Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 201838 Í bókinni Af hverju strái fjallar dr. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur um heimildir um umhverfissögu Íslands frá 1300 til 1700. Heimildir Árna hafa fæstar verið skoðaðar áður að einhverju ráði með tilliti til umhverfissögu og niðurstaða rannsóknarinnar kemur á óvart. Bókin er að stofni til doktorsritgerð Árna frá Kaupmannahafnarháskóla frá 1997. „Síðan þá hefur ritgerðin verið þýdd á íslensku, þróuð áfram og miklu verið bætt við hana. Það má því segja að bókin sé uppfærð útgáfa af ritgerðinni,“ segir Árni. Fjöldi „nýrra“ býla fundist Árni segir að bókin fjalli í megindráttum um þrennt, byggð, gróðurfar og bændasamfélagið og samspil þessara þriggja þátta á Íslandi á tímabilinu 1300 til 1700. „Bókin er byggð á heimildum sem lítið hafa verið notaðar fram til þessa en það er Íslenska fornbréfasafnið sem er safn í íslenskum skjölum og bréfum frá elstu tímum til 1570. Þar er meðal annars að finna heimildir um byggð á 14. öld sem lítið hafa verið notaðar til að skoða hvernig byggðin á þeirri öld var. Auk þess sem þátttaka Björns Teitssonar og nokkurra annarra íslenskra sagnfræðinga í samnorrænni eyðibýlarannsókn á 8. áratug 20. aldar, og þær aðferðir sem þeir þróuðu við að athuga í, var mér mikill innblástur. Við skoðun á þessum heimildum kom í ljós að byggð á 14. öld var meiri en hingað til hefur verið talið og lögbýli fleiri sem nemur um 10%. Fram til þessa hefur tala lögbýla verið talin 4.000 á fjórtándu öld eins og á síðari tímum en var 4.400. Síðan leitaði ég í ritheimildum að hjáleigum og tvíbýlum og í þeim fundust ummerki um fjölda þeirra en ekki jafn skipulega og um lögbýlin.“ Árni segir að til séu á skrám frá fjórtándu öld tölur yfir fjölda býla í nær hverri sókn á Norðurlandi, flestum á Vesturlandi, mörgum á Austurlandi og nokkrum á Suðurlandi. „Fyrst og fremst eru þetta máldagar kaþólsku kirkjunnar þar sem talið er upp hverjir greiddu tíund, hey- og ljósatoll til sóknarkirkna. Undanfarið hefur við fornleifaskráningu komið í ljós nýr heimildaflokkur sem eru leifar miðaldaeyðibýla. Skráningin er ítarlegust og athuganir mestar í Skagafirði og Eyjafirði, einnig sums staðar í Þingeyjarsýslum. Við þessi eyðibýli er víða að finna ummerki um túnrækt. Á ákveðnum svæðum, þeim sem best hafa verið rannsökuð, eru eyðibýlin næstum eins mörg og jarðir sem eru nefndar í ritheimildum miðalda.“ Íslendingar voru fleiri en talið hefur verið Aðspurður svarar Árni því játandi að Íslendingar á 14. öld hljóti því að hafa verið fleiri en hingað til hefur verið talið. „Já, það er nokkuð ljóst. Það hefur verið talað um að íbúar hafi verið svona 60 þúsund þegar mest var á miðöldum, og sveiflast á bilinu 30 til 60 þúsund, en líklega verður að hækka þá áætlun fyrir 14. öld að minnsta kosti. Þá sýnist fjöldi skráðra jarða benda til að íbúar hafi verið 70 þúsund hið minnsta, og vísbendingar eins og mikill fjöldi eyðibýla gerir að verkum að jafnvel talsvert hærri tölur eru alls ekki útilokaðar.“ Búskaparhætti á miðöldum Í bókinni fjallar Árni einnig um búskaparhætti á miðöldum, búfé, grasnytjar og landnýtingu. „Í máldögum eru ekki bara heimildir um byggð heldur líka búskaparhætti og fjölda búfjár. Þar kemur fram að samsetning búfjár á miðöldum var þannig að nautgripir voru megin stofninn en ekki sauðfé og það leiðir til þess að við verðum að endurskoða allar hugmyndir okkar um landnýtingu á þeim tíma. Kýr voru og eru ekki enn settar á afrétt og þær þurftu annars konar fóður en sauðfé. Stör var mikilvægt fóður fyrir nautgripi, þar sem hana var að finna, og mikið slegin sem vetrarfóður fyrir það. Víða er að finna minjar um vel ræktuð tún. Á þau var borinn búfjáráburður og annar áburður með skipulögum hætti og eftirtekja því meiri en síðar varð. Við erum því að horfa til búskaparhátta sem voru að mörgu leyti svipaðir og samtímahættir í Noregi með mikilli ræktun, miklum fjölda nautgripa og tiltölulega lítilli sauðfjárrækt miðað við það sem seinna varð. Mín skoðun er sú að það fari ekki að bera á áhrifum sauðkindarinnar á landið að verulegu marki fyrr en á 20. öldinni. Í Fornbréfasafninu er einnig fjöldi heimilda um kornrækt á 14. öld um sunnan- og vestanvert landið. Í bréfasafninu er víða minnst á akra og sá stærsti var á Görðum á Álftanesi og var rúmir þrír hektarar að stærð.“ Árni segir að fundist hafi tvö plógjárn frá miðöldum og að í fornum heimildum sé talað um arðuruxa, uxa sem drógu arðra, þá tegund plóga sem hér var notuð. Einnig hafi fundist plógför frá miðöldum í Þegjandadal í Þingeyjarsýslu, sem sýna að kornrækt var ekki bundin við Suður- og Vesturland. Það sé líka athyglisvert að á 14. öld var fremur kalt, en engu að síður séu þá miklar heimildir um kornrækt, þær mestu frá miðöldum. Fólksfækkun og vinnuaflsskortur „Á 15. öld hverfa heimildir um kornrækt skyndilega. Fornleifarannsóknir á kornrækt sem Garðar Guðmundsson fornleifafræðingur hefur gert sýna einnig að kornrækt minnkaði mjög mikið á 15. öld. Garðar bendir á að fólksfækkun vegna svartadauða sé líklegasta skýringin á þessari breytingu. Kornrækt var vinnuaflsfrek og menn hafa í fólksfæð 15. aldar einbeitt sér að búfjárrækt.“ Áhrif svartadauða „Heimildir í fornbréfasafni frá 15. öld sýna að þá lá fjöldi jarða í eyði. Undanfarið hefur komið í ljós í rannsóknum á landnýtingu og gróðurfari, meðal annars í Húnavatnssýslu, á Fljótsdalshéraði og í Skaftártungum, að mannfall og auðn í plágunni hafði mikil áhrif á gróðurfar. Fólks- og búfjárfækkun leiddi til minnkandi álags á landinu. MENNING&BÆKUR Af hverju strái – Saga, byggð, gras og bændur 1300 til 1700: Endurskoða þarf hugmyndir um landnýtingu á miðöldum Dr. Árni Daníel Júlíusson landbúnaðarsagnfræðingur. Mynd / VH Syðra-Tungukot, miðaldaeyðibýli í Svarfaðardal. Þvergarður, miðaldagarðlag í Svarfaðardal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.