Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 20188
FRÉTTIR
Alþingishúsið verður opið
almenningi laugardaginn 1.
desember kl. 13.30–18.00 í tilefni
af því að þá eru 100 ár liðin frá því
að sambandslagasamningurinn
tók gildi 1918 og Ísland varð
frjálst og fullvalda ríki.
Þingmenn og starfsmenn
skrifstofu Alþingis veita leiðsögn
um húsið og ræða við gesti. Í Skála
verður sýning á ljósmyndum,
skjölum og völdum tilvitnunum
úr umræðum á þingi um
sambandslagasamninginn.
Viðburðurinn er liður í dagskrá
fullveldisafmælisársins 2018 og
haldinn í samstarfi við afmælisnefnd.
Allir eru velkomnir og aðgangur
ókeypis. Inngangur er um aðaldyr
Skálans.
Jón Hjartarson
KAMBSMÁLIÐ
Vorið 1953 létu yfirvöld bjóða upp dánarbú bónda á Kambi
í Árneshreppi. Börnunum skyldi ráðstafað og sundrað. En
18 ára stúlka fyrirbýður að nokkurt þeirra fari. Hreppstjór-
inn lúp ast burt og skilur börnin eftir í reiðileysi.
Farmskipið Antje hefur siglt fimm ferðir með heyrúllur til Noregs:
Ríflega 30 þúsund rúllur
farnar utan í haust
– Minna skip væntanlegt sem kemst á fleiri hafnir til að draga úr akstri
Farmskipið Antje hefur verið
í stöðugum siglingum með
heyrúllur frá Íslandi til Noregs
frá því í september, en fimmta
og síðasta ferð þess var farin frá
Sauðárkróki undir liðna helgi.
Skipið tekur um 5.700 rúllur í
ferð. Þegar er búið að senda út
ríflega 30 þúsund heyrúllur sem er
samkvæmt samningi sem gerður
var síðastliðið sumar.
Ingólfur Helgason á
Dýrfinnustöðum í Skagafirði hefur
staðið í ströngu síðustu tvo mánuði,
en hann er einn þeirra sem hefur
umsjón með heyflutningum frá
Íslandi til Noregs.
Einkum og sér í lagi hefur hey verið
sent utan frá norðanverðu landinu,
enda gekk heyskapur vel á því svæði
á liðnu sumri, heyfangur var góður
og umframbirgðir verulegar. Bændur
í Húnavatnssýslum, Skagafirði,
Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hafa
selt hey til Noregs nú á haustdögum
að sögn Ingólfs.
Heyi hefur einkum verið skipað
um borð í skipið á Sauðárkróki og
Akureyri, en einnig hefur það í eitt
skipti einnig haft viðkomu á Húsavík,
Reyðarfirði og á Grundartanga.
Skipt um skip
Benedikt Hjaltason í Eyjafjarðarsveit
hefur haft puttann á púlsinum
varðandi heyflutninga frá sínu
svæði og nefnir hann að bændur í
Eyjafirði eigi enn þokkalegt magn
sem hugsanlegt sé að senda út, en
beðið sé átekta með hvort af frekari
heysölu verður. Þegar hafi á bilinu
32 til 34 þúsund rúllur verið seldar
til Noregs.
Antje hefur siglt milli landanna í
alls 5 ferðum en heildarmagn í ferð
er tæplega 6000 rúllur. Skipið er 130
metra langt og getur einungis lagt
að stærri höfnum. Nú stendur til að
flytja hey út með minna skipi sem
hentar betur, þ.e. skipi sem getur lagt
að á minni höfnunum en í kjölfarið
minnka líka landflutningar sem er
töluverður ávinningur. /MÞÞ
Farmskipið Antje hefur verið í stöðugum siglingum með heyrúllur frá Íslandi til Noregs frá því í september, en
Opið hús á Alþingi 1. desember
í tilefni fullveldisafmælis
Laugarvatn:
Rannsóknasetur um
sveitarstjórnarmál
Rannsóknir, nám og önnur fræðsla
um sveitarstjórnarmál verður efld
til muna í nýju rannsóknasetri
um sveitarstjórnarmál sem
sett verður á laggirnar á
Laugarvatni í samvinnu Háskóla
Íslands og samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytis.
Sigurður Ingi Jóhannsson
samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
og Jón Atli Benediktsson, rektor
Háskóla Íslands, undirrituðu
samstarfssamning þar að lútandi
á aðalfundi Samtaka sunnlenskra
sveitarfélaga á Hótel Örk nýlega.
Gert er ráð fyrir að starfsemi
í nýju rannsóknasetri um
sveitarstjórnarmál hefjist 1. janúar
2019. Heildarstuðningur samgöngu-
og sveitarstjórnarráðuneytisins
nemur 36 milljónum kr. á tímabilinu
og verður nýttur til að þróa
starfsemi setursins. Um er að ræða
tilraunaverkefni til þriggja ára.
„Nýja rannsóknasetrið er
þýðingarmikið skref í að efla
fræðilegar rannsóknir á málefnum
sveitarstjórna um land allt. Það er
sérstaklega ánægjulegt að starfsemin
fái aðsetur á Laugarvatni í tengslum
við rótgróið þekkingarsamfélag sem
þar hefur verið um langan aldur.
Samningurinn sem er búið að
undirrita er í takt við viljayfirlýsingu
ríkis og sveitarfélagsins
Bláskógabyggðar frá árinu 2016
um áframhaldandi starf Háskólans
á Laugarvatni,“ segir Sigurður
Ingi Jóhannsson, samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra. /MHH
Mynd / MHH
Innflutnings-
aðilar eru grun-
aðir um að fara
á svig við kerfið
og flytja inn aðra
hluta svínakjöts
sem svínasíður.
R ö k s t u d d u r
grun ur um að
svo sé, segir for-
maður Félags
svínabænda.
„Við höfum rökstuddan grun um
að eitthvert magn af svínakjöti, eins
og til dæmis úrbeinaðir svínahnakkar,
hafi verið fluttir inn sem svínasíður,“
segir Ingvi Stefánsson, formaður
Félags svínabænda og bóndi í Teigi.
Ingvi segir að Félag svínabænda sé
búið að senda erindi til bæði fjármála-
og landbúnaðarráðuneytisins þar
sem óskað er eftir því að málið sé
kannað með tollayfirvöldum.
Gríðarmikill innflutningur
á síðum
„Okkur í stjórn Félags svínabænda
barst til eyrna fyrr á þessu ári að
það væru brotalamir í innflutningi
svínakjöts og í framhaldi af því
fórum við að skoða málið betur. Ég
get ekki lagt fram neinar magntölur
en miðað við hvað innflutningur
á síðum er mikill þá kemur ekki á
óvart að annað kjöt fylgi með sem
síður. Þrátt fyrir að þessi staða hafi
komið upp viljum við trúa því að
flestir sem standi í innflutningi á
svínasíðum séu sannanlega að flytja
þær inn en ekki eitthvað annað, segir
Ingvi.
Ráðuneytið ætlar að grípa
til aðgerða
Ingvi segir að stjórn Félags
svínabænda hafi fundað með
fyrrverandi skrifstofu stjóra og
lögfræðingi landbúnaðar ráðu-
neytisins síðastliðið sumar.
„Þá var okkur sagt að það ætti að
grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir
að þetta mundi endurtaka sig en hvort
slíkt hefur verið gert veit ég ekki. Við
höfum lengi gert athugasemdir við það
hvernig staðið er að útboði á opnum
tollkvótum og við teljum að það þurfi
að endurskoða það ferli eins og það
leggur sig.“ /VH
Innflutningur á svínakjöti:
Úrbeinaðir svínahnakkar
fluttir inn sem síður
– Grunur um að að farið sé á svig við kerfið, segir formaður Félags svínabænda
Búnaðarstofa fer undir landbúnaðarráðuneytið
Matvælastofnun fagnar tíu ára
afmæli á þessu ári og blés af því
tilefni til opins fundar föstudaginn
23. nóvember á Grand hótel
undir yfirskriftinni Þróun og
framtíð eftirlits. Í ræðu Kristjáns
Þórs Júlíussonar sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra í lok
fundar kom fram að ákveðið hefði
verið að færa Búnaðarstofu undir
atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytið.
Ráðherra sagði í ræðu
sinni að þetta væri liður í
áætlun hans í því að styrkja
landbúnaðarhluta atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytisins. Undir-
búningur fyrir það verk væri þegar
hafinn.
Búnaðarstofa var stofnuð árið
2015 þegar stjórnsýsluverkefni
sem voru á hendi Bændasamtaka
Íslands, meðal annars útdeiling
beingreiðslu og styrkja til greina
landbúnaðarins, færðist til
Matvælastofnunar.
Samkvæmt upplýsingum á vef
Matvælastofnunar um hlutverk
Búnaðarstofu, fer hún meðal annars
með stjórnsýsluverkefni í tengslum við
búvörusamninga og rammasamning
ríkis og bænda í samræmi við búvöru-
og búnaðarlög. Hún annast fag- og
fjárhagslega framkvæmd verkefna
á sviði landbúnaðar sem snúa að
framkvæmd á stjórnvaldsákvörðunum
um opinberar greiðslur til bænda,
útreikningi, afgreiðslu og eftirliti með
framkvæmd þeirra. /smh