Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. desember 201826 Miðvikudagurinn 28. nóvember síðastliðinn var stór dagur í sögu Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi því þann dag var FabLab smiðja skólans opnuð formlega en um er að ræða stafrænt verkstæði í Hamri, verksnámshúsi skólans. FabLab Selfoss er samstarfs- verkefni Héraðsnefndar Árnesinga, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Háskólafélags Suðurlands, Atorku – félags atvinnurekenda á Suðurlandi og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. „Samstarfið er einstakt á landsvísu og vitni um hvað hægt er að gera þegar ólíkir aðilar taka höndum saman um þörf verkefni. Með samhentu átaki framangreindra sex aðila hefur tekist að byggja upp góða aðstöðu fyrir nemendur, kaupa tækjabúnað og auk þess að tryggja rekstur verkstæðisins til næstu þriggja ára,“ segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Hvað er FabLab? Fyrir þá sem ekki vita þá er FabLab (Fabrication Laboratory) stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Smiðjurnar, sem eru átta á Íslandi, gefa ungum sem öldnum tækifæri til að hanna, móta og framleiða með aðstoð stafrænnar tækni og þannig þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Markmiðið smiðjanna er að auka þekkingu skólafólks og almennings á persónumiðaðri framleiðslu og stafrænum framleiðsluaðferðum í iðnaði og nýsköpun. FabLab er líka ætlað að auka áhuga á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum, auka almennt tæknilæsi og tæknivitund og efla hæfni til nýsköpunar í námi og atvinnulífi. /MHH Dagatal um lífið í Hvammshlíð í Skagabyggð gefið út: Til fjármögnunar á dráttarvél fyrir bæinn – Annað upplag er nú uppselt Caroline Kerstin Mende er fædd í Þýskalandi, er verkfræðingur og grafískur hönnuður sem kom fyrst til Íslands 1989 og réði sig sem vinnukona á Húsatóftum á Skeiðum. Hún hefur verið Íslendingur í hjarta sínu síðan. Hún keypti eyðijörðina Hvammshlíð í Skagabyggð í Austur-Húnavatnssýslu fyrir nokkrum árum og settist þar að og er nú þekkt sem Karólína í Hvammshlíð, en hún bjó áður í Skagafirði. Hún gaf nýverið út dagatal um lífið í Hvammshlíð til að safna fyrir dráttarvélakaupum. Annað upplag þess er nú uppselt. Karólína hefur hægt og bítandi byggt upp bústofn sinn sem telur nú 50 kindur, fjögur hross og tvo hunda. Með umsvifameiri búrekstri – og eftir óvænt fráfall nágrannans – hefur þörfin á dráttarvél fyrir bæinn orðið brýn. Dagatalið er búfjárdagatal – með alþýðlegum fróðleik um sögu daganna. Kynnir íslensk búfjárkyn fyrir erlendum ferðamönnum Karólína hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir bókaútgáfu þar sem hún kynnir íslensk búfjárkyn fyrir ensku- og þýskumælandi ferðamönnum og hvernig daglegt sveitalíf var í gamla daga á Íslandi. „Við fráfall besta nágrannans í heimi, Braga á Þverá, hvarf ekki bara góður og traustur vinur heldur núna vantaði allt í einu tæknilega aðstoð. Það þýddi að ég komst ekki lengur af án eigin dráttarvélar sem bjargar mér og skepnunum mínum,“ segir Karólína. „Hérna uppi í miklum snjó og vondum veðrum dugar ekkert nema framdrifsvél í góðu standi, með ámoksturstækjum og gaddakeðjum. Því datt mér í hug að gefa út dagatal á íslensku og þýsku til að fjármagna dráttarvélina.“ Daglegt líf og gamlir mánuðir Að sögn Karólínu hafa viðtökur við dagatalinu verið framar vonum – bæði á Íslandi og í þýskumælandi löndum. „Ég gat því keypt Zetor 7245, árgerð 1990, svo ámoksturstæki, rúllugreip, skóflu og keðjur, auðvitað allt notað og í ódýrari kantinum. Ég á hins vegar eftir að fá reikninginn frá vélaverkstæðinu, þannig að ég vonast til að selja nokkur eintök í viðbót upp í hann. Dagatalið er í stóru broti – 42 sentimetra breitt – og sýnir á stórum ljósmyndum daglegt líf hér í Hvammshlíð. Þar fær fólk að kynnast vel þeim sem munu njóta góðs af dráttarvélinni. Almanakið býður ekki bara upp á allar algengar upplýsingar eins og „venjulegar“ vikutölur, tunglstöðu og auðvitað rauða daga. Það inniheldur líka gömlu mánuðina og merkisdaga – ekki síst gömlu vikutölurnar sem koma oft fram í gömlum bókum og eru enn í dag notaðar af eldri kynslóðum.“ Hrærð og þakklát sveitungum sínum „Á einni blaðsíðu eru líka myndir af Matthildi Hjálmarsdóttur á Hvammstanga og Sigurlaugu Ólafsdóttur frá Miklabæ. Þessar tvær vinkonur mínar hafa ásamt vini mínum, Sigursteini Bjarnasyni í Stafni, veitt mér sérstaklega mikla aðstoð í dagatala- og dráttarvélarmálinu. Auk þess er það hreint út sagt ótrúlegt hvað ég hef fengið góðar viðtökur úr öllum áttum, sérstaklega frá sveitungum mínum. Ég er hrærð og afar þakklát, það er alls ekki sjálfgefið að búa í samfélagi sem er svo jákvætt og uppbyggjandi. Það er það sem gildir og er í rauninni enn verðmætara en dráttarvélin sjálf,“ segir Karólína. /smh Karólína býr ein í Hvammshlíð í Skagabyggð með 56 gripi. Mynd / úr einkasafni Heyannir. Gömlu mánaðarheitin og útskýringar á þeim. Ábúendurnir í Hvammshlíð, 57 einstaklingar í aldursröð innan tegundar. Jón Hjartarson KAMBSMÁLIÐ Vorið 1953 létu yfirvöld bjóða upp dánarbú bónda á Kambi í Árneshreppi. Börnunum skyldi ráðstafað og sundrað. En 18 ára stúlka fyrirbýður að nokkurt þeirra fari. Hreppstjór- inn lúp ast burt og skilur börnin eftir í reiðileysi. LÍF&STARF FabLab smiðja opnuð í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi Það kom í hlut Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra að opna smiðjuna formlega með því að ýta á takka. Honum til halds og trausts var Magnús Stephensen, forstöðumaður smiðjunnar. Fjöldi gesta mætti við vígslu FabLab smiðjunnar. Áttunda og nýjasta FabLab smiðjan er til húsa í Hamri, verknámshúsi Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.