Bændablaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. nóvember 2018 25
Almanak
Háskóla Íslands 2019
H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N
haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003
Almanak (ásamt Árbók)
Þjóðvinafélagsins 2019
ALMANAKHins íslenska
Árbók Íslands
2019
2017
145. árgangur
Fást í helstu bókaverslunum um land allt
FLÓÐATÖFLUR
STÁLGRINDARHÚS
Stálgrindarhús hafa
fyrir löngu sannað
notagildi sitt við
íslenskar aðstæður
frá
Hafðu samband: bondi@byko.is
Mynd tekin í nýju fjósi að Búrfelli í Svarfaðardal
Mótorar og varahlutir á lager
Hröð og góð þjónusta
Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON
á ÍSLANDI
MHG Verslun ehf | | 20 Kópavogi
Sími 544-4656 | www.mhg.is
Námsstyrkir 2019
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnesi
Sími 430-4300
Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir eftir umsóknum
um námsstyrki vegna ársins 2019.
Í boði eru styrkir til háskólanema í landbúnaðarvísindum sem
komnir eru í seinni hluta mastersnáms. Veittir verða allt að sex
styrkir, allt að upphæð 1 milljón kr. hver.
Forgangs njóta þeir umsækjendur sem sýna fram á í umsókn
sinni að námið sé líklegt til að stuðla að eflingu landbúnaðar
í náinni framtíð. Einnig er horft til þess hversu vel verkefnið
fellur að verksviði sjóðsins. Í því samhengi er horft bæði til
vals námslínu, sem og efnisvals lokaverkefna. Einnig er horft
til gæða umsóknar í heild sinni. Við forgangsröðun umsókna
mun stjórn sjóðsins jafnframt leitast við að styrkirnir dreifist á
sem flest fræðasvið landbúnaðar, að því gefnu að umsóknir
uppfylli áðurnefnd skilyrði.
Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem
er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is. Mikilvægt er að
vanda til gerðar umsókna og gera grein fyrir öllum efnisatriðum
sem farið er fram á í umsóknareyðublöðunum. Stjórn sjóðsins
áskilur sér rétt til að leita til utanaðkomandi fagaðila og/eða
umsagnaraðila við mat umsókna.
Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2019 (póststimpill gildir).
Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins,
Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes. Nánari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri.
Sími 430-4300 / netfang fl@fl.is.
Styrkir þessir eru auglýstir með fyrirvara um fjárheimildir
Alþingis til sjóðsins fyrir árið 2019.
LESENDABÁS
Ísland hefur sett sér göfug markmið
á sviði rafbílavæðingar og það
styttist í að hægt verði að bjóða
erlendum ferðamönnum að ferðast
um náttúru Íslands á rafmagnsbíl.
Ferðaþjónusta bænda, undir
vörumerkinu Hey Iceland, í
samstarfi við Bændasamtök
Íslands og Orkusetrið komu upp
verkefninu Hleðsla í hlaði á síðasta
ári.
Markmiðið er að fá bændur til að
taka virkan þátt í uppbyggingu innviða
með því að koma upp hleðslustöðvum
og gera landsbyggðina aðgengilega
ferðamönnum sem vilja ferðast um
landið á rafmagnsbíl.
Fjölgum hleðslustöðvum enn
frekar
Það er mikilvægt að sem flestir
ferðaþjónustubændur taki þátt í þessu
verkefni þar sem hleðsla á gististað er
lykilatriði. Í dag eru 10 félagar innan
Hey Iceland og Bændasamtakanna
búnir að setja upp hleðslustöðvar
og eru fleiri í undirbúningsferli. Auk
félaga innan Hey Iceland, sem reka
gististaði, hafa nokkrir bændur innan
Bændasamtakanna sýnt verkefninu
áhuga og sett upp hleðslustöð heima
á hlaði fyrir gesti sína.
Þátttaka skapar
samkeppnisforskot
Með þátttöku í verkefninu
geta bændur skapað sér
samkeppnisforskot með aukinni
þjónustu við ferðamenn og jafnframt
á þessu veigamikla augnabliki lagt
sitt af mörkum til að opna landið
fyrir samgöngum sem byggja á
íslenskum og sjálfbærum orkugjafa.
Njóta en ekki þjóta
Með því að ferðast á rafbíl um landið
felst líka hvati til þess að „njóta en
ekki þjóta“. Það styður þá hugsun
að ferðamaðurinn staldri lengur
við á hverjum stað og nýti sér í
enn meira mæli það sem er í boði í
nærumhverfinu. Þannig skilur hann
meira eftir heima í héraði.
Vegferðin fram undan
Þessi vegferð er hafin og það eru
spennandi tímar fram undan. Við
gerum okkur grein fyrir því að það
tekur tíma að styrkja innviðina og
það er að mörgu að huga áður en
ferðamaðurinn er sendur út á land í
rafmagnsbíl. Aðstandendum Hleðslu
í hlaði og samstarfsaðilum er annt um
verkefnið og með fleiri þátttakendum
mun það fara á flug. Ferðamaður sem
keyrir um á rafbíl þarf að vera öruggur
um að komast á milli staða til að njóta
alls þess besta sem Ísland hefur upp á
að bjóða. Þegar það er tryggt, þá getur
Ísland fest sig enn betur í sessi sem
áfangastaður þar sem umhverfismál
eru í hávegum höfð.
Verið velkomin í hópinn
Áhugasömum félögum í Hey
Iceland og BÍ, sem vilja kynna sér
möguleika sem felast í uppsetningu
rafhleðslustöðva, er bent á að hafa
samband við Berglindi Viktorsdóttur
hjá Hey Iceland (berglind@
heyiceland.is) eða Tjörva Bjarnason
hjá BÍ (tjorvi@bondi.is).
Sævar Skaptason,
framkvæmdastjóri Hey Iceland.
Hleðsla í hlaði
– Lykillinn að landsbyggðinni
Hleðslustöð er komin upp hjá
Eydísi Magnúsdóttur í Sölvanesi í
Mynd / Rúnar Máni
Mynd / TB