Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 20184
FRÉTTIR
Kokkalandsliðið vann til gullverðlauna
á HM með þorsk, lamb og skyr
Heimsmeistarakeppnin í
matreiðslu var haldin í Lúxemborg
um helgina og var íslenska
kokkalandsliðið þar meðal
þátttakenda. Á sunnudaginn var
tilkynnt um að íslenska landsliðið
hefði unnið til gullverðlauna fyrir
heita matinn, en þau er til marks
um fjölda stiga sem liðið vinnur
sér inn.
Mest er hægt að ná í 100 stig, en
þau lið sem fá 91 til 100 stig hljóta
gullverðlaun.
Gullverðlaunin fengust fyrir heitu
réttina þar sem útbúinn var þriggja
rétta matseðill með forrétti, aðalrétti
og eftirrétti og eldað frá grunni á
keppnisstað fyrir 110 gesti.
Alíslenskt hráefni
Kokkalandsliðið vann með alíslenskar
áherslur í gegnum keppnina og lögð
var mikil áhersla á sérvalið sígilt
íslenskt hráefni þar sem íslenskur
þorskur, íslenskt lamb og Ísey skyr
var í aðalhlutverki.
Í fremstu röð í áratugi
Fleiri en ein þjóð geta því fengið
gull og svo getur það líka gerst að
enginn fái gull. Fyrir 81 til 90 stig
fæst silfur og svo þannig koll af kolli.
Heildarstigin verða kynnt á næstu
dögum og endanleg röð liða.
Þá vann Denis Shramko til
gullverðlauna í sykurgerðarlist á
heimsmeistaramótinu. Landsliðið
hefur verið í fremstu röð síðastliðin
30 ár, en heimsmeistaramótið
er haldið á fjögurra ára fresti. Á
síðasta heimsmeistaramóti náði
liðið frábærum árangri þegar það
varð í 5. sæti. /smh
Þorskur var í forrétt.
Lamba-mjaðmasteik í aðalrétt.
Ísey skyrréttur í eftirrétt.
Íslenska kokkalandsliðið er þannig skipað: Þjálfari er Ylfa Helgadóttir Kopar, aðstoðarþjálfari Jóhannes S.
Jóhannesson, Landsvirkjun, Snædís Xyza Jónsdóttir, Ocampo Mímir Hótel Saga, Sigurjón Bragi Geirsson, Garri,
Snorri Victor Gylfason, Vox Hilton hótel, Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélagið, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
,Marel, Kara Guðmundsdóttir, Fiskfélagið, Denis Grbic, Mímir Hótel Saga, Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélagið,
Hinrik Lárusson, Luxury Catering. Forseti Klúbbs matreiðslumeistara er Björn Bragi Bragason, Síminn.
Myndir / Kokkalandsliðið
m
r
t
r
r
r
r
r
n
r
r
f
t
a
r
f
r
r
r
d
H
Uppskeruhátíð í Austur-Húnavatnssýslu:
Pía á Brúsastöðum er nythæsta kýrin og
knapi ársins er Bergrún Ingólfsdóttir
– Vænsta lambið er frá Syðri-Ey, Mugison frá Hæli hlaut Fernisbikarinn og Blöndalsbikarinn fékk Kopar frá Steinanesi
Uppskeruhátíð búgreinafélaganna
og Hestamannafélagsins Neista í
Austur-Húnavatnssýslu var haldin
fyrir skömmu og mætti fjöldi
manns til að fagna saman.
Í Austur-Húnavatnssýslu er
öflugur landbúnaður og mörg
bú skipa sé í efstu sætin þegar
kemur að afurðum á landsvísu.
Á uppskeruhátíðinni voru veitt
verðlaun fyrir ýmsa flokka
innansveitar. Meðal annars þyngsta
nautið, hæst dæmda kýrin, kýrin Pía á
Brúsastöðum reyndist vera nythæsta
kýrin og Brúsastaðir afurðahæsta
búið með meðalnyt eftir 49,2 kýr
upp á 8,937 kíló. Brúsastaðir voru
afurðahæsta búið á landsvísu 2017.
Sauðfjárverðlaun
Verðmætasta lambið í sýslunni kom
frá Syðri-Ey Það var 28,2 kíló og
með 7% álagsgreiðslu fengust fyrir
það 10. 575 krónur. Hæst dæmda
lambið kom frá Stekkjardal með
90,5 stig. Bestu ómælingar gimbra
voru í Stekkjadal, Stóra-Búrfelli
og Sölvabakka. Í Stekkjardal
voru skoðaðar 92 gimbrar og
að meðaltali mældist bakvöðvi
þeirra 31,9 millimetrar, fita 4,2
millimetrar og lögun 4,1. Besti
hrútur í afkvæmarannsóknum var
Kitti frá Vindhæli með 125,1 stig.
Afurðahæsta sauðfjárbúið var
Stekkjardalur.
Hestamannafélagði Neisti
Knapi ársins hjá hestamanna félaginu
Neista er Bergrún Ingólfsdóttir.
Af merum hlaut Stikla frá Síðu
7,52 í aðaleinkunn, Krækja frá
Sauðanesi 7,89, Kúnst frá Steinnesi
8,23 og Þyrnirós frá Skagaströnd
aðaleinkunnina 8,36.
Af stóðhestum hlaut Korpur frá
Steinsnesi 8,23 í aðaleinkunn og
Kleó frá Hofi 8,27.
Fernisbikarinn sem veittur er
fyrir hæst dæmda kyndómahross
sýslunar hlaut Mugison frá Hæli
og Blöndalsbikarinn sem veitur
er fyrir hæst dæmda fjögura vetra
stóðhestinn féll í hlut Kopars frá
Steinnesi. Auk þess sem Steinsnes
var valið ræktunarbú ársins. /VH
Kúabændur. Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli, Magnús Björnsson, Syðra Hóli,
Gróa Lárusdóttir og Sigurður Ólafsson á Brúsastöðum.
Sauðfjárbændur. Erna Högnadóttir, Vindhæli, Magnús Bergmann
Guðmannsson, Vindhæli, Gerður Garðarsdóttir, Stekkjardal og Ægir
Sigurgeirsson, Stekkjardal.
Hrossabændur í Austur-Húnavatnssýslu. Guðrún Rut Hreiðarsdóttir, Efri Mýrum, Þorlákur Sveinsson, Efri Mýrum, Berglind Bjarnadóttir, Steinnesi, Guðrún
Jón Kristófer Sigmarsson, Hæli og Gísli Geirsson, Mosfelli, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Kagaðarhóls.