Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 2018 29
notkun á vori er óþarfi
að þvo efnið af. Þó
þetta fari á bremsudiska
á bílum verða þeir ekki
bremsulausir. Bremsu-
dælur sem hætt er við að
ryðga haldast fínar og flottar
við að úða á þær Prolani.
Þá þarf engar áhyggjur af‘
hafa af gúmmífóðringum,
þær skemmast ekki.“
Svavar segir að þegar
hann taki bíla í ryðvörn þá láti
hann bílinn standa inni yfir nótt til
að þurrka hann. Síðan taki hann öll
dekk og hlífar undan bílnum og þrífi
undirvagn áður en efninu er sprautað
á. Þá er efninu líka sprautað inn í
sílsa, alla bita og glufur og ef þess
þarf eru boruð göt á bitana til að
koma efninu inn í þá. Þannig á að
vera tryggt að allir krókar og kimar
undirvagnsins séu varðir af Prolan-
efninu.
Klaki festist ekki undir bílum sem
úðaðir hafa verið með Prolan
Svavar segir að þegar búið er að úða
Prolan-efni inn í bretti á bílum og
á undirvagn, þá verði klakasöfnun
aldrei til vandræða á veturna.
„Jeppakarlarnir sem hafa notað
þessi efni og eru að ösla í klaka og
krapa og uppi á jöklum segja mér að
það festist aldrei klaki undir bílana
hjá þeim. Það eina sem hefur áhrif á
Prolanið undir bílunum er barningur
af sandi frá hjólbörðum sem
virkar þá eins og sandblástur.
Það er ekkert efni sem stenst það og
þá er bara að úða þá álagsstaði aftur.
Þegar menn lenda í að gera
við bíla sem úðaðir hafa verið
með Prolan-efni, þá verða aldrei
vandræði vegna þess að boltar og
skrúfur hafi ryðgað fastar. Enda er
þetta smurefni sem smýgur inn í
allar glufur og gengjur.
Felguhringir á vörubílum sem
gjarnir eru á að
ryðga fastir verða
aldrei til vandræða
ef Prolan er borið á
þá. Í Danmörku eru
vörubílstjórar mikið
farnir að nota Prolan
af þessum sökum.“
Leysir upp prótein
eins og flugur
Þótt Prolan sé hannað
sem smurefni og
tæringavörn, þá er það
líka nothæft sem hreinsiefni. Einn
af eiginleikum þess er að það leysir
upp prótein, eins og frá fiski og
flugum sem gjarnan festast framan
á bílum á sumrin. Segir Svavar að
útgerðarfyrirtæki í Grindavík hafi
uppgötvað þennan eiginleika og
notað Prolan til að losna við slor
á pöllum bíla sinna. Þá hafa menn
líka verið að nota þetta efni til að
stoppa ryðblettamyndun í lakki bíla
og hreinsa ryð, líka af reiðhjólum.
Gæðin langt
umfram væntingar
„Þetta efni er því búið að standa sig
svakalega vel að mínu mati. Gæði
efnisins og virkni eru langt fram yfir
mínar væntingar,“ segir Smári Hólm
Kristófersson. /HKr.
Lanolin sem
unnin er úr
ull ástralskra
og
nýsjálenskra s
auðkinda er nú
notuð til að ve
rja
tól og tæki um
allan heim fyr
ir tæringu.
Smári bendir á drifbúnað og ýmis holrúm undir bílnum sem passað er upp
á að verði ekki út undan þegar Prolan-efninu er sprautað á undirvagninn.
RÝMINGARSALA
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM VÖRUM
VERSLUNIN HÆTTIR
50%
Ortlieb hjólatöskur, sjópokar og bakpokar
Grubs skófatnaður - Coast LED höfuðljós - vasaljós
hnífar - Victorinox vasahnífar - eldhúshnífar
Sjá nánar á WWW.FJALLI.IS
Bæjarlind 6 201 Kópavogi Sími: 578-5050 vild@vild.is
Bjarni Harðarson
Í GULLHREPPUM
Í Gullhreppum segir frá þjóðsagnapersónunni séra Þórði í
Reykjadal og hinu mikla veldi Skálholtsstaðar á 18. öld.
Morgunblaðið
480 5600480 5600
Verð
kr. 13.790
Landstólpi - Egilsstöðum
Vélaval - Varmahlíð
Útsölustaðir:
Auglýsinga- og
áskriftarsími Bændablaðsins
er 563-0303