Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 201818 Hafliði Halldórsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb: Höfum náð góðum árangri á Íslandi – Áhugaverð útflutningsverkefni eru í deiglunni Fyrir skemmstu tók Hafliði Halldórsson við stöðu framkvæmdast jóra hjá markaðsstofunni Icelandic Lamb af Svavari Halldórssyni. Markaðsstofan vinnur að því að auka virði sauðfjárafurða, meðal annars með markaðssetningu á erlendum mörkuðum og til erlendra ferðamanna á Íslandi. „Starfið leggst bara vel í mig, þetta er spennandi verkefni og þarft líka að auka virði sauðfjárafurða okkar fyrir bændur og bara alla virðiskeðjuna. Það hefur margt gott gerst í þessum málum á þessum tæpum tveimur árum sem markaðsstofan hefur verið starfandi. Núna tekur við tími hjá mér þar sem ég þarf að komast til botns á öllu umfangi starfsins, öllum þeim verkefnum sem eru í gangi – og marka svo í framhaldi stefnuna um það hverju við breytum á næstu vikum og mánuðum,“ segir Hafliði. Hafliði, sem er menntaður matreiðslumeistari, hefur starfað við hlið Svavars um tíma hjá Icelandic Lamb, auk þess sem hann hefur gegnt ábyrgðarstöðum fyrir fagfélög matreiðslumanna; meðal annars verið framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins. „Ég kem inn í þetta verkefni, í fullt starf, í mars 2017 sem verkefnisstjóri í því sem tengist veitingageiranum, til að mynda smásölu, vöruþróun og aðstoð við útflutningsverkefni. Ég hafði hins vegar tengingu við verkefnið áður en það varð til, því ég var ráðgjafi fyrir stofnun þess. Þegar starf markaðsstofunnar var að mótast tók ég líka þátt í fyrstu samningagerðinni fyrir hana við fyrstu veitingahúsin – í raun áður en hún var formlega stofnuð. Þá var þetta tilraunaverkefni rekið af Markaðsráði kindakjöts, sem skilaði strax árangri sumarið 2016, með aukinni sölu á lambakjöti innanlands.“ Alinn upp á sauðfjárbúi „Ég hef eiginlega alltaf starfað við mat. Ég ólst upp á sauðfjárbúi í Ögri í Ísafjarðardjúpi og þekki því vel út á hvað slíkur búrekstur gengur og hvaða áskorunum bændur standa frammi fyrir. Þessi grein þarf nauðsynlega að ná vopnum sínum og viðspyrnu í verðmyndun. Ég hef starfað á ýmsum sviðum matvælaframleiðslu; allt frá fiskvinnslu á unglingsárum, sjómennsku og rúmlega tvítugur var ég kominn í matreiðslunám. Leiðist svo frá henni út í markaðs- og söluumhverfi síðar. Ég nýt þess auðvitað að vera vel skólaður í matreiðslu og því að meta gæði hráefna og get sagt að við erum með einstakt hráefni í lambakjötinu okkar – afurð sem er einstök að gæðum. Sagan á bak við framleiðsluna, íslenski sauðfjárbúskapurinn, er svo líka einstök – þessi tiltölulega smáu fjölskyldubú og þessi frjálsa beit á villtum gróðri þar sem dýrin velja sér sína fæðu. Við þurfum ekki annað en að líta til nágrannaþjóðanna okkar á Norðurlöndum til að sjá að þessir búskaparhættir eru nánast horfnir. Nú er það orðinn miklu stærri hluti ferðaþjónustu og veitingahúsareksturs að segja sögu af vörum sem eru í boði – og þar passar lambakjötið svo vel inn. Þeir sem vilja vera meðal þeirra bestu á þessum vettvangi – og vinna að auknu virði sinnar vöru og þjónustu – þurfa að geta sagt frá því hver varan sé, hvaðan hún kemur, hver sagan hennar er og sérstaða. Við hjá Icelandic Lamb hjálpum þessum aðilum, sem eru í samstarfi við okkur, um markaðsefni og upplýsingar til að geta miðlað sögunni til viðskiptavina sinna – og uppruna- og gæðavottanir eru hluti af því. Út úr slíkum búskap – sem geymir svo áhugaverða sögu – koma svo afurðir sem eru einstakar að bragðgæðum. Þetta eru einfaldlega afurðir sem eiga að vera flokkaðar með því besta sem þekkist og verðlagðar sem slíkar. Það má auka sjálfstraustið í virðiskeðjuna, alveg frá bændum í gegnum afurðastöðvakerfið og áfram, þannig að þessar vörur séu verðlagðar eins og þeim hæfir,“ segir Hafliði. Icelandic Lamb sprottið úr búvörusamningum Að sögn Hafliða má forsögu Icelandic Lamb að vissu leyti rekja til ráðningar Svavars Halldórssonar s e m f r a m k v æ m d a s t j ó r a Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) um vorið 2015. Hann hafi átt þátt í því, ásamt fulltrúum Bændasamtaka Íslands (BÍ) og LS, að setja kröfugerð inn í sauðfjárhluta búvörusamninganna sem voru gerðir 2016 um að koma á fót markaðsstofunni Icelandic Lamb með það verkefni að auka virði sauðfjárafurða. „Niðurstaðan varð síðan sú að Icelandic Lamb fær fjármögnun til tíu ára, frá ársbyrjun 2017 og út árið 2026,“ segir Hafliði. „Eftir þessum formerkjum vinnum við og horfum bæði á matarhlutann en líka hönnunar- og handverksþáttinn, sem aðallega snýst um vinnslu á ull og hönnun á vörum úr henni. Þar er hægt að sækja fram líka og auka virði ullarafurðanna. Starfið hér innanlands í markaðssetningu á lambakjöti hefur ekki síst snúist um samstarf við veitingahús. Ég held að nokkuð góður árangur hafi náðst á því sviði. Við erum nú í samstarfi við 170 veitingahús. Okkar verkefni í þessu samstarfi er í raun bara að selja ímynd lambsins og afurða þess undir gæðamerkjum okkar og skjöldurinn okkar stendur fyrir,“ segir Hafliði um innanlandsstarfið. Markaðsráð kindakjöts rekur Icelandic Lamb „Við erum líka í samstarfi við sláturleyfishafana, BÍ og LS – enda mynda fulltrúar þessara aðila Markaðsráð kindakjöts sem rekur Icelandic Lamb,“ segir Hafliði um tengslin við Markaðsráð kindakjöts. „Í samstarfi við þessa aðila vinnum við að því að auka gæðavitundina um sauðfjárafurðirnar og auka gæði afurðanna með betri meðhöndlun á þeim. Í útflutningsverkefnunum stefnum við á að gera okkur enn frekar gildandi við markaðssetningu á erlendum mörkuðum en einnig að vinna að áðurnefndum gæðamálum í tengslum við þessi verkefni. Við erum til dæmis núna að vinna að því að uppfæra vörulýsingar og uppfærsla á vöruhandbók fyrir útflutning á lambakjöti er á verkefnalistanum. Þau útflutningsverkefni sem eru komin hvað lengst eru í Japan og Þýskalandi. Vanalega eru þessi útflutnings- verkefni þríhliða; útflutningsaðili hér heima, ein afurðastöð eða fleiri, og innflytjandi á erlendan markað en þessir aðilar gera samning sín á milli um viðskiptin. Við erum svo þriðji aðilinn í þessu samstarfi og við gerum samning við innflutningsaðilann um notkun á merkinu okkar og markaðsefninu – til að styðja við markaðsstarfið. Við setjum stefnuna á næsta ári að setja meira púður í þessa útflutningsaðstoð og fáum inn í janúar næstkomandi nýjan starfsmann, Andrés Vilhjálmsson, sem nú starfar hjá Kjarnafæði, til að sinna þeim málum ásamt vinnu við samstarf við innlenda samstarfsaðila svo sem veitingahús.“ Áhugaverð útflutningsverkefni Hafliði segir að á árunum 2015 til 2016 hafi verið farið í ákveðnar markaðsgreiningar til að finna út vænlega erlenda markaði til að hasla sér völl á. „Uppleggið þar var að horfa til markaða þar sem menningarmunurinn væri ekki mikill miðað við Ísland, ákveðin kaupgeta væri til staðar auk þekkingar og áhuga á Íslandi. Þá beinast augun strax að Norður- Evrópu þar sem Þýskaland verður strax vænlegur kostur – ekki síst út af þeim gríðarlega Íslandsáhuga sem þar er. Norður-Ameríka þykir sömuleiðis mjög áhugaverður kostur. Japan skaut svo nokkuð óvænt upp kollinum, þar er gríðarlega kröfuharður markaður sem skilur og þekkir gæði matvæla. Umsagnir um lambið okkar þar eru þess eðlis að það verður mjög spennandi að fylgjast með framvindunni á þeim markaði. Ég mun halda áfram að byggja á þeim góða grunni sem hefur verið lagður í þessu verkefni, ég er það nýtekinn við að það er í mörg horn að líta til að átta sig fyllilega á stöðunni í ýmsum málum. Mörg af þeim verkefnum sem við erum að vinna í eru skammt á veg komin og þarf að fylgja eftir. Vægi útflutnings mun þó vafalaust aukast í minni stjórnartíð þar sem ágætt verk hefur þegar verið unnið hér heima – en þó þarf að halda áfram vel utan um þau samstarfsverkefni sem við erum í nú þegar við veitingahúsin og í smásölunni. Besta verðið sem fæst í dag fyrir sauðfjárafurðirnar er einmitt á veitingahúsunum á Íslandi og þess vegna er mjög mikilvægt að rækta og þróa það samstarf enn frekar,“ segir Hafliði. /smh Starfsemi Icelandic Lamb Markaðsstofan Icelandic Lamb var stofnuð haustið 2016. Hún vinnur að framkvæmd verkefnisins Aukið virði sauðfjárafurða samkvæmt 10. gr. samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar. Á þessum tíma hefur verið unnin umfangsmikil greiningar- og undirbúningsvinna til að kanna möguleika á eða styðja við markaðssetningu á íslensku lambakjöti, meðal annars í Kína, Kanada, Þýskalandi, Frakklandi, Benelúx-löndunum, Japan, Norðurlöndunum og Bandaríkjunum. Starfsmenn Icelandic Lamb eru í dag fjórir alls í þremur stöðugildum; framkvæmdastjórinn Hafliði Halldórsson, Guðrún Vaka Steingrímsdóttir lögmaður, Una Hildardóttir upplýsingafulltrúi og Ninja Ómarsdóttir, verkefnastjóri hönnunar og handverks. Um áramót bætist við verkefnastjóri vegna samstarfs við veitingageira og útflutningsverkefni. Markaðsstofan vinnur að verkefnum úr 10 ára stefnu Landssambands sauðfjárbænda sem er framsækin og metnaðarfull, þar hafa þegar komið til framkvæmda bann á erfðabreyttu fóðri „GMO“, verndun á afurðaheitinu „íslenskt lambakjöt“, sem er fyrsta verndaða afurðaheitið á Íslandi, og undirbúningur að kolefnisjöfnun greinarinnar hafinn. Markaðsstofan framleiðir mikið af sameiginlegu markaðsefni sem nýtt er bæði við markaðssetningu gagnvart erlendum ferðamönnum og í útflutningsverkefnum. Þá er unnið að gagngerri endurskoðun á vörulista, vörulýsingum, sameiginlegum pakkningum og ýmsu fleiru. Salan til Japans hefur verið vaxandi og íslenskt lambakjöt er komið á matseðla yfir 100 japanskra veitingastaða. Þá hefur vöruþróunarverkefni með framparta á þann markað skilað góðum árangri og líkur á miklum virðisauka til framtíðar. Fyrir fáeinum vikum var gengið frá samningi við þýskan samstarfsaðila um sölu og markaðssetningu á íslensku lambakjöti í Þýskalandi, Austurríki og Frakklandi. Um nokkurra ára skeið hefur ferskt lambakjöt verið selt til Whole Foods-verslunarkeðjunnar í Bandaríkjunum á hverju hausti. Sú sala hefur numið 150 til 200 tonnum á ári. Í vottunum og öðrum verkefnum fyrir greinina er unnið að því að fá PDO-vottun frá Evrópusambandinu og vottun frá NON GMO project, sem staðfestir að ekki er notað erfðabreytt fóður í íslenskri sauðfjárrækt. Myndir / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.