Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 2018 21
eru níu fiskeldisfyrirtæki starfandi
á Vestfjörðum og framleiða 11.470
tonn af laxi auk seiða. Þar er
Arnarlax langstærst með um 10.000
tonna framleiðslu.
Miklar væntingar og vaxandi
vægi laxeldis
Í skýrslu Byggðastofnunar segir
síðan um væntingar og vægi laxeldis
á byggðarlögin á Vestfjörðum:
„Í Vesturbyggð og Tálkna-
fjarðarhreppi hefur orðið aukning
í útsvarstekjum og hafnargjöldum
vegna aukinna umsvifa í fiskeldi.
Í Vesturbyggð hillir í viðsnúning
í rekstri hafnarsjóðs eftir erfið
rekstrarár. Í Tálknafjarðarhreppi
er nokkur fjöldi fólks tímabundið
vegna uppbyggingar á tveimur
seiðaeldisstöðvum. Í Ísafjarðarbæ
er gert ráð fyrir að fjölgun starfa
hafi bein áhrif á útsvarstekjur
sveitarfélagsins. Gert er ráð
fyrir að þær tekjur fari í útgjöld
og fjárfestingar við sjálfbærni
sveitarfélagsins, uppbyggingu
innviða vegna fleiri íbúa, byggingu
leikskóla, skóla o.fl. Þá er gert ráð
fyrir verulegum nýbyggingum á
Suðurtanga á Ísafirði í tengslum
við uppbygginguna. Gert er ráð
fyrir að gatnagerðargjöld vegna
þeirra framkvæmda geti numið 330
milljónum kr. og fasteignagjöld af
þeim muni nema um 90 milljónum
kr. á ári. Í Bolungarvík er eitt
starf við undirbúning fiskeldis í
sveitarfélaginu.“
Íbúaþróun snýst við
vegna fiskeldis
Samkvæmt stöðugreiningu
sem Byggðastofnun gerði fór
byggðaþróun að snúast við um
mitt ár 2010 á sunnanverðum
Vestfjörðum vegna uppbyggingar
í kalkþörungavinnslu og laxeldi.
Fólksfækkun á norðanverðum
Vestfjörðum hélt þó áfram til
2014 en hefur verið að snúast við
á undanförnum árum og misserum
í kjölfar áforma um mikla
uppbyggingu í sömu greinum við
Ísafjarðardjúp. Ferðaþjónusta
sem miklar vonir hafa líka verið
bundnar við hefur líka einhverju
skilað en samt ekki því sem margir
vonuðust eftir. Samkvæmt nýrri
skýrslu Byggðastofnunar varð mesta
aukning atvinnutekna á Vestfjörðurm
á tímabilinu 2008–2017 í fiskeldi.
Lax- og silungsveiðar hafa
hverfandi áhrif á Vestfjörðum
Átökin um laxeldið hafa að stærstum
hluta snúist um þá uppbyggingu sem
átt hefur sér stað á sunnanverðum
Vestfjörðum og fyrirhuguð áform
um laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Á
þessum svæðum eru efnahagsleg
áhrif af lax- og silungsveiði í ám
og vötnum líka sáralítil.
Samkvæmt skýrslu Hagfræði-
stofnunar kemur einungis 9%
hlutfall tekna veiðiréttarhafa og
leigufélaga af launakostnaði og
hagnaði í landbúnaði á Vestfjörðum
úr lax- og silungsveiði. Þegar
litið er til þess að einungis um
5% af landsframleiðslu kemur úr
landbúnaði í fjórðungnum samkvæmt
gögnum Byggðastofnunar, þá er ljóst
að hverfandi hluti atvinnutekna
Vestfirðinga skapast í lax- og
silungsveiði. Sjávarútvegur á
Vestfjörðum er aftur á móti að skapa
8% af landsframleiðslu.
Til samanburðar var vægi
landbúnaðar í atvinnutekjum
á Vesturlandi 11%, þannig að
heildarvægi lax- og silungsveiða
í tekjuöflun þess svæðis í
landsframleiðslunni er þá
væntanlega um 7,5% á meðan
stóriðjan á svæðinu er að skapa 15%.
Átök um laxeldi og uppruna
laxastofna
Þetta eru óneitanlega athyglisverðar
tölur þegar horft er til þess að virði
lax- og silungsveiða hefur mjög
verið notað sem rök í margvíslegum
og hörðum átökum um hvort og í
hversu miklum mæli eigi að heimila
laxeldi í sjókvíum í vestfirskum
fjörðum. Þar er þó einkum horft til
slysasleppinga og fullyrðinga um að
eldislax geti útrýmt „upprunalegum“
laxastofnum á svæðinu.
Um upprunalega stofna er
þó líka deilt, því að í nær öllum
tilfellum hafa laxastofnar í ám á
Vestfjörðum verið ræktaðir upp á
nokkrum áratugum með sleppingum
á seiðum og þá oftar en ekki úr
öðrum landshlutum. Heimildum
virðist bera saman um að dæmi
um að laxagengd og laxveiðar á
Vestfjörðum á árum áður og á fyrri
öldum, voru nánast engin.
Upprunasaga laxfiska á
Vestfjörðum er ekki rismikil
Ýktasta dæmið er trúlega
Laugardalsá við Ísafjarðardjúp
sem talin hefur verið ein besta
laxveiðiáin í fjórðungnum á síðari
árum. Hefur hún m.a. verið nefnd
vegna mikilvægis upprunalegra
laxastofna. Þar veiddust alls 198
laxar á síðastliðnu sumri, en 175 á
veiðitímabilinu 2017. Hún var ekki
almennilega laxgeng fyrr en sprengt
var þar fyrir laxastiga.
Vestfirðingurinn Halldór
Jónsson, sem nú er búsettur á
Akranesi, hefur talsvert skoðað
þessi mál út frá fullyrðingum um
uppruna laxastofna á Vestfjörðum.
Um Laugardalsá segir Halldór m.a.:
„Árið 1936 hófust tilraunir til
þess að sprengja fiskistiga í
Laugardalsá. Þær báru lítinn
sem engan árangur fyrr en árið
1969 er steyptur var laxastigi í
ána. Eftir það fóru laxveiðar í
Laugardalsá vaxandi. Um leið
og ræktun í ám í Ísafjarðardjúpi
skilaði sér skiluðu árnar sér í
hlunnindamat. Má þar nefna
Handbók um hlunnindajarðir
á Íslandi eftir Lárus Ágúst
Gíslason sem gefin var út árið
1982 þó skráning þar sé nokkuð
ónákvæm.“
„Eigi lax svo menn viti“
Halldór nefnir einnig að um þessa á
hafi Jóhann Hjaltason ritað í árbók
Ferðafélags Íslands árið 1949:
„Áin er lygn með miklum
botngróðri og veiðisælt
silungsvatn, en lax hefur þar
eigi verið svo menn viti, fremur
en í öðrum ám Vestfjarða, fram
til síðustu ára, að laxaseiði hafa
verið látin í ána til uppvaxtar.
Í umfjöllunum hefur Halldór m.a.
bent á bókina „Fiskarnir“ eftir Bjarna
Sæmundssonar fiskifræðing sem
kom út árið 1926. Þar rekur hann
nokkuð nákvæmlega hvar lax veiðist
á Íslandi. Er kemur að Vestfjörðum
í hans upptalningu stendur:
„...en á öllu svæðinu þaðan
kringum Vestfjarðakjálkann, að
Hrútafirði, verður varla vart við
lax, eða menn greina hann þar
tæplega frá sjóurriða.“
Halldór heldur áfram og vitnar í
sóknarlýsingar og fleira og segir:
„Í sóknarlýsingum Vestfjarða
sem ritaðar voru á árunum
1839-1854 að tillögu Jónasar
skálds Hallgrímssonar er
nokkuð nákvæm lýsing á
hlunnindum jarða í hverri
sókn í Ísafjarðardjúpi. Er
þar nokkrum sinnum nefnd
silungsveiði en aldrei er laxveiði
nefnd á nafn.“
Vestfirðir og Austfirðir
að mestu laxlausir
Halldór segir að í undirstöðuritinu
Lýsing Íslands eftir Þorvald
Thoroddsen, sem gefin var út árið
1881, skrifi Þorvaldur:
„Laxinn (Salmo salar) gengur
upp í mjög margar ár bæði
sunnan lands og norðan, en
miklir hlutar landsins eru þó
laxlausir, t.d. Vestfirðir allir
milli Gilsfjarðar og Bitru,
suðurströndin öll fyrir austan
Þjórsá og Austfirðir norður að
Héraðsflóa.“
Félagarnir Eggert og Bjarni
fundu engin dæmi um lax í
Ísafjarðardjúpi
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson
fóru rannsóknarferðir um Ísland á
árunum 1752–1757 og skildu eftir
sig handrit að ferðabók er síðar kom
út. Halldór bendir á að í henni komi
fram að hvergi veiðist lax í ám á
Vestfjörðum en í nokkrum veiðist
það sem þá var kallaður laxbróðir,
öðru nafni sjóbirtingur. Engin þeirra
áa er í Ísafjarðardjúpi. Að auki segja
þeir silung veiðast víða.
Jarðabók Árna Magnússonar og
Páls Vídalíns
Í Jarðabók Árna Magnússonar og
Páls Vídalíns um Ísafjarðar- og
Strandasýslu, sem rituð var 1710
er nákvæm lýsing á mannlífi og
staðháttum, svo mörgum þótti nóg
um. Þar stendur um Laugadalsá sem
þar er svo kölluð en nú er nefnd
Laugardalsá með erri:
„Silúngsveiði lítil í Laugadalsá,
þykir nú fara til rýrðar og valla
með hlunnindum teljandi.“
Halldór segir að eðlilega hafi þar
ekki verið minnst á laxveiði í ánni
enda áttu eftir að líða tvær og hálf
öld þar til hún var gerð laxgeng. Um
Langadalsá við Djúp segir þar:
„Silúngsveiði gagnvæn hefur
verið í Lángadalsá, en hefur nú
brugðist í nokkur ár að mestu
aldeilis.“
Lax er þarna ekki nefndur á
nafn hér frekar en annars staðar
í umfjöllun þeirra Árna og Páls
Vídalín um Ísafjarðarsýslu.
Halldór segir að það sé á
grundvelli þessarar sögu sem
vísindaleg ákvörðun var tekin árið
2004 að leyfa laxeldi á Vestfjörðum
þegar stærstum hluta strandlengju
landsins var lokað.
Þó þessar samantektir Halldórs
séu einaldar uppflettingar í gömlum
heimildum, þá er erfitt að véfengja
að forsaga laxveiða og laxanytja
á Vestfjörðum og Austfjörðum
er afar stutt vegna laxleysis á
þessum svæðum. Hugtakið að
vernda upprunalega laxastofna
á þeim slóðum hefur því enga
merkingu. Eftir stendur að mörkuð
var sú stefna af stjórnvöldum að
gera Austfirði og Vestfirði að
fiskeldissvæðum. Samkvæmt
því hafa íbúar á svæðunum
hagað sínum áætlunum. Óbreytt
áframhaldandi átök á milli
laxveiðimanna og laxeldismanna
leiða ekki til neins annars en að
menn kroppi augun hver úr öðrum.
Mun nær væri að deilendur settust
niður með fulltrúum íbúanna sem
þar búa til að finna ásættanlegar
lausnir á fyrirkomulagi laxveiða og
laxeldis til framtíðar. Austfirðingar
og Vestfirðingar hljóta að eiga
það skilið eftir allt sem á undan
er gengið. Þegar öllu er á botninn
hvolft snýst þetta ekki bara um
hagsmuni peningamanna heldur
lifibrauð venjulegra Íslendinga.
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
HEYRÐU
BETUR!
ALLT FYRIR ÖRYGGIÐ!
Við sérhæfum okkur í öryggisbúnaði
m.a. heyrnarhlífum og samskiptabúnaði.
Hafðu samband.
Við veitum þér faglega aðstoð.
Patreksfjörður er einn þeirra staða á Vestfjörðum sem hafa verið að rétta úr kútnum við tilkomu uppbyggingar í