Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201810 FRÉTTIR „Kynnum kindina“ hlutskarpast í hugmynda samkeppninni Lambaþoni: Kindur sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn Hugmyndasamkeppnin Lamba þon var haldin á dögunum. Keppt var um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár. Vinningshugmyndin ber heitið Kynnum kindina, sem gengur út á að kynna kindur sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn og gefa ferðamönnum kost á að upplifa með auðveldum hætti ýmis störf til sveita sem tengjast sauðfé. Sigurliðið skipuðu Arnþór Ævarsson, Magnea Jónasdóttir og Kári Gunnarsson og hlutu þau 200 þúsund í verðlaun. Bændur setja inn upplýsingar á matarlandslagid.is Að sögn Evu Margrétar Jónudóttur, sem er verkefnastjóri fyrir Lambaþon, hefur verkefnið Kynnum kindina fengið enska heitið Sheepadvisor og er hugmyndin að það verði tengt vefnum matarlandslagid.is. „Á svokölluðu dreifnikorti verður hægt að sjá hvaða bæir eru tengdir verkefninu og upplýsingum komið á framfæri um hvar sé hægt að bragða á réttum úr íslensku sauðkindinni, hvar vörur úr íslenskri ull eru seldar og hvar viðburðir tengdir sauðfjárrækt eru á döfinni. Þeir bændur sem hefðu áhuga á að tengja sig við Sheepadvisor ættu að geta sett inn rafrænt hvað sé í boði, hvort sem það eru vörur eða þjónusta. Þeir ættu einnig að geta merkt inn hvenær hvað er í boði. Þannig geta þeir í rauninni ráðið vinnutímanum í ferðaþjónustunni og geta þá merkt „unavailable“ ef þeir hafa ekki tíma til þess að sinna ferðaþjónustunni á tilteknum tíma. Þarna gætu þeir skipulagt stærri viðburði og þannig boðið ferðamönnum með í göngur, réttir, rúning og allt hvað eina sem þeim dettur í hug,“ segir Eva Margrét. Jöfn keppni sex liða Sex lið kepptu og var keppnin jöfn þar sem hugmyndaauðgi einkenndi verkefnin. Mörg þeirra verða í áframhaldandi þróun. Að atburðinum stóðu Matís, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Landgræðslan, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Matvælastofnun, Landssamtök sauðfjárbænda, Samtök ungra bænda, Háskóli Íslands og Icelandic Lamb. Dómnefnd skipuðu Guðjón Þorkelsson, sem var formaður, Arnar Bjarnason, Bryndís Geirsdóttir, Gunnfríður Hreiðarsdóttir og Ragnheiður Héðinsdóttir. Auglýst var eftir fjórum til átta manna liðum til þátttöku. Hugmyndir voru metnar af dómnefnd samkvæmt eftirfarandi atriðum: • Hversu mikið eykst verðmætasköpun bónda sem hrindir hugmyndinni í framkvæmd? Hver er ávinningur fyrir neytendur? • Felur hugmyndin í sér uppbyggjandi tillögur um starfsumhverfi bænda? • Felur hugmyndin í sér jákvæð umhverfisáhrif? • Felur hugmyndin í sér þróun nýrra vara eða þjónustu? Hugmyndir um markaðssetningu! • Slær hjarta liðsins með hugmyndinni? Efnafræðin, orkan og framsetning! • Hugmyndir mátti setja fram á hvaða formi sem er og voru þær meðal annars metnar út frá því hve auðvelt er að miðla þeim til bænda og almennings á Íslandi. /smh Gunnar Sæmundsson GUNNAR Í HRÚTATUNGU Hér segir frá unglingnum sem var of efnalítill til að komast í Héraðsskólann á Reykjum. En einnig vormanni í upprisu sveitanna. Tvö af þeim þremur sem standa að Kynnum kindina: Magnea Jónasdóttir og Arnþór Ævarsson á milli þeirra Guðjóns Þorkelssonar, formanns dómnefndar og Evu Margrétar Jónudóttur frá Matís. Mynd / Kristín Edda Guðmundsdóttir Opið fyrir umsóknir í viðskiptahraðalinn „Til sjávar og sveita“: Tækifæri fyrir frumkvöðla í landbúnaði og sjávarútvegi Viðskiptahraðallinn „Til sjávar og sveita“ var formlega kynntur í gær í IKEA í Garðabæ. Tilgangur hraðalsins er að stuðla að nýsköpun í landbúnaði og sjávarútvegi með áherslu á sjálfbærni. Icelandic Startups stendur fyrir hraðlinum en hann gengur út á að bjóða frumkvöðlum og fyrirtækjum að útfæra viðskiptahugmyndir undir handleiðslu sérfræðinga. Á níu vikum er unnið að því með markvissum hætti að móta ný virðisaukandi viðskiptatækifæri fyrir þessar grunnatvinnugreinar þjóðarinnar. Búið er að opna fyrir umsóknir á vefnum tilsjavarogsveita.is en alls verða tíu teymi valin til þess að taka þátt í viðskiptahraðlinum. Ingi Björn Sigurðsson og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, starfsmenn Icelandic Startups, segja að þetta sé fimmtándi hraðallinn sem sé ræstur undir merkjum fyrirtækisins og fyrirkomulagið hafi fyrir löngu sannað gildi sitt. Ný kynslóð fyrirtækja í landbúnaði og sjávarútvegi „Þór Sigfússon, eigandi Sjávarklasans, kom með þá hugmynd til okkar í Icelandic Startups að stofna viðskiptahraðal með nafninu „Til sjávar og sveita“ þar sem einblínt yrði á sjávarútveg og landbúnað. Við fórum í þá vegferð að finna bakhjarla og fundum að lokum hugrakkt fólk til þess að vinna með okkur. Innan raða Icelandic Startups er mikil reynsla fyrir hendi sem nýtist vel í framhaldinu. Við ætlum okkur að búa til næstu kynslóð af fyrirtækjum í landbúnaði og sjávarútvegi,“ segir Ingi Björn og bætir við að ef styrkleikar Íslands liggi einhvers staðar þá sé það í þessum gömlu og grónu atvinnuvegum. Hjálpum fyrirtækjum og hugmyndum að vaxa Melkorka segir að markmiðið sé að leita að viðskiptahugmyndum sem auka verðmætasköpun í sjávarútvegi og landbúnaði með áherslu á sjálfbærni. „Við hjá Icelandic Startups sjáum um að hjálpa sprotafyrirtækjum á Íslandi að vaxa og dafna. Hraðlarnir eru ein af meginstoðunum í okkar starfi. Þetta er ótrúlega spennandi viðbót við það sem við höfum áður gert,“ segir hún en Icelandic Startups hafa meðal annars rekið hraðla á sviði ferðaþjónustu, tækni og orku. Melkorka segir að það sé spennandi að takast á við sjávarútveg og landbúnað og gera eitthvað nýtt. „Mig grunar að það séu ótrúlega margir sem lumi á nýjum hugmyndum innan þessara greina. Þegar maður byrjar að skoða fréttir úr landbúnaði og sjávarútvegi sér maður að það er mikil gróska á ferðinni. Okkur langar til að taka nýjar hugmyndir og hjálpa frumkvöðlunum að beina þeim í réttan farveg.“ Sterk umgjörð og níu vikna vinna Ingi Björn útskýrir vinnuferli hraðalsins á þá leið að allt miði að því að koma hugmyndum í framkvæmd. „Við erum með mjög sterka umgjörð en starf hraðalsins byggir á því að taka hugmynd eða viðskiptatækifæri upp á næsta stall, eins fljótt og mögulegt er. Viðskiptahraðallinn tekur alls níu vikur og hann er haldinn í sjö lotum. Í lotunum er farið í gegnum allt frá vöruþróun og yfir í að fá þekkingu frá fagaðilum. Fyrirtækin eða frumkvöðlarnir fá aðgang að leiðbeinendum, þ.e. fólki sem er sérfræðingar eða með reynslu úr atvinnulífinu. Þannig fá frumkvöðlarnir tækifæri að læra af þeim sem hafa kannski gert mistök eða notið árangurs áður.“ Uppskeruhátíð í lokin Melkorka segir að unnið sé samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og aðferðafræðin hafi sannað sig. „Leiðbeinendurnir gefa endurgjöf á viðskiptahugmyndina þína og við hjá Icelandic Startups hjálpum allan tímann við að móta hugmyndina. Í lokin er haldinn uppskerudagur þar sem teymin kynna sína vinnu fyrir fullum sal af fólki sem gæti jafnvel haft áhuga á að fjárfesta í viðskiptahugmyndinni.“ Opið fyrir umsóknir Eins og fyrr segir var opnað fyrir umsóknir í gær en stefnt er að því að hefja hraðalinn í aðsetri Íslenska Ferðaklasans við Fiskislóð í Reykjavík 28. mars og ljúka honum 23. maí. Þau Melkorka og Ingi Björn leggja áherslu á að hraðallinn sé ekki eingöngu fyrir nýja aðila eða óstofnuð fyrirtæki heldur getur þátttaka ekki síður gagnast rótgrónum fyrirtækjum sem eru með nýjar og frumlegar hugmyndir. „Frumkvöðlar eru úr mismunandi áttum og nýsköpun getur verið á mörgum sviðum og á ólíkum stigum. Hún getur falist í því að breyta einhverri vöru örlítið eða skapa eitthvað alveg nýtt. Við viljum fá fólk til að hugsa á þessum nótum og auðvitað fá sem flesta til að sækja um,“ segir Melkorka. Kostnaður þátttakenda er enginn en viðskiptahraðallinn er fjármagnaður af nokkrum bakhjörlum. Þeir eru IKEA, Matarauður Íslands, HB Grandi og Landbúnaðarklasinn. Framkvæmdaaðilar eru Icelandic Startups og Sjávarklasinn. /TB Ingi Björn Sigurðsson og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir eru starfsmenn Icelandic Startups sem gagnsetja bráðlega viðskiptahraðal fyrir landbúnað og sjávarútveg. Mynd / TB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.