. Í bréfi sem sent hefur verið til Torbjørn Røe Isaksen, matvælaráðherra Noregs, Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Íslands, dr. Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein og Bundesrat Johann Schneider – Ammann, viðskipta- og landbúnaðarráðherra Sviss, segir að bændur samþykki engar ívilnanir. Við ofurefli í viðskiptum með landbúnaðarvörur að ræða Óttast formenn bændasamtaka EFTA-ríkjanna að Mercosur- samningarnir muni grafa undan landbúnaði og lífsskilyrðum í dreifðari byggðum í þeirra löndum. Benda þeir á að Mercosur-löndin séu meðal öflugustu útflutningsríkja heims á landbúnaðarafurðum. Brasilía sé t.d. stærsti útflytjandi heims á nautakjöti. Andspænis þessum ríkjum standi bændur í EFTA- löndunum sem byggja að mestu á rekstri lítilla fjölskyldubúa. Meðalbústærð í Sviss sé t.d. 25 kýr á um 20 hekturum lands. Í Liechtenstein er meðalbúið 37 kýr á 36 hekturum, á Íslandi 46 kýr á 25 hekturum og 25 kýr í Noregi. Framleiðslukostnaður í þessum löndum sé hár og landfræðilega sé landbúnaður í þessum löndum háður köldu loftslagi. Í yfirlýsingu formannanna segir m.a.: Gæti eyðilagt viðkvæman fjölskyldubúskap EFTA- ríkjanna „Jafnvel þótt land bún- aðarframleiðsla í okkar löndum sé lítil sem hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu (GDP), þá er hún mikilvæg bæði út frá fæðu öryggissjónarmiðum, umhverfissjónarmiðum og líffræðilegri fjölbreytni. Frumfram- leiðslan og úrvinnsluiðnaðurinn er mikilvægur í atvinnusköpun í dreifðum byggðum EFTA- landanna. Lönd okkar hafa lágt sjálfbærnihlutfall í framleiðslu landbúnaðarafurða (um 40%) og aukinn innflutningur frá Mercosur-löndunum mun veikja það hlutfall enn frekar. Um leið og loftslagsbreytingar gera matvælaframleiðslu viðkvæmari, þá verður það sífellt mikilvægara að tryggja matvælaframleiðslu í öllum heimshlutum. Umhverfissjónarmið ásamt lögfræðilegum og félagslegum væntingum um fæðuöryggi, dýraheilbrigði og aðbúnað eru mikil. Það veldur sífellt auknum kostnaði. Allir þessir þættir gera okkar landbúnaði erfitt fyrir að keppa við framleiðslu frá Mercosur-löndunum. Það hafa einnig verið vaxandi áhyggjur af hálfu umhverfissinna í Mercosur- löndunum um að samningur á milli þeirra landa og EFTA-ríkjanna muni stefna fjölskyldubúskap í Mercosur- löndunum í hættu. Áður en gert er samkomulag ættu yfirvöld í okkar ríkjum að gera mat á áhrifum sem slíkur samningur myndi hafa á okkar landbúnað sem og að meta umhverfisáhrif slíks samnings. Það á ekki að sætta sig við að slíkur samningur hafi neikvæð áhrif og ber að stöðva viðræður ef það er raunin.“ Landbúnaði í EFTA-ríkjunum verði ekki fórnað Í niðurlagi bréfa formanna bændasamtaka EFTA-ríkjanna segir að niðurstöður samningaviðræðna um viðskiptasamning eigi ekki að leiða til þess að landbúnaði EFTA- ríkjanna verði fórnað og fjölskyldur bænda sviptar sínu lífsviðurværi. „Við ætlumst til að þið virðið okkar rauðu strik. Ívilnanir til handa Mercosur-ríkjunum mega ekki hafa neikvæð áhrif á okkar landbúnaðarframleiðslu. EFTA- markmið varðandi fæðuöryggi, dýravelferð og að vera án erfðabreyttra matvæla (GMO) verður að virða. Við bændur í EFTA-ríkjunum, ætlumst til að okkar ríkisstjórnir skrifi ekki undir samning sem grefur undan landbúnaðarframleiðslu í okkar löndum.“ Undir þetta ritar Marcus Vogt, formaður Bændasamtaka Liechtenstein (VBO), Markus Ritter, formaður Bændasamtaka Sviss (SBV), Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands (BÍ) og Lars Petter Bartnes, formaður Bændasamtaka Noregs (NB). /HKr. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bænda samtaka Íslands (BÍ). Lars Petter Bartnes, formaður Bænda samtaka Noregs (NB). Markus Ritter, formaður Bænda- samtaka Sviss (SBV). Marcus Vogt, formaður Bænda- samtaka Liechtenstein (VBO). Mögulegur innflutningur á ferskri kjötvöru, ógerilsneyddum eggjum og mjólk: Gæti haft alvarlegar afleiðingar bæði fyrir landbúnaðinn og heilbrigðiskerfið – Margvísleg afleidd áhrif fyrir utan beint tekjutap landbúnaðarins hafa ekki verið metin, segir í úttekt Deloitte Greining Deloitte á mögulegum áhrifum frjáls innflutnings á ferskri kjötvöru, ógerilsneyddum eggjum og mjólk á tekjur innlendra framleiðenda sýnir að kjötgreinarnar munu verða fyrir mun meira höggi en mjólkur- og eggjaframleiðendur. Á meðan framleiðsla á kjötvörum mun verða af allt að 1.750 milljóna króna tekjum, þá mun eggjaframleiðslan skaðast um 50 milljónir og mjólkurframleiðslan ekkert miðað við óbreyttar forsendur. Þær forsendur gætu þó breyst skjótt. Ógreind möguleg afleidd áhrif Í úttekt Deloitte eru ekki greind hugsanleg afleidd áhrif þess ef leggja þyrfti niður ákveðin bú eða draga verulega úr umsvifum þeirra. Þessi afleiddu áhrif gætu komið fram ofar og neðar í virðiskeðju matvælaframleiðslu, þ.e. allt frá birgjum til smásala. Innflutningur dýrasjúkdóma Ekki hafa heldur verið greind hugsanleg áhrif mögulegs kostnaðar sem gæti komið til vegna dýrasjúkdóma sem kunna að berast til landsins vegna leyfðs innflutnings á fersku kjöti og ógerilsneyddri mjólk og eggjum. Óvissan er því afar mikil og bent hefur verið á að áhættan er gríðarleg fyrir okkar viðkvæmu dýrastofna. Þar er hægt að benda á dæmi úr sögunni og nýleg dæmi er varðar sjúkdóma í hrossum. Rússnesk rúlletta fyrir heilbrigðiskerfið Þá hefur heldur ekki verið metinn kostnaður samfélagsins ef innflutningur á hráu kjöti, eggjum og mjólk mun leiða til fjölgunar sýkinga af völdum sýklalyfjaónæmis. Í Bandaríkjunum hefur kostnaður heilbrigðiskerfisins farið stigvaxandi af þessum sökum og nemur um 55 milljörðum dollara á ári, eða sem svarar hátt í 6.800 milljörðum íslenskra króna. Svipað hefur verið upp á teningnum í löndum Evrópusambandsins. Miðað við orð sérfræðinga eins og Karls G. Kristinssonar, prófessors í sýklafræði við HÍ, þá má vissulega líkja þeirri áhættu sem þarna er verið að taka við rússneska rúllettu. Kostnaður heilbrigðiskerfisins og áhætta sjúklinga mun aukast í framtíðinni af völdum sýklalyfja- ónæmis. Mögulegur innflutningur á sýklalyfjaónæmum bakteríum með hráu kjöti, eggjum og mjólk getur mögulega hraðað því ferli verulega og haft í för með sér gríðarlegan vanda fyrir heilbrigðiskerfið. Sala á ógerilsneyddri mjólk er óheimil Þá hefur verið bent á að markaðssetning á ógerilsneyddri mjólk á Íslandi er óheimil og því undarlegt ef heimila á slíkan innflutning. Samkvæmt upplýsingum sem Deloitte fékk frá Bændasamtökunum og aðildarfélögum þeirra, gæti leyfður innflutningur á ógerilsneyddri mjólk leitt til innflutnings á slíkri mjólk. Sú afurð yrði gerilsneydd hér á landi og vörur eins og mjólk og ostar yrðu síðan unnar úr þeirri gerilsneyddu afurð og markaðssettar á Íslandi. Mögulegur innflutningur af þeim toga gæti haft áhrif á samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu, á kostnað innlends magns eða sem aukin samkeppni í verði við innlenda vöru. Möguleg áhrif þessa hafa ekki verið greind. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.