Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 78

Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 78
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201878 Á landbúnaðarsýningunni í Laugardal í haust var Ís-Band með nokkra eigulega bíla til sýnis. Þar á meðal var Jeep Grand Cherokee Trailhawk sem seldist strax eftir sýninguna áður en ég náði að prófa hann, en þeir í Ís-Band útbjuggu annan svipaðan og lánuðu mér til prufuaksturs eina helgi. Það verður einfaldlega að viðurkennast að ég hef ekki keyrt svona skemmtilegan bíl á vondum vegum lengi og möguleikarnir sem þessi breyting býður upp á er vel heppnuð. Loftpúðafjöðrunin virkar skemmtilega á möl og í slóðaakstri Grunnverðið á Jeep Grand Cherokee Trailhawk er 12.690.000, en þessi bíll var 33 tommu breyttur og með auka króka að framan, með stigbretti ásamt fleiru og kostar þessi breyting um 830.000. Breytingin er hverrar krónu virði, bíllinn verður eigulegri, betri á malarvegum og á torfærum slóðum. Malarvegurinn sem ég prófaði bílinn á var frekar ósléttur og var hreint unaður að keyra bílinn á ósléttum veginum. Loftpúðafjöðrunin hreinlega virtist „gleypa“ allar ójöfnur og maður virtist hreinlega svífa í þriggja feta hæð. Út frá malarveginum var enn verri slóði með töluverðum hrygg í miðjunni sem var ekki vandamál þar sem hægt er að hækka bílinn upp um nokkra sentímetra með loftpúðunum (ekki ósvipað og margir vörubílar sem hægt er að hækka á loftpúðunum). Snilldar útbúnaður og frábær fjöðrun fyrir torfæra vegi og vegslóða. Öryggi og þægindi sama hvar litið er Að keyra Jeep Grand Cherokee Trailhawk er hreinn unaður, sætin er hægt að stilla á marga vegu, sætishitari og kæling eru í framsætunum og í aftursætum er sætishitari og sérstök miðstöð fyrir aftursætisfarþega sem þeir geta stjórnað. Hiti í stýri, 7 tommu upplýsinga- skjár í mælaborði, brekkuhaldari, hátt og lágt drif (læst mismunadrif að aftan), hlífðarpönnur undir vél kössum og eldsneytistank, Bi-Xenon framljós, sem þarf reyndar að muna að kveikja á til að fá afturljósin á til að vera löglegur í íslenskri umferð. Upphitaðir hliðarspeglar, USB og AUX tengi (bæði fram í og aftur í), fjarlægðaskynjarar að framan og aftan, sjálfvirkur radarvari, blindhornsvörn í hliðarspeglum ásamt fleiru sem gerir bílinn í alla staði eigulegan. Með svona kraftmikla vél á ekki að horfa í eyðslu Margir hugsa um eyðslu þegar verið er að versla ökutæki, en með þessa 3000 cc. dísilvél sem skilar 250 hestöflum finnst mér eyðslan vera aukaatriði. Fyrstu 20 km ók ég innanbæjar og var ég ekkert að hlífa bílnum og enn síður að keyra sparakstur og var mín eyðsla samkvæmt aksturstölvunni nálægt 16-17 l á hundraðið. Næst var það jafn akstur í um 50 km á um 90 km hraða og var þá eyðslan ekki nema rúmir 9 lítrar á hundraðið. Ekki mikið miðað við aksturslag á bíl sem er á 33” dekkjum. Uppgefin meðaleyðsla á óbreyttum bíl er 7 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri. Dráttargeta er uppgefin frá 2800 upp í 3300 kg. Það fer eftir gerðum, en Jeep Grand Cherokee bílarnir eru fimm og með mismunandi drifbúnaði. Hæð undir lægsta punkt er minnst 22 cm, en svo er hægt að hækka bílinn á loftpúðunum um nálægt 10 cm. Prufuaksturinn um 150 km Alls ók ég bílnum nálægt 150 km og sama hvað var prófað þá var alltaf gott að keyra bílinn, sætin þægileg og fótapláss gott. Á malarveginum heyrðist nánast ekkert malarhljóð undir bílnum og hann var þýður og mjúkur á holóttum malarveginum. Á bundnu slitlagi fann maður ekki að þessi bíll væri 33” breyttur og þurfti ég að passa mig á að fara ekki of hratt þar sem að bíllinn virtist vera á minni ferð en raun var og margoft stóð ég mig að því að aka á „hárri“ þriggja stafa tölu þegar ég hélt mig vera á löglegum hraða. Einhver eigulegasti jeppi sem ég hef prófað lengi Það verður að viðurkennast að þessi bíll er einhver sá skemmtilegasti jeppi sem ég hef prófað lengi og mjög fátt sem ég náði að finna að honum annað en að maður þarf alltaf að muna að kveikja ljósin til að fá afturljósin á bílinn svo að maður verði löglegur í umferð. Satt best að segja langar mig í einn svona. Eins og áður segir er hægt að fá fimm mismunandi Jeep Grand Cherokee á verði frá 10.660.000 upp í 15.770.000, en bíllinn sem prófaður var kostar með breytingunni nálægt 13.500.000, en nánari upplýsingar má nálgast hjá sölumönnum Ís-band. É ÁV LAB SINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is J ep Tr :ie a l Konan ánægð með plássið, stillti upp prjónauppskriftinni og prjónaði. Sætishitarar og miðstöð ásamt USB tengum í aftursætum. Stjórnborð fyrir topplúguna og afturhlerann eru á milli lesljósanna í lofti. 5 mismunandi stillingar fyrir skiptinguna, hátt og lágt drif og stjórntakkar fyrir loftpúðafjöðrunina. Fullbúið varadekk fyrir óbreyttan bíl. Hátt undir bílinn án þess að hann sé hækkaður á loftpúðunum. Þyngd 2.315 kg Hæð 1.790mm Breidd 1.940 mm Lengd 4.830 mm Helstu mál og upplýsingar 33 tommu breyttur Jeep Grand Cherokee Trailhawk. Myndir / HLJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.