Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 201848
MATARKRÓKURINN
LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR
Magnús Óskarsson og Elín
Sigurðardóttir fluttu frá Húsavík
ásamt börnum sínum, Óskari
og Eydísi, árið 1978. Þau keyptu
jörðina af Pétri Víglundssyni
og Rögnu Guðmundsdóttur og
bjuggu með sauðfé, hross, kálfa
og heimiliskýr. Þau byggðu nýtt
íbúðarhús 1985 og endurnýjuðu
eldra húsið fyrir ferðaþjónustu
1990.
Í ársbyrjun 2014 keyptu Eydís
og Máni jörðina og búa með sauðfé
og ferðaþjónustu en Elín og Magnús
fluttu til Sauðárkróks.
Býli: Sölvanes.
Staðsett í sveit: Á Fremribyggð í
Lýtingsstaðahreppi hinum forna í
Skagafirði.
Ábúendur: Eydís Magnúsdóttir og
Rúnar Máni Gunnarsson.
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Ásamt Eydísi og Mána búa hér
synirnir Magnús Gunnar, 19 ára,
og Máni Baldur, 13 ára, og Ásta
Agnarsdóttir, móðir Mána. Magnús
Gunnar stundar nám á Akureyri
en sést hér öðru hvoru. Svo er það
smalahundurinn Blue, kettirnir Flekka
og Fluffy, kanínurnar Ella, Bella og
Krulla og nokkrar ónefndar hænur.
Stærð jarðar? Um 440 ha, þar af um
40 ha ræktað land.
Gerð bús? Sauðfé og ferðaþjónusta.
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 270
fjár og slatti af hrossum.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Á morgnana þarf að taka á móti
ferðamönnum í morgunmat og sýna
þeim svo kindur, bæði sumar og vetur.
Suma daga fer svo Máni að sæða
kýr en heima þarf að þvo af rúmum
og sinna landbúnaðarstörfum eftir
árstíðum.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Mána finnst
skemmtilegast í heyskap en Eydísi
í sauðburði. Það er fátt leiðinlegt ef
veðrið er gott.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir
ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Með svipuðu sniði, en vonandi
vinnum við enn meira úr eigin
afurðum.
Hvaða skoðun hafið þið á
félagsmálum bænda? Það þarf að
halda enn betur á lofti mikilvægi
landbúnaðar fyrir þjóðina.
Hvernig mun íslenskum
landbúnaði vegna í framtíðinni?
Það er ekki gott að segja, það eru
ýmsar blikur á lofti.
Hvar teljið þið að helstu
tækifærin séu í útflutningi
íslenskra búvara?
Það er alltaf spurning hversu
mikla áherslu við eigum að leggja
á útflutning.
Áherslan ætti líka að vera að
aðlaga vöruframboðið hér betur
að íslenska markaðnum.
Tækifæri í útflutningi eru helst í
mjólkurvörum og lambakjöti.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Ostur, heimabakað brauð og
heimagerð berjasulta, egg, smjör
og bjór.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Lambakjöt og grilluð
pitsa.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Þegar Eydís ætlaði
að reka féð heim „styttri leiðina“
meðfram ánni og lenti í svarta
myrkri með fé og smalana.
Þeir sem biðu heima með matinn
voru ekki sérlega hrifnir.
Ceasar-salat, sætar kartöflur og súkkulaðisnjóboltar
Gott er um þessar mundir að byrja
að skera niður þungar máltíðir
fyrir jólaátið. Það er fljótlegt og
auðvelt að henda í Caesar-salat sem
sumir halda að sé nefnt eftir Julius
Caesar. Það er hins vegar mesti
misskilningur því Caesar Cardini,
frægur veitingamaður, á heiðurinn
af þessum rétti, sem fyrst var gerður
í Tijuana í Mexíkó árið 1924 þegar
þjóðhátíð Bandaríkjamanna 4. júlí
stóð sem hæst. Allt hráefnið var
uppurið í eldhúsinu og það þurfti
að útbúa rétt fyrir fyrirmennin úr
því sem eftir var í eldhúsinu.
Upprunalega uppskrift Cardini var
einungis romaine-salat , hvítlaukur,
brauðteningar („croutons“,
dagsgamalt steikt brauð), Parmesan-
ostur, soðið egg, ólífuolía og
Worcestershire-sósa. Hann var
sagður vera á móti að setja ansjósur í
sósuna, sem er oft notað fyrir aukna
bragðfyllingu í dressinguna, og hélt
því fram að Worcestershire-sósa sé
fullnægjandi til að fá aukið bragð.
Í seinni tíð hefur tíðkast að gera
salatið með kjúklingi og jafnvel
annað grænmeti sett með. Það væri
því kannski ráð að gera smá hlaðborð
af meðlæti og láta fólk búa til sitt
eigið Caesar-salat úr því og nota
jafnvel óskorin romaine-lauf sem
taco-skál, til að gera salatvefju úr.
Caesar-salat taco
Þetta er upprunalega útgáfan af
salatinu sem er orðið vinsælasta
salat í heimi.
› 1 egg
› 1 rif hvítlaukur
› smá skvetta Worcestershire-sósa
› ferskur sítrónu- eða limesafi, eftir
smekk
› góður slatti Parmesan-ostur
› 2 sneiðar brauðteningar
› salt og ferskur pipar
› 50 ml ólífuolía
› 1 tsk. Dijon sinnep
› 1 tsk. balsamic
Aðferð
Hrærið saman dressingunni með
forsoðna egginu og setjið á disk með
Parmesan-ost á milli laga, framreiðið
með brauðteningum.
Sætar kartöflur og sykurpúðar
– þakkargjörðarmatur
Það eru ýmsir skrítnir réttir borðaðir
yfir þakkargjörðarhátíðina í
Bandaríkjunum. Eitt af því sem er
með því algengara er sætar kartöflur
og bakaðir sykurpúðar. Hægt er
að gera góðan rétt með kjúklingi
og sykurpúðum, nota bakaðar
sætar kartöflur eða ofnbakaðar
gulrætur eins og hér er gert í anda
þakkargjörðarmáltíðarinnar með
kjúkling í stað kalkúns.
› 2–4 kjúklinga bringur
› 1 stk. kardimommubaun eða ögn
malað krydd
› 1 rif hvítlaukur
› 1 stk. lárviðarlauf
› 1 stk. stjörnuanís
› 4 svört piparkorn
› 1 tsk. sojasósa
Fyrir heimagerða ostsykurpúða
› 100 ml mjólk
› 1 mozarella-kúla eða mjúkur geitostur
› 1 msk fljótandi glúkósi eða agavesíróp
› salt
› 6 blöð gelatín
› 2 egg hvítur
› 50 g flórsykur
(Líka hægt að nota keypta sykurpúða
eins og gert er í Bandaríkjunum).
Fyrir salatið
› 20 g blönduð salatblöð
› fersk krydd að eigin vali
› salt og pipar
› 15 ml ólífuolía
› 5 ml sítrónusafi
Aðferð
Hrærið saman mjólkina, geitaostinn/
mozarellakúlurnar, glúkósa og saltið.
Setjið í pott til að hita upp og leysið
ostinn upp. Mýkið matarlímið
(gelatínið) í köldu vatni. Þegar
það er mjúkt, hristið þá af megnið
af vatninu, hrærið og leysið upp
í heitri mjólkurblöndunni. Eitt
blað í einu. Vinnið saman með
handtöfrasprota eða í blandara og
látið kólna niður í um 50 gráður.
Þeytið eggjahvítur, setjið í
flórsykur og þegar eggjahvíturnar
eru orðnar loftkenndar er þeim hellt
mjög hægt saman við geitamjólkur/
ostablönduna og setjið á matarfilmu
þegar matarlímið hefur tekið sig í
hrærivélinni.
Gott er að skera þetta hálffrosið
og nota eins og ost til að fá gljáa á
grænmeti eða fiskrétti.
Veltið gulrótum upp úr smá matarolíu
og bakið í ofni við 180 gráður í 20
mínútur. Bætið kjúkling við ásamt
kryddi. Í lok eldunartímans er
kryddað með smá sojasósu eða salti,
bætið sykurpúðum og framreiðið
með salati sem búið er að velta í
sítrónusafa og ólífuolíu.
Vegan súkkulaði snjóboltar
› 90 g gott kakóduft
› 400 g sykur
› 110 ml kókosfita
› 190 ml fínt hnetusmjör og tahini
sesam paste (eftir smekk)
› 1 tsk. vanilluþykkni
› 250 g hveiti
› 2,5 tsk. lyftiduft
› 0,5 tsk. salt
› 2 msk. piparmintubrjóstsykur (mulið
sælgæti)
Sykurhúð
› 100 g fínt duftaður brjóstsykur
› 60 g flórsykur
Aðferð
Blandið saman í skál hveiti, salti og
lyftidufti. Setjið til hliðar.
Í miðlungsstórri skál eða í hrærivél
hrærið saman kakódufti, sykri,
hnetusmjöri, sesampaste (tahini),
kókosolíu og þykkni þar til þessu
hefur verið vel blandað saman. Hrærið
muldum piparmintubrjóstsykri (eða
jólastöfum). Bætið hveitiblöndunni
saman við þar til það hefur alveg
blandast saman.
Setjið deigið í plastfilmu og látið
hvíla í 4 klukkustundir.
Hitið ofninn í 180 gráður. Setjið á
tvær bökunarplötur með smjörpappír.
Gerið kúlur og veltið upp úr sykri.
Veltið upp muldum brjóstsykri
(eða venjulegum sykri) og síðan í
flórsykri, til að mynda snjólagið.
Bakið í 12–13 mínútur (smákökurnar
skulu vera svolítið of lítið bakaðar).
Takið úr ofni og látið kólna í 2–3
mínútur áður en gott er að setja á
grind til að láta þær kólna alveg.
Bjarni Gunnar Kristinsson
Matreiðslumeistari
Sölvanes
Caesar-salat taco.