Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 2018 39
Skógar breiddust út og beit minnkaði
mjög mikið. Svartidauði hafði því
mun meiri áhrif á búskaparhætti í
landinu en áður var talið.
Athugun á beitarálagi eftir
héruðum, sem byggð var á
heimildum um búfjáreign í upphafi
18. aldar, sýndi að álagið var mjög
mismunandi eftir sveitum, mest
í búsældarlegum og miðlægum
sveitum en mun minna í upp- og
útsveitum, allt niður í að ekki
nema 5 til 10% gróðurs voru nýtt
til beitar eða fóðurs. Sú hugmynd
að allt landið hafi verið undir miklu
beitarálagi alveg frá öndverðu
er allt of einföld. Beitarálag var
mjög mismunandi eftir tímabilum,
héruðum og búskaparháttum.
Síðan verður að hyggja að því að
landnámið og sú landnotkun sem
því fylgdi óhjákvæmilega hafði
mikil áhrif á viðkvæm gróðursvæði
á eldgosabeltinu þar sem alls engin
beit hafði verið áður. Þau áhrif voru
flókin og jafnvel tiltölulega lítil beit
gat haft mikil áhrif.
Sú hugmynd hefur verið ráðandi
að allt búskaparland hafi verið
uppurið um 1100 og eftir það hafi
ekki verið hægt að auka búskap.
/VH
Grænlandsför Gottu VE 108:
Tilgangurinn að sækja sauðnaut
og efla byggðir á Íslandi
Mótorbáturinn Gotta VE 108
fór til Grænlands árið 1929 með
ellefu manna áhöfn. Tilgangurinn
var að fanga sauðnaut, sem ætlað
var að yrðu vísir að nýrri búgrein
á Íslandi.
Í bókinni Grænlandsför Gottu
segir höfundurinn og útgefandinn,
Halldór Svavarsson, frá ferðinni
þar sem skipshöfnin lenti oft í
mikilli hættu og hremmingum, þar
sem lítið mátti út af bregða.
Ferðin heppnaðist að mestu leyti
vel og voru nautin höfð almenningi
til sýnis á Austurvelli í Reykjavík.
Þrátt fyrir að lítið yrði úr áformum
um sauðnautaeldi á Íslandi.
Halldór, sem er úr Vestmanna-
eyjum, segist muna eftir Gottu
sem fiskibát frá því að hann var
strákur og hann segist hafa heyrt
talað um Grænlandsferðina en
vissi lítið um hvað hún snerist.
„Ég er grúskari í eðli mínu og
rakst löngu síðar á grein um
ferðina í Ársriti Gagnfræðaskólans
í Vestmannaeyjum, Blik, sem vakti
áhuga minn.
Í framhaldi
af því fór
ég að skoða
heimildir um
ferðina og grafa
upp meira af
upplýsingum.
Ég fór á öll söfn sem ég taldi
að gætu geymt upplýsingar um
ferðina og leitaði fanga auk þess
sem ég talaði við alla niðja þeirra
sem fóru í ferðina og safnaði
ljósmyndum sem teknar voru í
ferðinni og tengdust henni. Á
meðan á upplýsingaöfluninni stóð
fann ég fyrir talsverðum áhuga á
ferðinni.
Tilgangur ferðarinnar var að
sækja til Grænlands sauðnaut og
flytja þau til Íslands og efla þannig
byggð í landinu þar sem hún var að
leggjast af. Eldið tókst ekki sem
skyldi og að mínu mati aðallega
vegna vanþekkingar.
Smám saman skýrðist myndin
og þekkingin jókst og á endanum
ákvað ég að taka efnið saman og
gefa það út í bók.“ /VH
Heilsunuddarinn og
ilmkjarna olíufræðingur-
inn Guðríður Gyða
Halldórsdóttir hefur
sent frá sér bók sem hún
nefnir Ilmkjarnaolíur –
Lyfjaskápur náttúrunnar.
Í bókinni er að finna
margvíslegan fróðleik um
ilmkjarnaolíur og virkni
þeirra. Fjallað er um uppruna
olíanna, gefnar leiðbeiningar
um hvernig má nota þær
til heilsubótar og loks eru
uppskriftir að blöndum sem
geta spornað gegn ýmsum
kvillum. Gyða hefur notað
ilmkjarnaolíur í starfi sínu
um árabil og deilir í bókinni
þekkingu sinni á notkun þeirra.
Bókin er í handhægu
gormabroti og auðvelt að fletta
henni og sagt er frá hverri plöntu
fyrir sig og verkun hennar á einni
opnu.
Einn alvarlegur ljóður er á
bókinni og það er að í yfirfyrirsögn
eru plöntunöfn á ensku. Eitthvað sem
auðvelt hefði verið að bæta og
setja hvönn í staðinn fyrir angelica,
kanill í staðinn fyrr cinnamon bark
og vallhumall í staðinn fyrir yarrow
svo dæmi séu nefnd. /VH
Lyfjaskápur náttúrunnar:
Ilmkjarnaolíur
– Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir
MHG Verslun ehf | | 20 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is
ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN
HUSQVARNA
FS 400 LV
Sögunardýpt 16,5 sm
HUSQVARNA
K 7 0
Sögunardýpt 12,5 sm
HUSQVARNA
K 2500
Sögunardýpt 14,5 sm
HUSQVARNA
DM 230
HUSQVARNA
K 3600 MK II
Sögunardýpt 27 sm
HUSQVARNA
Steinsagarblöð
og kjarnaborar