Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201822 LAND & SAGA Á næsta ári eru liðin 70 ár frá komu 314 Þjóðverja til Íslands: Þýsku landnemarnir á Íslandi Á næsta ári eru liðin 70 ár síðan Esjan lagðist við ankeri utan við Reykjavíkurhöfn með 314 Þjóðverja sem hingað voru komnir til að freista gæfunnar eftir lok heimsstyrjaldarinnar seinni. Fleiri Þjóðverjar fylgdu í kjölfarið næsta áratuginn. Langflestir Þjóðverjarnir sem hingað komu og ílengdust voru konur og eru afkomendur þeirra á landinu yfir fjögur þúsund. Vegna tímamótanna ætlar þýska sendiráðið á Íslandi að efna til ýmiss konar viðburða tengdum sögu og komu fólksins til landsins á sínum tíma. Herbert Beck, sendiherra Þýskalands á Íslandi, segir að tengsl Íslands og Þýskalands séu mikil og að þau hafi verið það í gegnum aldirnar. Fyrsti biskupinn á Íslandi var vígður í Bremen og Konrat Maurer, sem var brautryðjandi í útgáfu íslenskra þjóðsagna, var Þjóðverji. „Íslendingar fengu mikið af því salti sem notað var fyrr á tímum til að salta fisk frá Lübeck þaðan sem margir af landnemunum komu. Fyrsta ræðismannsskrifstofa Íslands í Þýskalandi eftir heimsstyrjöldina síðari var einnig í Lübeck og Agnar Siemsen ræðismaður hafði milligöngu um komu fólksins til Íslands, þannig að tengslin við borgina eru mikil. Sjálfur vissi ég ekki um landnám þessara Þjóðverja á Íslandi fyrr en eftir að ég kom til Íslands sem sendiherra. Áhugi minn á sögu þessa fólks vaknaði strax og ég heyrði að umræðan á Íslandi um landnemana var yfirleitt jákvæð. Flestir Íslendingar sem ég talaði við þekktu til fólksins, kunnu sögur af því, var afkomandi þess eða þekkti einhvern sem var það. Ég ályktaði því sem svo að koma og vera fólksins hljóti að hafa haft talsverð áhrif á Íslandi og Íslendinga. Við megum ekki gleyma því að Búnaðarfélag Íslands á stóran þátt í komu Þjóðverjanna til landsins á sínum tíma og að finna fólkinu samastað víðs vegar um landið.“ Fjölbreytt dagskrá vegna tímamótanna Herbert Beck segir að í tilefni þess að 70 ár eru liðin á næsta ári frá komu fyrstu þýsku landnemanna hafi þýska sendiráðið ákveðið að minnast þess á margs konar og fjölbreyttan hátt. „Auk þess sem við ætlum að halda upp á komu fólksins 1949 langar okkur einnig að fagna öllum þeim Þjóðverjum sem fylgdu í kjölfarið áratuginn þar á eftir. Til að gera þetta sem best hefur víða verið leitað fanga og meðal annars hjá íslenskum sagnfræðingum sem hafa fjallað um aðdraganda komu fólksins og afdrif þess á Íslandi. Meðal þess sem gert verður til að fagna þessum tímamótum er að sýna kvikmyndir á þýskum kvikmyndadögum sem tengjast þýskum konum. Goethe-stofnunin á Íslandi stendur fyrir komu þýska blaðamannsins Anne Siegel til landsins en hún hefur skrifað bók, Frauen Fische Fjorde. Deutsche Einwanderinnen in Island, um þýsku konurnar sem hingað komu og tók viðtöl við margar þeirra. Bókin nýtur talsverðra vinsælda í Þýskalandi og hefur selst í yfir hundrað þúsund eintökum og það er verið að þýða bókina yfir á íslensku og væntanlega kemur hún út á næsta ári. Það verður ljósmyndasýning í Árbæjarsafni og víðar um landið sem tengist landnáminu. Þjóðhátíðardagur Þýskalands á Íslandi verður helgaður landnemunum og það verður alþjóðlegt málþing í samvinnu við Háskóla Íslands á árinu sem tengist málefninu.“ Ferð á forfeðraslóðir Beck segist eiga von á að atburðanna verði á einhvern hátt einnig minnst á árinu í Þýskalandi og þá ekki síst í Lübeck. „Þjóðverjar eru yfirleitt mjög jákvæðir gagnvart Íslandi og forvitnir um land og þjóð. Ég hef heyrt að ferðaskrifstofa á Íslandi hafi áhuga á að skipuleggja ferð til Lübeck þar sem afkomendur og aðrir sem áhuga hafa á geti kynnt sér hvaðan landnemarnir og jafnvel forfeður þeirra komu.“ Reynsla sögunnar Beck segir að hugmyndin sé einnig að skoða landnámið út frá því hvað Íslendingar hafi og geti lært af því. „Þar á ég við áhrif fólksflutninga og búsetu útlendinga í landinu. Auðvitað var samfélagið í lok fimmta áratugar síðustu aldar ólíkt samfélaginu í dag en samt sem áður má draga lærdóm af reynslu fyrri ára og beita reynslunni á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.“ Í ljósi sögunnar er áhugavert að allir Þjóðverjarnir sem ílengdust hér á landi voru konur. Karlmennirnir sem hingað komu sneru allir aftur til Þýskalands og sumar konurnar einnig. Konurnar sem settust að hér á landi giftust flestar og áttu börn. Áhrif þeirra á Íslendinga voru ótvíræð. Þær breyttu til dæmis víða mataræði á heimilum, ræktuðu grænmeti til heimanota og margar þeirra ræktuðu pottaplöntur og voru fyrir vikið kallaðar „þýsku blómakonurnar“. Upplýsingaöflun og fjársjóðsleit Annað sem sendiráðið hyggst gera að sögn Beck er að safna upplýsingum í máli og myndum um líf fólksins og afkomendur þeirra hér á landi. „Við erum ekki enn búin að útfæra hvernig upplýsingasöfnunin fer fram og sendiráðið sem slíkt mun ekki standa fyrir henni heldur leita sér aðstoðar þeirra sem betur eru til þess fallnir. Við lítum eiginlega á þetta sem fjársjóðsleit þar sem fjársjóðurinn eru sögur, myndir og jafnvel munir sem tengjast sögu komu Þjóðverjanna til Íslands og okkar framlag til þess hluta af sögu Íslands og gjöf til íslensku þjóðarinnar. Upplýsingar um hvernig upplýsingaöflunin mun fara fram verður kynnt síðar þegar búið er að útfæra hana betur,“ segir Herbert Beck. /VH Herbert Beck, sendiherra Þýskalands á Íslandi. Mynd / VH Þýskaland 1949.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.