Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201844 Sumarið 2017 og einnig 2018 fóru Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Selfossi, og Ólöf Erla Halldórsdóttir, kona hans, um landið og merktu miltis- brunagrafir, en þær eru um allt land. Reynslan hefur sýnt hvað mikilvægt er að þekkja og merkja grafirnar. Árið 2004 drápust þrír hestar á Vatnsleysuströnd úr miltisbrandi, en þar var 130 ára gömul gröf sem ágangur sjávar hafði raskað og smit borist í bithaga. Sigurður hófst þá handa við að kortleggja þá staði þar sem vitað var að miltisbrandsgrafir voru og jafnframt leita heimilda um gleymdar grafir. Getur lifað í jarðvegi nær endalaust Sýkillinn sem veldur miltisbrandi myndar dvalargró og lifir nær endalaust niðri í jörðinni en virðist verða hættulítill í yfirborðinu í grennd við grafirnar eftir fáar vikur væntanlega fyrir áhrif sólarljóss og veðrunar. Ef jörð er raskað t.d. við skurðgröft, ræktun, vegalagningar, byggingar og flagmyndun sem verður við nauðbeit hrossa svo að hræ dýranna eða hlutar þeirra kunna að koma upp á yfirborðið er hætta á ferðum. Ef jörðin er látin óhreyfð, þar sem miltisbrunagrafirnar eru er engin smithætta. Veikin er þekkt í flestum suðlægum löndum, sums staðar er hún skæð og algeng. Á Spáni finnast um 40–60 ný tilfelli árlega. Barst til Íslands með ósútuðum húðum frá Afríku 1865 Sýkingin barst til Íslands með innfluttum ósútuðum húðum um 1865, fyrst og fremst frá Afríku. Veikin kom fyrst upp í Miðdal í Mosfellssveit. Árið 1866 fórust á þeim bæ 20 stórgripir (12 hross og 8 nautgripir) og árið eftir 4 hross og 2 naut og auk þess 3 lömb og 2 hundar, sem snuðruðu í hræjunum. Sagnir benda til þess að hún hafi líka gert usla hér á landi á 17. öld (Hamrar í Grímsnesi). Síðast fannst miltisbrandur hér á landi árið 2004 á Sjónarhóli í Vatnsleysuströnd. Þá hafði sjórinn brotið sjávarkamb og dreift efni úr honum yfir beitiland 4 hrossa, sem þar voru. Þrjú hrossanna drápust skyndilega, en 4. hrossið veiktist og var lógað. Sagnir herma að 130 árum áður hafi skepna, sem dó úr miltisbrandi, verið grafin í sjávarkambinum á Sjónarhóli. Næst áður fannst miltisbrandur 40 árum fyrr (1965) á Þórustöðum í Ölfusi. Þar hafði rask verið gert á mógrafasvæði við túnið, skurðir grafnir og jörð plægð vegna ræktunar á fóðurkáli. Í mógrafirnar á að hafa verið fleygt hræjum af hjörð, sem fargað var vegna miltisbrands um 1900. Að minnsta kosti 10 manns hafa látist af miltisbrandi á Íslandi Smithætta er fyrir flestar dýrategundir með heitu blóði og fyrir fólk. Að minnsta kosti 10 manns hafa látist af þeim sökum hér á landi og margir tugir manna hafa veikst, sem tekist hefur að lækna. Áður en menn þekktu veikina og ráð gegn henni, dóu þúsundir manna erlendis úr miltisbrandi. Skepnur sem drápust úr miltisbrandi voru grafnar djúpt og girt í kringum grafirnar. Ef jörðin er látin óhreyfð, á stöðum sem merktir hafa verið, þá er hættan engin. Þekktar eru um 150 grafir á um 120 stöðum. Merkingarnar eru nú varanlegri en áður þ.e. stálplata með ágröfnu númeri, sem gæti enst í 100 ár og endurskinslímborði, sem gæti enst í 20 ár. Síðasta merkið rákum við Ólöf í jörð í haga Neslands á Seltjarnarnesi í október 2018. Þar veiktust 15 hross haustið 1870 og 10 þeirra dóu úr miltisbrandi Merkin eru hvítur sívalur stólpi, 50 cm hár og 7 cm í þvermál á jarðföstum teini (kambstál). Fjöldi staða og bæja þar sem veikin hefur fundist eða má ætla að hún hafi fundist eru tilgreindir hér að ofan eftir landsvæðum og einnig hvernig merkingum hefur verið háttað á hverju svæði. Fjölda staða og bæja þarf að taka með fyrirvara. Bókstafurinn A stendur fyrir -Anthrax-, sem er hið erlenda heiti á miltisbrandi. Varð ljóst að hér á landi voru miltisbrunagrafir tifandi tímasprengjur „Ég fór að undirbúa merkingar á gröfunum árið 2004. Þá hafði ég verið á ráðstefnu í Svíþjóð, þar sem fjallað var um miltisbrand í villtum dýrum. Þar hitti ég menn frá Suður-Afríku, sem sögðu mér að þeir þekktu dæmi þess að miltisbrunasýking hefði lifað í 200 ár. Mér varð þá ljóst að hér á landi væri miltisbrunasýking frá skepnum, sem grafnar hefðu verið í jörðu um allt land, eins og tifandi tímasprengjur,“ segir Sigurður Sigurðarson. Unnið á eigin kostnað auk fjölmargra sem lagt hafa verkefninu lið „Eftir að ég hætti störfum hjá SJÚKDÓMAVARNIR&UMHVERFISMÁL Afar mikilvægt framtak í vörnum gegn „ANTHRAX”-smiti að frumkvæði Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis: Merkingu á 152 miltisbrunagröfum er lokið – Ábyrgðin nú í höndum opinberra stofnana að viðhalda vitneskju um grafir dýra sem drepist hafa af miltisbrandi Merking á miltisbrunagröfum eftir landshlutum Auðkenni Landshlutar Fjöldi staða Fjöldi grafa A1 – A100 Suðurland 32 44 A101 – A200 Vesturland og Vestfirðir 31 36 A201 – A300 Norðurland frá Hrútafirði að Jökulsá á Fjöllum 16 21 A301 – A400 Austurland að Hornafjarðarfljótum 41 45 A401 – A500 Suðausturland frá Hornafjarðarfljóti að Markarfljóti 4 6 Alls 124 152 Sigurður að merkja miltisbrunagröf í Meiri-Tungu í Holtum 17. júlí 2017. Númerið er AB1. Bókstafurinn A stendur fyrir Anthrax, sem er hið erlenda heiti á miltisbrandi. Áletrun er varanlegri en fyrr. Notaðar eru plötur úr ryðfríu stáli,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.