Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 201822 ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 New Holland veðjar á áframhaldandi þróun dráttarvéla knúnum lífdísil og gasi og sjálfbærni í landbúnaði: Rafknúnar dráttarvélar ekki í sjónmáli til stærri verka – Vetnistæknin þykir líka enn of dýr kostur og skortur er á innviðum fyrir dreifingu vetnis New Holland er ekki á leiðinni frekar en aðrir dráttar vélar- framleiðendur að koma með á markað öflugar rafknúnar dráttarvélar sem gjaldgengar væru til vinnu á stórum ökrum eða til að draga stóra og mikla vagna eða hey- og jarðvinnslutæki. Samt eru menn þar á bæ stöðugt að skoða leiðir til að draga úr loftmengun vinnuvéla. Lífdísill sem blandaður er með etanóli og gasi eru ofarlega í hugum tæknimanna New Holland í baráttunni við að draga úr losun koltvísýrings frá dráttarvélum. Þá hefur orðið ör þróun í hönnun dísilvéla sem eru nú mun sparneytnari og losa minna af gróðurhúsalofttegundum en þekktist fyrir aðeins örfáum árum. Þar á bæ er nú mjög veðjað á að bændur geti sem mest orðið sjálfbærir um orku á dráttarvélar með framleiðslu á metanóli, jurtaolíu og gasi úr lífmassa. Rafknúnar dráttarvélar ekki vænlegur kostur Ove D. Juel, viðskipta- og markaðsstjóri New Holland í Hollandi, mætti í bás Kraftvéla á landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöllinni í október. Hann sagði í samtali við blaðamann Bændablaðsins að engar líkur væru á að rafknúnar dráttarvélar leysi stórar dísilknúnar vélar af hólmi í náinni framtíð. Þær væru einfaldlega of þungar og of skammdrægar til að gagnast við vinnu á stórum ökrum. Rafdrifnar vélar gætu þó mögulega gagnast heima við bæi til skammtímanotkunar þar sem stutt er í hleðslustöðvar og eins varðandi liðléttinga. Vetnisdráttarvélar varla á dagskrá í bráð New Holland hefur gert miklar tilraunir með vetnisdrifnar dráttarvélar og kynnti í fyrra til sögunnar frumgerð fyrstu vetnisknúnu dráttarvélina NH2. Hún var með 106 hestafla mótor og byggð á New Holland T6000 vélinni. Þessi vél var sögð geta leyst af hendi öll verkefni sem dísilknúnum dráttarvélum var ætlað. Þegar Juel var spurður um hvort vetnið væri ekki framtíðin í dráttarvélaframleiðslunni var hann ekki sérlega bjartsýnn. Hann sagði að New Holland væri eiginlega búið að leggja þessar hugmyndir til hliðar í bili að minnsta kosti. Vetnistæknin væri einfaldlega of dýr í framleiðslu. Þá skorti alla innviði og dreifikerfi fyrir vetni og tankar fyrir langa notkun á degi hverjum væru of fyrirferðarmiklir. Metangasknúnar dráttarvélar leiða til aukinnar sjálfbærni Ove D. Juel sagði að í þróun dráttarvéla væri hins vegar fátt því til fyrirstöðu að bjóða upp á metan- eða propangasknúnar dráttarvélar. Þar hefur propangasið (LPG) það framyfir að vera mun orkuríkara en metangas. Gefur það 93.2 Megajoules úr hverjum rúmmetra af gasi (MJ/m3) á móti 38,7 MJ/ m3 sem fæst úr metangasinu. Öll tækni vel þekkt fyrir notkun á gasi sem aflgjafa og aflvélarnar sjálfar í grunninn þær sömu og dísilvélarnar. Tilraunir New Holland sýna að hægt er að ná allt að 30% rekstrarsparnaði með því að nota gas í stað dísilolíu. Stærsti kosturinn er þó að býlin geta með því orðið sjálfbær um orku ef þau framleiða sjálf gasið úr lífmassa. Hins vegar benti Juel á að innviðir varðandi átöppun á gasi séu víðast ekki til staðar í sveitum og gastankar tækju auk þess mun meira pláss á hverja orkueiningu en dísilolíutankar. Hjá New Holland hafi menn m.a. farið þá leið að hengja aukatanka í kassa framan á vélarnar til að gera þær nægilega langdrægar. Á Íslandi þyrfti þetta þó ekki að vera mikið vandamál þar sem vélarnar eru yfirleitt að vinna nærri búunum. Notkun á fljótandi LPG gasi vart fýsileg Juel taldi litlar líkur á að menn færu almennt að nota fljótandi propangas (LPG) til að auka vinnsludrægni vélanna líkt og trukkaframleiðendur hafa verið að skoða. Átöppunarbúnaður væri mun flóknari og erfitt væri að vinna með gas undir svo miklum þrýstingi. Allar lagnir þyrftu að vera mun öflugri en ella og gaskútar yrðu sömuleiðis að vera mun sterkbyggðari og um leið þyngri og tækju meira pláss. Eigi að síður hefur New Holland smíðað dráttarvélar fyrir notkun á LPG gasi. Metangasið spennandi kostur fyrir Íslendinga Ljóst er að metangasknúnar dráttarvélar geta verið mjög ákjósanlegur kostur í sveitum og aukið möguleika á sjálfbærni búanna. Víða í Evrópu eru bændur farnir að framleiða metangas úr lífmassa og skít. Í Þýskalandi hafa menn einkum nýtt gasið til að keyra vélar til að framleiða raforku inn á orkukerfið. Á Íslandi hafa menn hins vegar verið tvístígandi við að fara út í framleiðslu á metangasi í sveitum þó öll tækni til þess sé mjög vel þekkt og þróuð. Þarna eru þó vissulega tækifæri og spurningin snýst kannski fyrst og fremst um hver sé tilbúinn að ryðja brautina. Slíkt gæti líka gert íslensk býli sjálfbær um orku. /HKr. Magnús Jón Björgvinsson, Eiður Steingrímsson, Ævar Björn Þorsteinsson og Viktor Karl Ævarsson á bás Kraftvéla á landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöllinni í október. Mynd / HKr. NH2 vetnisknúna dráttarvélin frá New Holland. Þessi New Holland-vél er knúinmetangasi. Propangas er mun orkuríkara en metangas og gæti því hentað betur til að knýja dráttarvélar á stórum ökrum. Það gefur 93,2 MJ á rúmmetra á meðan metangasið er með orku upp á 38,7 MJ í hverjum rúmmetra. Þá er propangasið þyngra en loft (1.5219:1) á meðna metangasið er léttara en loft (0.5537:1). Ove D. Juel, viðskipta- og markaðsstjóri New Holland í Hollandi, telur að dráttarvélar knúnar lífdísil eða gasi muni leysa af hólmi hefðbundnar vélar sem keyra eingöngu á jarðefnaeldsneyti. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.