Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 79

Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 79
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 2018 79 Fyrir flestum eru jólin stærsta hátíð ársins, en því miður er of algengt að heyra í fréttum af bruna í aðdraganda jóla og um jól. Þess vegna ættu allir að huga að hlutum sem of oft vilja gleymast í nútíma hraðaþjóðfélagi. Slökkvitækin yfirfarin Á öllum slökkvitækjum eru dagsetningar um hvenær á að yfirfara þau og hvenær þau voru yfirfarin síðast. Þó er ein ráðlegging frá mér, að vissulega kostar að yfirfara hvert slökkvitæki, en miðað við þau slökkvitæki sem eru ansi víða til sölu þá er hugsanlegt að það borgi sig hreinlega að kaupa nýtt tæki í stað þess að yfirfara gamla slökkvitækið. Svo er það annað að ný eða nýleg slökkvitæki geta bilað eða staðið á sér þegar á að fara að nota þau. Annað sem þarf að athuga sem oft vill gleymast er hvort auðvelt er að nálgast slökkvitækið og að festing sé ekki föst eða að öryggispinninn sé auðlosanlegur. Reykskynjarar hafa bjargað mörgum Í flestum húsum eru reykskynjarar, einn eða fleiri, og hafa þeir bjargað mörgum heimilunum og mannslífum. Reykskynjarar eru gagnslausir ef þeir eru bilaðir eða rafhlaðan tóm. Árlega á að skipta um rafhlöðu í reykskynjurum og margir hafa þann sið á að það sé gert á Þorláksmessudag. Dagurinn skiptir ekki máli svo lengi sem það sé öruggt að skipt sé um rafhlöðuna og þegar ný rafhlaða er komin í er best að prófa, ýmist með því að ýta á prufutakkann eða að sannprófa reykskynjarann með reyk. Sjúkrakassinn eða skyndihjálparpakkinn Á flestum heimilum eru til sjúkrakassar, en þá þarf að yfirfara rétt eins og slökkvitækin og reykskynjarana. Stóra sjúkrakassann sem margir eiga er best að fara með á þann stað sem hann var keyptur og láta uppfæra (í mínu tilfelli hjá björgunarsveitinni), hins vegar getur verið ódýrara að kaupa nýjan, rétt eins og slökkvitækið. Litlu sjúkrapakkarnir (þessir sem oft eru í verkfæratöskunni eða bakpokanum) eru almennt svo ódýrir að best er að kaupa nýja, en ef þeir eru ónotaðir er það besta mál og óþarfi að gera neitt annað en að skoða í þá og gá hvort allt sé í lagi. Það sem komið hefur fyrir mig getur komið fyrir hjá þér Í sumar sem leið var ég staddur á bensínstöð þegar þangað kom maður hlaupandi og sagði vörubíl vera að brenna 50 metra frá bensínstöðinni. Ég stökk að slökkvitæki við eina bensíndæluna og hugðist vera fljótur að bjarga því sem hægt væri að bjarga. Báðir öryggispinnarnir í lokunum á skáp tækisins voru svo ryðgaðir að það þurfti mikil átök að ná þeim út og eftir smá átök við að opna skápinn náðist tækið út. Á hlaupunum að brunanum var svo öryggispinninn tekin úr, en hann var líka ryðgaður fastur og á þessu fimmtíu metra hlaupi rétt náðist að jugga pinnanum úr. Sem betur fer dugði eitt tæki til að slökkva eldinn og forða frekara tjóni, þó að eldurinn hafi verið mikill var tjón það lítið að bíllinn náði að keyra burtu undir eigin vélarafli eftir kælingu. Í hinu tilfellinu skar samstarfsmaður minn sig frekar illa og þurfti plástur, þegar farið var í sjúkrakassann var þar enginn plástur, fyrr á árinu hafði annar samstarfsmaður þurft plástur og afgangurinn ekki settur á sinn stað svo að það þurfti að fara með manninn blæðandi á næsta sjúkrakassa til að plástra. Fyrir vikið varð þetta til þess að skoðaðir voru allir staðir á vinnustaðnum þar sem á að vera plástur sem reyndust í lagi og tilviljun að eini plásturslausi sjúkrakassinn var sá sem fyrst var farið í. ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Það er að mörgu að hyggja við undirbúning jóla Á leiðinni í ársskoðun hjá Securitas. Sviðinn vörubíllinn keyrði burt eftir kælingu, en þarna kom slökkvitæki sér vel. Verð 1.449.000,- Án vsk. 1.168.548,- Á GAMLA GENGINU! - CFORCE 550 Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG Verslun ehf | | 20 Kópavogi Sími 544-4656 | www.mhg.is 480 5600480 5600 Verð kr. 4.884 Landstólpi - Egilsstöðum Vélaval - Varmahlíð Útsölustaðir: Næsta Bændablað kemur út 17. janúar Við erum stoltir umboðsaðilar SnowEx á Íslandi. Sand- og saltdreifarar, stórir sem smáir. Fyrir lyftara, bíla, traktora og ýmis tæki. Einnig snjótennur á pallbíla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.